Makamál

Bone-orðin 10: Diljá Ámunda vill hlátur en ekki hrútskýringar
Diljá Ámundadóttir Zoega er fyrsti varaborgarfulltrúi Viðreisnar í borgarstjórn Reykjavíkur. Hún er þekkt fyrir að vera mikil gleðisprengja og hrókur alls fagnaðar hvert sem hún stígur niður fæti. Makamál fengu að heyra hver Bone-orðin hennar Diljá eru.

Þriðjungur svarenda í opnu sambandi eða langar til að prófa
Opið samband telst vera það þegar leyfilegt er að sænga hjá öðrum en makanum.

Spurning vikunnar: Hefur þú upplifað framhjáhald?
Þeir sem hafa upplifað framhjáhald eru flestir sammála um að það er eitt það erfiðasta sem fólk tekst á við í sambandi. Aðilinn sem heldur framhjá burðast yfirleitt með mikla skömm og samviskubit meðan hinn þarf að gera upp við sig hvort að hann er tilbúinn til að reyna að treysta aftur.

Bone-orðin 10: Gígja Dögg er veik fyrir ilmandi iðnaðarmönnum
Gígja Dögg Einarsdóttir er 39 ára ljósmyndari og búfræðingur. Hún er einna þekktust fyrir hestamyndirnar sínar sem hún hefur verið að selja bæði til HM og Urban Outfitters. Makamál fengu að heyra hver 10 Bone-orðin hennar Gígju eru.

Hvað syngur Hreimur?
Hreimur Örn Heimisson tónlistarmaður eða Hreimur í Landi og sonum er flestum kunnugur en þessa dagana er undirbúa upptökur á sóló verkefninu sínu sem að hann segir væntanlegt í haust. Makamál heyrðu í Hreimi og fengu að heyra hvað syngur í honum þessa dagana.

Einhleypan: Dóra Júlía leitar að því ósýnilega
Einhleypa Makamála þessa vikuna en engin önnur en ofurskutlan Dóra Júlía eða DJ J'adora eins og hún kallar sig. Dóra vinnur fulla vinnu sem plötusnúður hér á landi og ferðast einnig mikið erlendis til að spila og leita upp ný ævintýr.

Rúmfræði: Fjórar íslenskar konur segja frá fyrsta skiptinu
Að sofa hjá í fyrsta skipti getur verið allt í senn vandræðalegt, stressandi og í sumum tilvikum ævintýralega klúðurslegt. Flestir eiga sterka minningu um fyrsta skiptið og eru upplifanirnar eins misjafnar og þær eru margar.

Sönn íslensk makamál: Þegar ég fór með sjálfa mig út í ruslið
Hvenær veit maður hvort að hinn aðilinn sé að leita eftir einhverju alvarlegu eða bara leika sér? Þegar ég fór inn á stefnumótamarkaðinn, algjörlega blaut á bak við eyrun eftir að hafa eytt öllum fullorðinsárum mínum í sambandi, þá komst ég að því að þetta var aðeins flóknari leikur en ég hafði gert mér grein fyrir.

Viltu gifast Ragnar Hansson?
Ragnar Hansson leikstjóri er þessa dagana í sumarfríi á Íslandi þar sem hann segist eyða tímanum sínum í að njóta Reykjavík, eða "liffa og haffa kaman“ eins og hann orðar það. Makamál tóku létt spjall við Ragga Hans, eins og hann er oftast kallaður, og spurðu hann um lífið, tilveruna og hvort að hann væri rómantískur. Raggi fékk einungis að svara spurningum í formi gifa. (hreyfimynda)

Grunnótti fólks að makinn yfirgefi sig
Því fyrr sem pör leita sér hjálpar og fara í sambandsráðgjöf því meiri líkur eru á því að hægt sé að bjarga sambandinu. Þetta segja sálfræðingarnir Hrefna Hrund Pétursdóttir og Ólöf Edda Guðjónsdóttir sem reka sálfræðiþjónustuna paramedferd.is

Bone-orðin 10: Þórdís er veik fyrir hávöxnum húmoristum
Þórdís Björg er 26 ára Reykjavíkurmær sem nýverið flutti til Barcelona til að læra hönnun í Global Design. Nú nýtur þess að vera komin í sumarfrí og vera "single as fuck“ eins og hún orðar það sjálf.

Áherslan ekki á skyndikynni í íslenska appinu The One
The One er nýtt íslenskt stefnumóta app þar sem konur ráða því hvaða karlmenn fá aðgang. Makamál hitti stofnendur The One og fengu að heyra meira um appið.

23% kvenna segjast hafa fengið senda óumbeðna mynd af kynfærum
Makamál fjallaði um niðurstöður spurningu síðustu viku í Brennslunni á FM957 í morgun. Spurt var hvort fólk hafi fengið senda óumbeðna mynd af kynfærum eða brjóstum.

Spurning vikunnar: Hefur þú verið í opnu sambandi?
Spurning vikunnar að þessu sinni varðar opin sambönd. Færst hefur í aukana að fólk opni samböndin sín og eru sambandsform nútímans orðin töluvert fjölbreyttari en áður tíðkaðist.

Rúmfræði: Heimagerð kynlífsleikföng
Hver segir að þú þurfir að eyða formúgu í kynlífsleikföng ef þig langar að krydda aðeins upp á kynlífið? Það er ýmislegt sem leynist á heimilinu sem hægt er að nota sem kynlífsleikföng sem fæst okkar höfum hugmyndaflugið í.

