Innherjamolar


Fréttamynd

Minnkar gjald­eyris­kaupin núna þegar evran er komin í sitt hæsta gildi á árinu

Hörður Ægisson skrifar

Eftir að hafa staðið að reglubundnum gjaldeyriskaupum á markaði undanfarna mánuði fyrir samanlagt nærri fimmtíu milljarða hefur Seðlabankinn ákveðið að draga úr umfangi þeirra um helming. Ákvörðunin kemur í kjölfar nokkurrar gengisveikingar krónunnar síðustu vikur, en hún er núna í sínu lægsta gildi á móti evrunni í eitt ár.

Innherjamolar
Fréttamynd

Stjórn­endur Símans kunna að renna hýru auga til burðugra fé­laga í upp­lýsingatækni

Hörður Ægisson skrifar

Nýleg kaup Símans á Greiðslumiðlun Íslands styrkja stöðu þess í fjártækni en samstæðan hefur fjárhagslega burði til að leita hófanna á mörkuðum sem vaxa, að mati hlutabréfagreinanda, sem segist meðal annars sjá fyrir sér að næsta skref verði yfirtaka á öflugu félagi í upplýsingatækni. Fjárfestum er ráðlagt að halda stöðu sinni í félaginu óbreyttri.

Innherjamolar
Fréttamynd

Verðbólgumælingin veldur von­brigðum og kann að slá á væntingar um vaxtalækkun

Hörður Ægisson skrifar

Vísitala neysluverðs hækkaði nokkuð umfram spár greinenda í október, einkum þegar kemur að reiknaðri húsaleigu og dagvörum, og gæti mælingin slegið nokkuð á væntingar um að peningastefnunefnd ráðist í vaxtalækkun á næsta fundi vegna versnandi hagvaxtarhorfa. Fjárfestar brugðust viðverðbólgumælingunni með því að selja ríkisskuldabréf.

Innherjamolar
Fréttamynd

Ekki „stórar á­hyggjur“ af verð­bólgunni þótt krónan kunni að gefa að­eins eftir

Hörður Ægisson skrifar

Þróunin í raunhagkerfinu er núna öll á þann veg að segjast nánast sömu sögu, hvort sem litið er til vinnu- eða húsnæðismarkaðar, um að hagkerfið sé kólna hraðar en áður, að sögn stjórnenda Seðlabankans, sem segja „planið vera að virka“ þótt það sé taka lengri tíma að ná niður verðbólgunni. Ekki er ástæða til að hafa „stórar áhyggjur“ af því fyrir verðbólguna þótt krónan kunni að gefa eftir á meðan það er slaki í hagkerfinu.

Innherjamolar
Fréttamynd

Brim kaupir allt hluta­fé í Lýsi fyrir þrjá­tíu milljarða króna

Hörður Ægisson skrifar

Búið er að samþykkja kauptilboð sjávarútvegsfyrirtækisins Brim í alla hluti Lýsi fyrir samtals þrjátíu milljarða króna sé miðað við heildarvirði félagsins. Forstjóri og aðaleigandi Brims sér mikil sóknarfæri í því fyrir fyrirtækið að færa sig lengra í virðiskeðju sjávarafurða.

Innherjamolar