
Svanhildur Nanna selur allan hlut sinn í Kviku banka
Fjárfestingafélag Svanhildar Nönnu Vigfúsdóttur hefur selt allan eftirstandandi eignarhlut sinn í Kviku banka fyrir nálægt einn milljarð króna.
Fjárfestingafélag Svanhildar Nönnu Vigfúsdóttur hefur selt allan eftirstandandi eignarhlut sinn í Kviku banka fyrir nálægt einn milljarð króna.
Eftir að sameining Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins gekk í gegnum í ársbyrjun 2020 er búið að hagræða nokkuð í rekstri stofnunarinnar, að sögn seðlabankastjóra, en launakostnaður hefur frá þeim tíma lækkað um tæplega einn milljarð að raunvirði.
Hrein framvirk gjaldeyrisstaða fyrirtækja og fjárfesta var með minnsta móti yfir sumarmánuðina, þegar hún skrapp talsvert saman, og hefur átt sinn þátt í að styðja við sterkt gengi krónunnar að undanförnu.
Erlendir fjárfestar voru nokkuð umfangsmiklir í kaupum á ríkisskuldabréfum í liðnum mánuði þegar þeir bættu við sig fyrir meira en sex milljarða. Innstreymi erlends fjármagns í íslensk ríkisverðbréf hefur hins vegar dregist mjög saman á árinu.
Það sem af er árinu hafa vanskil bæði einstaklinga og fyrirtækja lækkað talsvert og hafa núna aldrei mælst lægri, samkvæmt gögnum frá Motus, en eftir miklar sveiflur síðustu misseri virðist vera komið á jafnvægi sem er nokkuð lægra en fyrir heimsfaraldur.
Greinendur hafa hækkað lítillega verðmat sitt á Nova, meðal annars vegna útlits fyrir betri afkomu í ár, og telja að fjarskiptafélagið sé verulega undirverðlagt á markaði.
Þróunin í raunhagkerfinu er núna öll á þann veg að segjast nánast sömu sögu, hvort sem litið er til vinnu- eða húsnæðismarkaðar, um að hagkerfið sé kólna hraðar en áður, að sögn stjórnenda Seðlabankans, sem segja „planið vera að virka“ þótt það sé taka lengri tíma að ná niður verðbólgunni. Ekki er ástæða til að hafa „stórar áhyggjur“ af því fyrir verðbólguna þótt krónan kunni að gefa eftir á meðan það er slaki í hagkerfinu.
Rekstur og afkoma Heima það sem af er árinu hefur verið í „góðum skorðum“ og samkvæmt nýrri greiningu er verðmatsgengi félagsins hækkað lítillega, einkum vegna lægri fjármagnskostnaðar og betri sjóðstöðu.
Ný könnun á verðbólguvæntingum fyrirtækja og heimila, bæði til skemmri og lengri tíma, sýnir að þær héldust meira og minna óbreyttar á alla mælikvarða og eru því enn vel yfir verðbólgumarkmiði Seðlabankans. Væntingar heimila til eins árs versnuðu hins vegar lítillega á þriðja fjórðungi.
Hlutabréfaverð taívanska lyfjafyrirtækisins Lotus, sem er meðal annars í eigu fjárfestingafélags Róberts Wessman, hefur rokið upp um tugi prósenta á nokkrum dögum eftir að tilkynnt var um kaupin á Alvogen US.
Lífeyrissjóðirnir keyptu sáralítið af erlendum gjaldeyri yfir sumarmánuðina og umsvif þeirra á gjaldeyrismarkaði það sem af er þessu ári eru innan við helmingur miðað við sama tíma í fyrra.
Búið er að samþykkja kauptilboð sjávarútvegsfyrirtækisins Brim í alla hluti Lýsi fyrir samtals þrjátíu milljarða króna sé miðað við heildarvirði félagsins. Forstjóri og aðaleigandi Brims sér mikil sóknarfæri í því fyrir fyrirtækið að færa sig lengra í virðiskeðju sjávarafurða.
Brú lífeyrissjóður hefur haldið áfram á síðustu vikum að bæta við sig bréfum í Eik en frá áramótum hefur sjóðurinn stækkað eignarhlut sinn í fasteignafélaginu um liðlega fimmtung.
Lyfjastofnun Evrópu hefur ákveðið að mæla með því að veita markaðsleyfi fyrir tvær fyrirhugaðar líftæknilyfjahliðstæður sem Alvotech hefur þróað og framleitt.
Íslandsbanki hefur gengið frá ráðningu á nýjum forstöðumanni veltubókar bankans, sem kemur frá Landsbankanum, en Ármann Einarsson hefur stýrt því sviði undanfarin ár.
Þegar leiðrétt er fyrir eignfærslu á launakostnaði, sem hækkaði á milli ára þrátt fyrir fækkun ársverka og verulegs samdráttar í fjárfestingu, þá jukust raunveruleg rekstrargjöld Ljósleiðarans á fyrri árshelmingi 2025, ólíkt því sem mátti skilja af nýlegum árshlutareikningi.
