Innlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Varað við ferða­lögum víða um land

Varað er við ferðalögum víða um land í kvöld vegna veðurs og gular og appelsínugular viðvaranir taka gildi víða í kvöld og í nótt. Sannkallaður jólastormur er í aðsigi og upplýsingafulltrúi Landsbjargar hvetur fólk til að halda sig heima með konfekt í skál í kvöld.

Innlent
Fréttamynd

Mette óskaði Krist­rúnu til hamingju

Mette Frederiksen óskaði Kristrúnu Frostadóttir til hamingju með embætti forsætisráðherra. Hún birtir mynd af þeim stöllum í faðmlögum á samfélagsmiðlum og segist hlakka til samstarfsins.

Innlent
Fréttamynd

„Skiptir sann­leikurinn engu máli?“

„Ef að Efling hefði eitthvað haldbært um það að samningurinn eða gerð hans væri ekki í samræmi við lög þá myndu þau ekki nota fjölmiðla til að reyna að hræða fólk frá honum heldur myndu þau einfaldlega fara löglegu leiðina og fá honum hnekkt fyrir dómi.“

Innlent
Fréttamynd

Rútur skildar eftir á Holta­vörðu­heiði og leiðinni lokað

Björgunarsveitir úr Húnavatnssýslu og uppsveitum Borgarfjarðar voru kallaðar út fyrr í kvöld eftir að tvær rútur lentu í vandræðum sökum hálku og vonskuveðurs á Holtavörðuheiði. Önnur rútan ók út af veginum. Holtavörðuheiðinni hefur verið lokað sökum veðurs.

Innlent
Fréttamynd

Vand­ræða­mál sem ríkis­stjórnin fær í arf

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra sem beitti sér gegn því að Alþingi samþykkti bókun 35 við EES samninginn ætlar að styðja bókunina þegar hún verður lögð fram af núverandi ríkisstjórn. Dómsmálaráðherra segir það ástand sem nú ríki hjá embætti ríkissaksóknara ekki geta varað lengi.

Innlent
Fréttamynd

Komust með flug­vélinni á ögur­stundu

Næstum öllu innanlandsflugi var aflýst í dag vegna veðurs og annar jólastormur er í kortunum. Fjöldi örvæntingarfullra símtala barst Icelandair, sem mun bæta við ferðum á morgun ef þörf krefur. Fréttastofa ræddi við farþega sem komust heim fyrir jól, með einu innanlandsvélinni sem tók á loft í dag.

Innlent
Fréttamynd

Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026

Forsætisráðherra segir að ekki verði mikið hróflað við fjárlögum næsta árs enda forgangsverkefni ríkisstjórnarinnar að ná niður verðbólgu og vöxtum. Fjármunir verði þó tryggðir til að bæta meðferðarúrræði og ekki væri hægt að búa við þá kjaragliðnun sem átt hafi sér stað milli bóta almannatrygginga og lægstu launa í landinu.

Innlent
Fréttamynd

Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur

Tómas Guðbjartsson læknir er í óðaönn að reyna komast heim til fjölskyldunnar fyrir jólin. Hann segir ekkert ferðaveður vera á Vestfjörðum en að hans sögn hefði hann verið allur ef hann hefði verið mínútu fyrr á ferðinni þar sem að snjóflóð féll við Skorarnúp rétt áður en hann keyrði fram hjá fjallinu.

Innlent
Fréttamynd

Allt kapp lagt á að lands­menn komist heim fyrir jól

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 fylgjumst við með fyrsta fundi ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur sem segir að ekki verði mikið hróflað við fjárlögum næsta árs enda forgangsverkefni ríkisstjórnarinnar að ná niður verðbólgu og vöxtum. Dómsmálaráðherra tjáir sig um ágreining hjá embætti ríkissaksóknara.

Innlent
Fréttamynd

Segir ríkis­stjórnarsátt­málana keim­líka

Skoðanir fyrrum ráðherra Sjálfstæðisflokksins á nýjum ríkisstjórnarsáttmála virðast mjög ólíkar. Guðrún Hafsteinsdóttir segir nýja sáttmálann keimlíkann sáttmála fráfarandi ríkisstjórnar á meðan Bjarni Benediktsson segir málefnin hafa fuðrað upp í loft.

Innlent
Fréttamynd

Hvalveiðilögin barn síns tíma

Hanna Katrín Friðriksson, atvinnuvegaráðherra, segir hvalveiðilögin barn síns tíma. Hún geri sér grein fyrir því að hvalveiðar séu mikið hitamál. 

Innlent
Fréttamynd

Endur­skoða lög um hval­veiðar á kjör­tíma­bilinu

Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir á fyrsta fundi nýrrar ríkisstjórnar hafi ráðherrar farið yfir stefnuyfirlýsingu sína og skipulagt hvernig þau hefja og skipuleggja störf sín í ráðuneytunum. Þau hafi þurft að ræða heilmikið til ríkisstjórnin geti stillt saman strengi sína.

Innlent
Fréttamynd

„Skíta­veður á að­fanga­dags­kvöld og jóla­dag“

Varasamt ferðaveður er víða á landinu í dag, og verður einkum norðan- og norðaustanlands í kvöld. Öllu innanlandsflugi hefur verið aflýst fram yfir hádegi og vegum gæti verið lokað án fyrirvara. Þá er spáð jólastormi á sunnan- og vestanverðu landinu á morgun og hinn.

Innlent