Innlent

Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn

Atvinnuvegaráðherra hefur undirritað breytingu á reglugerð um veiðar í atvinnuskyni. Breytingin heimilar auknar aflaheimildir til strandveiða sem nemur 1.032 tonnum á fiskveiðiárinu 2024-2025. Við aukninguna eykst heildarafli á strandveiðum úr 10.000 tonnum í 11.032 tonn.

Innlent

Rúv vildi Ísraels­menn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili

Ísraelsmenn taka að óbreyttu þátt í Eurovision á næsta ári þar sem atkvæðagreiðslu um að meina þeim frá þátttöku var frestað fram á vetur. Fulltrúar Rúv vildu keppnisbann yfir Ísraelsmönnum og líklegt þykir að tillaga þess efnis hefði verið samþykkt ef gengið hefði verið til atkvæðagreiðslu.

Innlent

Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðar­bungu

Jarðskjálfti að stærð 3,6 mældist í Bárðarbungu í hádeginu, klukkan 12:42. Í tilkynningu frá Veðurstofunni kemur fram að skjálftar af svipaðri stærð séu nokkuð algengir á svæðinu.

Innlent

Þing­menn upplitsdjarfir

Bjartari tónn er í formönnum þingflokka sem binda vonir við að komast fljótlega að samkomulagi um afgreiðslu mála fyrir þinglok. Veiðigjöldin hafa verið þyngsta málið en þingflokksformaður Viðreisnar segir þeirri umræðu þurfa að ljúka með atkvæðagreiðslu.

Innlent

Öðrum þeirra hand­teknu sleppt úr haldi

Tveir voru handteknir eftir húsleit í Laugardal annars vegar og Kópavogi hins vegar í gær. Handtökurnar tengjast umfangsmikilli rannsókn lögreglunnar á Norðurlandi eystra á skipulagðri glæpastarfsemi. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir fimm í gæsluvarðhaldi vegna málsins. 

Innlent

Sak­felldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni

Ymur Art Runólfsson, fertugur karlmaður, hefur verið sakfelldur fyrir að ráða móður sinni bana í íbúð hennar í Breiðholti í Reykjavík í október síðastliðnum. Hann var metinn sakhæfur en þó ekki gerð refsing vegna morðsins. Honum var aftur á móti gert að sæta öryggisvistun.

Innlent

Sam­býlis­konan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjöl­skylduna

Karlmaður með réttarstöðu sakbornings í umfangsmestu mansalsrannsókn Íslandssögunnar sagðist hvorki kannast við sambýliskonu bróður síns né börn þeirra. Bróðirinn, grunaður höfuðpaur í málinu, og sambýliskonan eru líka með réttarstöðu sakbornings. Sambýliskonan sagðist starfa við þrif hjá fyrirtæki eiginmannsins. Í tölvu sem fannst í herbergi hennar mátti sjá beint streymi sem sýndi frá fyrirtæki eiginmanns hennar.

Innlent

Þingflokksformenn semja inn í nóttina

Þingflokksformenn sitja við samningaborðið á Alþingi. Fundurinn hófst klukkan tíu og var enn í gangi um miðnæturleytið. Búast má við því að hann vari eitthvað inn í nóttina.

Innlent

Segir mögu­legt að hundurinn sé á lífi

Magnús Þór Hafsteinsson hafði hund sinn með sér þegar strandveiðibátur hans sökk. Magnús var úrskurðaður látinn en hundurinn hefur ekki fundist. Formaður Dýrfinnu, samtaka sem hafa uppi á týndum gæludýrum, segir mögulegt að hundurinn sé enn á lífi og hafi rekið á land á Kópanesi.

Innlent

Minni­hluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd

„Minnihluti þingsins verður að sætta sig við það að vera í minnihluta. Meirihlutinn auðvitað getur komið þeim málum í gegn sem hann kýs, og þetta er bara lýðræðið. Þetta er bara skipulagið, alveg sama hvaða vitleysu þeir eru að samþykkja,“ segir Jón Steinar Gunnlaugsson fyrrverandi hæstaréttardómari.

Innlent

Stór lögregluaðgerð í Laugardal

Umfangsmikil lögregluaðgerð fór fram í Laugardal í Reykjavík seinni partinn í dag. Lögreglumenn sem nutu liðsinnis sérsveitar ríkislögreglustjóra brutu glerútidyrahurð tvíbýlis og fóru inn. Lögreglumennirnir báru grímur en minnst þrír lögreglubílar voru á vettvangi þegar blaðamann bar að garði.

Innlent

Verði svo gott sem heimilis­laus í Kópavogi

Tímamót í uppbyggingu miðbæjarins í Kópavogi urðu í morgun þegar bæjarstjórn samþykkti samning við verktaka. Hamraborg mun gjörbreytast en fatlaður íbúi segir að hann verði svo gott sem heimilislaus á meðan framkvæmdum stendur og segir íbúð sína orðna verðlausa.

Innlent

Gæsluvarðhald frönsku konunnar fram­lengt

Gæsluvarðhald yfir frönsku konunni sem grunuð er um að hafa ráðið eiginmanni sínum og dóttur bana hefur verið framlengt um fjórar vikur. Hún sætir gæsluvarðhaldi til 31. júlí á grundvelli rannsóknarhagsmuna.

Innlent