Menning

Snigill og flygill
Tíu glæný lög eftir Michael Jón Clark við skopleg og myndræn ljóð Þórarins Eldjárns verða frumflutt í Hömrum, Menningarhúsinu Hofi á Akureyri í hádeginu á föstudag.

Smásögur og örsögur um allt
Lestrarhátíð í Bókmenntaborg verður sett í þriðja sinn í dag. Smásögur og örsögur eru í fyrirrúmi og boðið upp á upplestra, ritsmiðjur, sýningar, sköpunarsmiðjur og málþing. Síðasta vikan verður síðan pólsk vika.

Gamall bókaormur með lestrarátak
Ævar Þór Benediktsson, sem krakkar þekkja sem Ævar vísindamann, hrindir í dag af stað lestrarátaki í öllum grunnskólum landsins. Auk þess sendir hann á næstu dögum frá sér bók þar sem lesandinn ræður söguþræðinum sjálfur.

Helgi skoðar heiminn einnig gefin út á þýsku
Helgi skoðar heiminn, hin ástsæla barnabók frá 1976 eftir myndlistarmanninn Halldór Pétursson og Njörð P. Njarðvík rithöfund, hefur verið endurútgefin á íslensku, ensku og dönsku og kemur einnig út í fyrsta sinn á þýsku.

Þetta er einyrkjastarf
Þýðingar og þjóðin er yfirskrift málþings í Iðnó í dag, sem haldið er í tilefni dags þýðenda. Þangað eru allir velkomnir endurgjaldslaust. Meðal frummælenda er Paul Richardson.

Myndar áhugaverða staði í Breiðholtinu
"Ég er alinn upp í Hólahverfi og á unglingsárunum var Breiðholtið kallað Killah Hill í félagahópnum.“

"Mér þykir mjög gaman að taka þátt í þessu. Maður er svo einangraður á Íslandi“
Listakonunni Aðalbjörgu Þórðardóttur var boðið að taka þátt í American Art Awards málverkasamkeppninni í Bandaríkjunum og lenti í öðru sæti í sínum flokki.

Vitlaus vísindi
Illugi Jökulsson hélt að hann fengi ekki að upplifa margt nýtt í sögulegum rannsóknum á sinni ævi. Þeim mun kátari varð hann þegar splunkunýjar rannsóknir skila óvæntum niðurstöðum.

Sýnir bæði eigin verk og verk Kjarvals
Sýningar á verkum Andreas Eriksson og Jóhannesar S. Kjarvals opnaðar á Kjarvalsstöðum í dag.

Lífið er dálítið yfirþyrmandi gjöf
Soffía Bjarnadóttir sendir nú frá sér sína fyrstu skáldsögu, Segulskekkju. Sagan fjallar að stórum hluta um samband mæðgna og er í og með óður til móðurhlutverksins, þótt á ýmsu gangi í samskiptum sögupersónanna tveggja.

Ljóskur sem draga úr heilastarfsemi karla
Birgir Snæbjörn Birgisson setti saman bók þar sem hann tekst á við hugmyndir mannanna um ljóshærðar konur og hvaða áhrif ljóskur geta haft á karlmenn.

Afskaplega íslensk kelling
Einhver umdeildasta bók síðustu ára, Konan við 1000°, er orðin að leiksýningu. Aðalhlutverkið er í höndum Guðrúnar S. Gísladóttur, sem segist ekki láta álit annarra á persónunni hafa nokkur áhrif á sig og byggja túlkun sína á henni meðal annars á ömmu sinni og ömmusystur.

Nýt þess í botn að vera Afinn
Stórleikarinn Sigurður Sigurjónsson hefur ekki tölu á þeim hlutverkum sem hann hefur túlkað. Afinn er eitt af hans uppáhaldshlutverkum á sviði og nú birtist hann á hvíta tjaldinu í dag. En hver er maðurinn bak við persónurnar, já og skeggið?

Árstíð dropans fer í hönd
Fimm listamenn opna sýningu í verksmiðjunni á Hjalteyri á laugardag. Hún heitir Villtar svefnfarir fyrir iðnaðarvistfræðinga og er innsetning og gjörningur. Gestir við opnun eru hvattir til að taka með sér kvöldskatt, dansskó og sundföt.

Skáldverk kvenna í þremur efstu sætum
Náðarstund, Afdalabarn og Lífið að leysa raða sér í efstu sæti metsölulista Eymundsson þessa viku.

Hafa áhyggjur af samdrætti í tungumálakennslu menntaskóla
Evrópski tungumáladagurinn er á morgun og Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum gengst af því tilefni fyrir málþingi í Háskóla Íslands.

Kenneth Máni öðlast framhaldslíf á sviði
Einn vinsælasti karakterinn úr sjónvarpsþáttunum Fangavaktinni hefur nú lagt undir sig Litla svið Borgarleikhússins. Einleikurinn Kenneth Máni verður frumsýndur í kvöld og það er auðvitað Björn Thors sem leikur kappann.

Mótettukórinn býður til veislu í tilefni gullverðlauna
"Að lokinni verðlaunaafhendingu brutust út mikil fagnaðarlæti meðal viðstaddra.“

Raddir innflytjenda í bókmenntum
Fjallað um bækur eftir Doris Lessing og Samson Kambalu á bókakaffi í Gerðubergi í kvöld.

Sigríður á opnunartónleikum Múlans
Jazzklúbburinn Múlinn hefur haustdagskrána á Björtuloftum í Hörpu klukkan 21 í kvöld.

Nýr forstjóri Norræna hússins
Mikkel Harder Munck-Hansen hefur verið ráðinn forstjóri Norræna hússins.

Ógeðsverk á eyðieyju
Flækjusaga Illuga Jökulssonar.

Mótettukórinn sópaði að sér verðlaunum á Spáni
Mótettukór Hallgrímskirkju, kom, sá og sigraði á alþjóðlegu kóramóti sem fram fór í Barselóna á dögunum.

Minningarrit Villa á Brekku
Hundrað ár eru í dag frá fæðingu Vilhjálms Hjálmarssonar á Brekku í Mjóafirði, ráðherra. Í tilefni þess kemur út bók eftir hann, Örnefni Mjóafjarðar.

Elmar í Hannesarholti
Ný tónleikaröð hefst í Hannesarholti á morgun.

Bókamessan í Gautaborg að hefjast
Fimm íslenskir rithöfundar taka þátt í messunni sem hefst í næstu viku.

Fertugur með kúl ungu strákunum
Veggmynd eftir Ragnar Kjartansson vígð í Breiðholti. Vann verkið með Skiltamálun Reykjavíkur. Ragnar lýsir verkinu sem ljóðrænum myndasögum.

Fantasía um eigin kynslóð
Kvíðasnillingarnir eftir Sverri Norland segir sögu þriggja vina frá æsku til fullorðinsára. Sverrir er þó alls ekki á því að flokka beri bókina sem strákabók eða líta á hana sem lýsingu á lífi ungra karlmanna í dag, það sé allt of mikil einföldun.

Kossinn langþráði á baðstofuloftinu
Fjallað er um nándina á baðstofuloftinu, fæðingar við frumstæðar aðstæður og fleira tengt fortíðinni á listsýningu í Nesstofu sem opin er um helgar.

Myrkt ástarljóð til Íslands
Náðarstund eftir Hönnuh Kent fjallar um síðustu mánuðina í lífi Agnesar Magnúsdóttur, síðustu manneskju sem tekin var af lífi opinberlega á Íslandi. Hannah heyrði þá sögu fyrst norður í Skagafirði fyrir tólf árum og gat ekki gleymt henni.