Árni Páll Árnason, fyrrverandi ráðherra og formaður Samfylkingarinnar, mun fá annað fjögurra ára tímabil í stjórn ESA, eftirlitsstofnunar EFTA.
Nýjar fjárfestingar eru að skila Reitum auknum tekjum og útlit er fyrir meiri framtíðarvöxt á næstu árum en áður var ráðgert, samkvæmt nýrri greiningu, og fjárfestum er ráðlagt að bæta við sig í fasteignafélaginu.
Á næstu árum þarf Íslandsbanki að ná fram meira kostnaðarhagræði í rekstrinum en hækkun á verðbólgu á öðrum fjórðungi hafði umtalsverð jákvæð áhrif á afkomu bankans. Samkvæmt nýrri greiningu er verðlagning Íslandsbanka í „lægri kanti“ á markaði.
Samkeppniseftirlitið hefur komist að þeirri niðurstöðu að ekki séu forsendur fyrir því að beita íhlutun vegna kvörtunar frá Verðbréfamiðstöð Íslands gagnvart háttsemi Nasdaq CSD er tengist skilyrðum sem það setur fyrir flutningi verðbréfa.
Fyrrverandi forstjóri Icelandair til margra á ára hefur nýlega tekið við formennsku í samninganefnd Icelandair við flugmenn en kjarasamningar allra flugstétta félagsins eru að renna út núna á næstunni.
Aron Þórður Albertsson, sem starfaði síðast í fyrirtækjaráðgjöf Arion banka, hefur tekið við nýrri stöðu hjá fasteignafélaginu Eik sem forstöðumaður fjárfestinga.
Með vaxandi ásókn heimilanna í verðtryggð húsnæðislán frá lífeyrissjóðunum, sem bjóða betri kjör en bankarnir nú um stundir, er útlit fyrir að útlánaaukningin á þessu ári muni nema samtals vel á annað hundrað milljarða. Það mun að óbreyttu takmarka svigrúm lífeyrissjóðanna til fjárfestinga í öðrum eignum.
Vöxtur í kaupmætti ráðstöfunartekna heimilanna er sem fyrr meiri en þegar kemur að einkaneyslunni og hefur því ýtt undir uppsafnaðan sparnað meðal heimila. Þar hefur áhrif hátt raunvaxtastig, að mati peningastefnunefndar Seðlabankans.
Á undanförnum vikum hefur Gildi haldið áfram að bæta við sig bréfum í bönkunum en í liðnum mánuði keypti sjóðurinn fyrir samanlagt vel á annan milljarð króna í Íslandsbanka og Kviku. Aðrir stærstu lífeyrissjóðir landsins heldu einnig uppteknum hætti og stækkuðu stöður sína.
Útlitið í rekstri JBT Marel er betra en áður var óttast sem hefur leitt til talsverðar hækkunar á verðmati félagsins núna þegar skýrari mynd er komin á umhverfið eftir „tollaþeytivindu“ bandarískra stjórnvalda, samkvæmt nýrri greiningu.
Tekjur og afkoma Síldarvinnslunnar á öðrum fjórðungi var talsvert yfir væntingum en útistandandi spá félagsins um 78 til 84 milljóna dala rekstrarhagnað helst óbreytt. Greinandi telur „afar líklegt“ að Síldarvinnslan nái því markmiði, og jafnvel gott betur.
Fjárfestingafélagið Viska Digital Assets hefur tekið upp nýtt nafn og heitir nú Viska sjóðir. Samhliða nafnabreytingunni kynnir félagið nýjan sjóð, Viska macro, sem byggir á heildarsýn félagsins á alþjóðlegu efnahagsumhverfi. Nýr sjóður leggur áherslu á fjárfestingar í tækni og hörðum eignum, þar sem uppgangur gervigreindarinnar og áhrif hennar á hagkerfi eru leiðandi stef í stefnu sjóðsins.
Afkoma Íslandsbanka á öðrum fjórðungi var umfram væntingar og hafa sumir greinendur því núna uppfært verðmat sitt á bankanum, jafnframt því að ráðleggja fjárfestum að halda í bréfin. Bankinn hefur yfir að ráða miklu umfram eigin fé, sem hann er núna meðal annars að skila til hluthafa með endurkaupum, og ljóst að stjórnendur geta lækkað eiginfjárhlutfallið verulega á ýmsa vegu.
Verðbólgan hjaðnaði óvænt í ágústmánuði, meðal annars vegna mikillar lækkunar á flugfargjöldum, en sé litið á spár sex greinenda þá gerðu allir ráð fyrir að verðbólgan myndi haldast óbreytt eða hækka lítillega. Ávöxtunarkrafa óverðtryggðra ríkisbréfa lækkaði nokkuð við tíðindin á meðan viðbrögðin á hlutabréfamarkaði eru lítil.
Á meðan áhugaleysi fjárfesta á því að beina fjármagni sínu í hlutabréfasjóði hélt áfram um mitt sumarið þá varð snarpur viðsnúningur í innflæði í blandaða sjóði.