Emojional: Sverrir Bergmann
Sverrir Bergmann er einn af okkar ástsælustu söngvurum og er nóg að gera hjá honum þessa dagana að syngja í viðburðum út um land allt. Von er á nýjum sumarsmelli á næstunni svo að aðdáendur Sverris geta byrjað að hlakka til.

Einhleypan: Arnar Eyfells er rómantískur og vinnusamur húmoristi
Einhleypa Makamála að þessu sinni er Arnar Eyfells einn tveggja eigenda auglýsingastofunnar og framleiðslufyrirtækisins Ketchup Creative.

Sönn íslensk makamál: Nýskilin, torskilin og misskilin
Ég skildi þegar ég var 36 ára ára. Tvö börn og rúmlega 13 ára samband að baki. Í mínu tilviki var mikill vinskapur þegar ákvörðunin var tekin svo að það auðveldaði þetta flókna ferli sem skilnaður er til muna. Þessi pistill er samt ekki um skilnað heldur hvernig upplifun það var að stíga aftur inn á markaðinn.

Hrefna Dan og Palli trúlofuðust á aðfangadag, degi eftir fæðingu dóttur þeirra
Hrefnu Dan þekkja eflaust margir af samskiptamiðlinum Instagram en þar er Hrefna þekkt sem mikill fagurkeri bæði hvað varðar fatnað og innanhúshönnun.

Tæplega helmingur fólks hefur stolist í síma eða inn á samfélagsmiðla hjá makanum
Niðurstöður úr spurningu síðustu viku sýna að tæplega helmingur fólks segist hafa stolist í síma eða inn á samfélagsmiðla hjá makanum sínum. Um 800 manns tóku þátt í könnuninni og voru niðurstöðurnar ræddar í Brennslunni á FM957 í morgun.

Spurning vikunnar: Hefur þú fengið senda óumbeðna mynd af kynfærum eða brjóstum?
Færst hefur í aukana að fólk sé að senda óumbeðnar og óviðeigandi myndir af kynfærum í gegnum samfélagsmiðla. Mikil umræða hefur skapast um þetta atferli sem virðist tengjast einhvers konar strípi og sýniþörf en oftar en ekki upplifir viðtakandinn þessar myndir sem áreiti eða jafnvel ofbeldi.

Emojional: Svala Björgvins
Svölu Björgvins þarf vart að kynna fyrir landsmönnum en hún hefur verið í sviðsljósinu síðan hún var lítli stelpa þegar hún heillaði alla með kröftugri rödd sinni og sjarmerandi framkomu. Makamál tóku spjall við Svölu á Facebook og svaraði hún spurningum um ástina og lífið með emojis. Sjáum hversu emojional Svala er.

Viltu gifast Birnir?
Birnir Sigurðarson er einn af okkar þekktustu röppurum en hann kemur úr Kópavogi eins og svo margir úr rappsenunni. Makamál fengu Birni í létt spjall á Facebook þar sem hann svaraði spurningum m.a um rómantík og daður í formi gifa.

Manstu þegar þú elskaðir mig?
Dóra Dúna, nemi við Ljósmyndaskólann í Reykjavík, auglýsir eftir fólki í verkefnið sitt "Rembember when you loved me“ eða Manstu þegar þú elskaðir mig. Verkefnið gengur út á það að mynda fyrrverandi pör og er tilgangurinn að heiðra ástina sem eitt sinn var.

Einhleypan: Sveinn Rúnar vill húmor og ævintýri
Einhleypa vikunnar að þessu sinn er ævintýramaðurinn Sveinn Rúnar Einarsson eða Svenni eins og hann er alltaf kallaður.

Ástin á götunni: Trúir þú á ást við fyrstu sýn?
Makamál kíktu á Austurvöll eitt sólríkt júníhádegi og spurðu fólk um ástina og lífið. Trúir fólk á ást við fyrstu sýn? Og hver er lykillinn að góðu sambandi?

Hvað syngur Bryndís Alexandersdóttir?
Bryndís Alexandersdóttir er fjögurra barna móðir og vinnur sem deildarstjóri hjá Valitor. Bryndís er mikill lífskúnstner og veit fátt skemmtilegra en að ferðast um heiminn, lifa og njóta.

Tæplega 80% segja það í lagi að sofa hjá á fyrsta stefnumóti
Makamál spurði í síðustu viku hvort að það væri í lagi að sofa hjá á fyrsta stefnumóti ef að þú vilt stefnumót númer tvö. Yfir 3000 manns tóku þátt í könnuninni og voru niðurstöðurnar ræddar í Brennslunni á FM957 í morgun.

Spurning vikunnar: Hefur þú stolist í símann eða inn á samfélagsmiðla hjá makanum þínum?
Stór hluti samskipta okkar fer nú fram í gegnum síma eða samfélagsmiðla en þar er oftar en ekki að finna mjög persónuleg samtöl við vini, fjölskyldu eða maka.

Viltu gifast Berglind Festival?
Berglind Festival er ein okkar allra ástsælasta sjónvarpskona og hefur hún slegið í gegn með innslög sín í Vikunni hjá Gísla Marteini í vetur. Hún vakti fyrst athygli fyrir bloggsíðu sína Berglind Festival þar sem hún fór á kostum með skemmtilegum orðaleikjum og gifum.