Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Donald Trump virðist ekki líklegur til að náða Sean „Diddy“ Combs sem var í júlí sakfelldur fyrir að flytja fólk í vændisstarfsemi. Trump hafði áður gefið náðun Diddy undir fótinn en segir nú að „hræðilegar yfirlýsingar“ Combs um forsetann geri honum erfiðara fyrir. Erlent 3.8.2025 12:17
Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Ben Gvir, mjög svo umdeildur þjóðaröryggisráðherra Ísrael, leiddi í dag hóp gyðinga í bæn á Musterishæðinni í Jerúsalem. Þetta var fordæmalaus bænastund en ísraelskur ráðherra hefur aldrei áður beðið á svæðinu, sem hefur um árabil ítrekað hrundið af stað deilum milli múslima og gyðinga. Erlent 3.8.2025 11:22
Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Stór eldur kviknaði í olíugeymslu í Sochi í Rússlandi í nótt eftir drónaárás Úkraínumanna. Loka þurfti flugvellinum í borginni, sem liggur við strendur Svartahafs, vegna eldsins og börðust á annað hundrað slökkviliðsmenn gegn honum. Erlent 3.8.2025 09:58
Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Utanríkisráðherra Dana segir að það breytti engu á jörðu niðri þó dönsk stjórnvöld viðurkenndu sjálfstæði Palestínu. Erlent 1.8.2025 23:31
Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Donald Trump Bandaríkjaforseti segist hafa ræst út tvo kjarnorkukafbáta á „viðeigandi svæði“ eftir að fyrrverandi forseti Rússlands lét „afar ögrandi“ ummæli falla á samfélagsmiðlum og bar Trump saman við forvera hans, hinn „syfjaða“ Joe Biden. Erlent 1.8.2025 18:26
„Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Sérstakur rannsakandi sem skipaður var af dómsmálaráðherra Donalds Trump, með það verkefni að kafa í Rússarannsóknina svokölluðu, fann vísbendingar sem grafa undan þeirri kenningu margra stuðningsmanna Trumps að Hillary Clinton og starfsfólk hennar hafi reynt að koma sök á Trump og ljúga því að framboð hans hafi átt í samstarfi við Rússa í kosningabaráttunni 2016. Erlent 1.8.2025 15:03
„Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Vladimír Pútín, forseti Rússlands, sagðist í dag vonast eftir því að hægt væri að hefja friðarviðræður við Úkraínu. Hann gaf þó til kynna að vindurinn væri í seglum Rússa um þessar mundir og að hann væri alls ekki tilbúinn til að láta af umfangsmiklum kröfum Rússa. Erlent 1.8.2025 14:27
Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Arabaríkin hafa í fyrsta sinn sameinast um ákall til Hamas um að leggja niður vopn, láta alfarið af völdum á Gasa og sleppa þeim gíslum sem enn eru í haldi samtakanna. Erlent 1.8.2025 10:05
Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Stjórnmálaflokkur Nayibs Bukele, forseta El Salvador, hefur samþykkt breytingar stjórnarskrá ríkisins sem fella úr gildi takmarkanir á fjölda kjörtímabila sem forsetar mega sitja. Þar að auki hefur kjörtímabil forseta verið lengt úr fimm árum í sex. Erlent 1.8.2025 10:00
Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Stjórnvöld í Frakklandi segjast fylgjast náið með þróun mála varðandi birgðir af getnaðarvörnum sem eru sagðar á leið til landsins til brennslu. Erlent 1.8.2025 08:25
Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Vólódimír Selenskí Úkraínuforseti hefur hvatt bandamenn sína til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi. Hann telur að þvinga megi Rússa til að stöðva stríðsrekstur sinn í Úkraínu. Erlent 1.8.2025 06:48
Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Donald Trump Bandaríkjaforseti undirritaði forsetatilskipun í gær þar sem 10 til 41 prósent tollar voru lagðir á tugi viðskiptaríkja landins. Samkvæmt listanum verða tollar á vörur frá Íslandi fimmtán prósent en áður stóð til að þeir yrðu tíu prósent. Erlent 1.8.2025 06:09
Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Starfsmenn Boeing og SpaceX munu í næsta mánuði skjóta leynilegu geimfari herafla Bandaríkjanna á braut um jörðu í áttunda sinn. Geimfarið, sem kallast X-37B hefur þegar varið rúmlega 4.200 dögum á sporbraut frá árinu 2010. Erlent 31.7.2025 16:51
Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Vólódímir Selenskí, forseti Úkraínu, skrifaði í dag undir lög sem snúa við mjög svo umdeildum lögum gegn sjálfstæði embætta sem rannsaka opinbera spillingu. Með því hafa stofnanirnar tvær, sem kallast NABU og SAPO, öðlast sjálfstæði frá framkvæmdavaldinu á nýjan leik en er það í kjölfar umfangsmikilla mótmæla í Úkraínu gegn fyrri lögunum og vegna mótmæla frá bakhjörlum Úkraínumanna í Evrópu. Erlent 31.7.2025 16:10
Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Enginn nýburi var nefndur Keir í Bretlandi í fyrra, í fyrsta sinn síðan farið var að skrásetja gögn þess efnis. Múhameð var vinsælasta strákanafnið annað árið í röð, en meðal stúlkna var það Olivia sem var vinsælast. Erlent 31.7.2025 14:48
Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Ríkisþingmenn Repúblikanaflokksins í Texas í Bandaríkjunum opinberuðu í gærkvöldi drög að nýjum kjördæmum í ríkinu. Þessum nýju kjördæmum er ætlað að þynna út kjördæmi þar sem Demókratar hafa verið kjörnir og ná þannig fimm þingsætum af Demókrataflokknum fyrir þingkosningarnar á næsta ári. Erlent 31.7.2025 14:30
Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Aksel V. Johannesen, lögmaður Færeyja, tilkynnti í Ólafsvökuræðunni í fyrradag, setningarræðu færeyska lögþingsins, að frumvörp landsstjórnarinnar um gerð Suðureyjarganga og hækkun eftirlaunaaldurs yrðu bæði lögð fram að nýju í haust. Einn stjórnarflokkanna, Framsókn, fékk því framgengt að málin verði spyrt saman og að Suðureyjargöng verði ekki samþykkt nema hækkun eftirlaunaaldurs í áföngum upp í 70 ár fylgi með. Erlent 31.7.2025 12:30
Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Kínverskir vísindamenn hafa leitað ýmissa leiða til að granda Starlink-gervihnöttum eða gera þá óstarfhæfa. Meðal annars hafa þeir skoðað að nota sérstaka kafbáta útbúna leysigeislum til að granda gervihnöttunum og þróa aðra sérstaka gervihnetti til að granda Starlink-hnöttum. Erlent 31.7.2025 11:56
Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Einstaklingar sem urðu fyrir meiðslum þegar maður ók á fólk á jólamarkaði í Magdeburg í desember síðastliðnum, segjast hafa orðið fyrir öðru áfalli nú þegar þeim bárust á dögunum afsökunarbeiðnir frá gerandanum. Erlent 31.7.2025 08:42
Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Stefnubreyting Donalds Trump Bandaríkjaforseta hvað stríðið og hungursneyðina í Palestínu varðar virðist nú ekki jafnafgerandi. Í samtali við blaðamenn þegar hann kom heim til Washington eftir fund með leiðtogum Evrópusambandsins og Bretlands dró hann í land. Erlent 31.7.2025 07:56
Létu sprengjum rigna á Kænugarð Að minnsta kosti sex létu lífið og fleiri en fimmtíu eru sárir eftir að Rússar gerður loftárásir á Kænugarð höfuðborg Úkraínu í nótt. Erlent 31.7.2025 07:16
Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Yfirvöld á Gasa segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers á hóp fólks sem var að bíða eftir dreifingu neyðargagna norður af Gasa-borg í gær. Um 300 eru sagðir hafa særst. Erlent 31.7.2025 07:08
Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Kanada er nú komið í hóp þeirra ríkja sem hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki. Þetta tilkynnti Mark Carney, forsætisráðherra í kvöld. Erlent 30.7.2025 22:08
Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Sjö hafa dáið úr hungri á Gasa síðasta sólarhring samkvæmt heilbrigðisráðuneyti Hamas. Alls hafa 154 dáið úr hungri frá því að átökin hófust í október árið 2023. Erlent 30.7.2025 21:32