Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Í hádegisfréttum verður rætt við verkefnastjóra hjá Ríkislögreglustjóra sem segir að heimilisofbeldismál sem rata inn á borð lögreglu séu alvarlegri en áður. Innlent 23.1.2026 11:33
Pallborðið: Síðasta einvígið Klukkan 13 mætast Heiða Björg Hilmisdóttir og Pétur Marteinsson, sem bæði sækjast eftir oddvitasæti Samfylkingarinnar í borginni, í Pallborðinu á Vísi. Þetta er í síðasta sinn sem oddvitaframbjóðendurnir mætast fyrir prófkjörið sem fer fram á morgun. Innlent 23.1.2026 11:31
Játaði meira og meira eftir því sem á leið Framburður manns sem ákærður er fyrir kynferðisbrot gegn barni sem hann mun hafa framið meðan hann starfaði á leikskólanum Múlaborg í Reykjavík þótti að mati lögreglu samræmast frásögn barnsins af meintum brotum hans. Maðurinn játaði í skýrslutökum hjá lögreglu að hafa brotið tvívegis á barninu. Innlent 23.1.2026 09:56
Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Framkvæmdastjóri hjá Landsvirkjun vonast til að endanlegt framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun fáist í næsta mánuði og að smíði hennar fari þá á fulla ferð. Fyrirtækið hyggst jafnframt hefja stækkun þriggja eldri virkjana í ár. Innlent 22.1.2026 21:48
Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Lilja Dögg Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi menningar- og viðskiptaráðherra, ætlar að gefa kost á sér í formannssæti flokksins. Þetta tilkynnti hún á félagsfundi Framsóknarfélags Reykjavíkur sem fram fór á Hilton Reykjavík Nordica í kvöld. Innlent 22.1.2026 21:15
Willum fer ekki fram og styður Lilju Willum Þór Þórsson, fyrrverandi heilbrigðisráðherra og núverandi forseti Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands (ÍSÍ), ætlar ekki að gefa kost á sér í formannssæti Framsóknarflokksins. Þess í stað styður hann Lilju Dögg Alfreðsdóttur varaformann. Innlent 22.1.2026 20:48
Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Foreldrar sex ára gamallar stúlku höfðu enga vitneskju um að brotið hefði verið kynferðislega gegn henni fyrr en lögregla hafði samband. Karlmaður sem er ákærður fyrir brotið dreifði ljósmyndum á netinu sem komu lögreglu á snoðir um málið. Alþjóðlegt samstarf skipti sköpum. Innlent 22.1.2026 19:41
Magnea vill hækka sig um sæti Magnea Gná Jóhannsdóttir borgarfulltrúi gefur kost á sér í annað sæti á lista Framsóknar í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar í maí. Innlent 22.1.2026 19:25
Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Maður sem er grunaður um að hafa nauðgað sex ára stúlku sætir enn gæsluvarðhaldi en foreldrar barnsins höfðu enga vitneskju um kynferðisbrotið þegar að lögregla hafði samband. Ljósmyndir af athæfinu fundust af lögreglufulltrúum í Evrópu og hófst rannsókn hér á landi í gegnum alþjóðlegt samstarf. Innlent 22.1.2026 18:10
Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Of snemmt er að segja til um hvort viðræður Bandaríkjaforseta og framkvæmdastjóra NATO séu jákvætt skref í samskiptum Bandaríkjanna við Danmörku og Grænland á meðan lítið er vitað um innihald rammasamkomulagsins, að sögn utanríkisráðherra. Innlent 22.1.2026 18:09
Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Menningar- og búsetulandslag Laugarnestanga í Reykjavík hefur verið friðlýst á grundvelli laga um menningarminjar. Friðlýsingunni var fagnað með ráðherra og borgarstjóra í dag. Innlent 22.1.2026 16:33
Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Aldrei hafa jafn margir leitað á bráðamóttöku Landspítalans vegna hálkuslysa á einum degi líkt og á þriðjudag þegar níutíu slösuðust. Leggja þurfti fimm inn á sjúkrahúsið. Innlent 22.1.2026 15:59
Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar nú manns sem kona segir hafa veist að henni árla morguns í dag og brotið á kynferðislega, utandyra við Austurbæjarbíó í Reykjavík. Innlent 22.1.2026 15:34
Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Tvö félög sem tengjast fyrrum stjórn Sósíalistaflokksins fékk yfir tuttugu milljónir króna frá flokknum árið 2024, bróðurskerfinn af tekjum hans það ár. Flokkurinn eyddi tæpum tíu milljónum króna í baráttuna fyrir alþingiskosningar. Innlent 22.1.2026 15:32
Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Þau tvö sem sækjast eftir oddvitasætinu hjá Samfylkingunni í borginni í sveitarstjórnarkosningum mætast í Pallborðinu í beinni útsendingu á Vísi á morgun. Lesendur Vísis eru hvattir til að beina spurningum til frambjóðendanna. Innlent 22.1.2026 15:24
Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Óbirt skýrsla um fjárhagsstöðu Félagsbústaða lýsir veikri fjárhagsstöðu félagsins sem hafi verið rekið með ósjálfbærum hætti undanfarin ár. Sjóðstreymi hafi verið neikvætt, stjórnun þess verið línudans og aðferðum verið beitt sem hafi reynst rekstrinum þungar. Á hinn bóginn má lesa bjartsýni úr skýrslunni þar sem settar eru fram tillögur um hvernig megi snúa rekstri Félagsbústaða „frá vítahring til fjárhagslegrar sjálfbærni,“ líkt og það er orðað í skýrslunni. Meðal þess sem lagt er til er 1,5% raunhækkun leiguverðs hjá Félagsbústöðum. Innlent 22.1.2026 15:17
Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Hafrannsóknaskipin Þórunn Þórðardóttir og Árni Friðriksson hafa neyðst til að gera hlé á loðnumælingum vegna brælu undan Húnaflóa. Báðum hefur verið siglt í átt að landi í var. Innlent 22.1.2026 14:52
Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Á fjölmennum fundi í vallarhúsi Gróttu á Seltjarnarnesi var tekin ákvörðun um að Samfylkingin bjóði fram í samstarfi við Viðreisn og óflokksbundna Seltirninga undir merkjum Samfylkingar og óháðra í sveitarstjórnarkosningum í vor. Innlent 22.1.2026 14:44
Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Þremur her- og varðskipum hefur verið siglt í höfn í Reykjavík í dag. Tvö skipanna eru frá Danmörku og það þriðja frá Frakklandi. Innlent 22.1.2026 14:02
Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Þetta var síðasta úrræðið sem við gátum gripið til,“ sagði Elissa Philipps sem ákærð er fyrir húsbrot og að fylgja ekki fyrirmælum lögreglu er hún dvaldi í hvalveiðiskipi 33 klukkustundir til að mótmæla hvalveiðum. Innlent 22.1.2026 13:01
„Ég á þetta og má þetta“ Heldur hitnaði í kolum, og kannski eins og við mátti búast, þegar Guðrún Hafsteinsdóttir formaður Sjálfstæðisflokksins beindi fyrirspurn til Ingu Sæland formanns Flokks fólksins á Alþingi í dag. Hún vildi vita hvernig stæði á þessu hringli með málaflokka; að barnamálaráðherra væri kominn með uppbyggingu dvalarheimila á sínar herðar. Innlent 22.1.2026 12:38
„Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf., segir rök sín fyrir að kæra tvo aðgerðarsinna fyrir húsbrot í kjölfar mótmæla þeirra á hvalveiðibátum vera til að fæla aðra frá því að gera slíkt. Innlent 22.1.2026 12:01
Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Ion Panaghiu hefur verið dæmdur til tveggja og hálfs árs fangelsisvistar fyrir að nauðga konu eftir jólaboð í herbergi konunnar á gistiheimili í Kópavogi. Í kjölfar nauðgunarinnar sendi hann konunni fjölda skilaboða, þar sem hann kallaði hana meðal annars elskuna sína og eiginkonu sína, og reyndi að færa henni blómvönd. Innlent 22.1.2026 11:57
Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Í hádegisfréttum fjöllum við um aðalmeðferð fyrir héraðsdómi sem nú stendur yfir. Innlent 22.1.2026 11:42