Menning

Ást á ljóðum uppspretta tónsmíðanna

Tríóið Aftanblik heldur tónleika í dag í Listasafni Íslands. Yfirskrift þeirra er Ég elska þig vor, þig hið fagra og frjálsa/sjálflærðu tónskáldin. Gerður Bolladóttir sópransöngkona syngur þar, meðal annars eigin lög.

Menning

Barnabækur hljóta að skipta miklu máli

Margrét Tryggvadóttir, bókmenntafræðingur og rithöfundur, er meðal þeirra 29 sem hlutu styrk til ritstarfa frá Hagþenki, nú í vikunni. Hún ætlar að skrifa myndskreytta barnabók um Kjarval.

Menning

Ný ritröð frá höfuðstað Norðurlands

Pastel nefnist ný ritröð gefin út og prentuð á Akureyri af Flóru, menningarstað sem sér um ýmsa menningarviðburði og útgáfu á norðurlandi. Ritin í þessu fyrsta holli eru hönnuð eftir gömlum fundargerðum frá sýslunefnd Suður-Þingeyri.

Menning

Nýir höfundar stíga fram

Þau Fríða Ísberg og Pedro Gunnlaugur Garcia hlutu nýræktarstyrki Miðstöðvar íslenskra bókmennta 2017 til útgáfu á ritverkum, Fríða ljóðabók og Pedro Gunnlaugur skáldsögu.

Menning

Elly með flestar tilnefningar til Grímuverðlaunanna

Katrín Halldóra Sigurðardóttir, sem fengið hefur lof fyrir túlkun sína á Elly, er bæði tilnefnd sem leikkona ársins í aðalhlutverki og söngvari ársins. Þá er sýningin einnig tilnefnd fyrir leikkonu í aukahlutverki, leikara í aukahlutverki, leikmynd, búninga og hljóðmynd. Tilefningar voru tilkynntar í Þjóðleikhúskjallaranum í dag en Sviðslistasamband Íslands stendur þeim að baki.

Menning

Nú ræður fjölbreytnin ríkjum

Einsöngvarar úr Kammerkór Seltjarnarneskirkju ætla að flytja dagskrá úr ýmsum áttum í kirkjunni í kvöld, þriðjudag, og bjóða öllum á að hlýða án endurgjalds. Tónleikarnir nefnast Úti um mela og móa.

Menning

Kannski svar bókmenntanna við samtímanum

Aðþjóðlega ráðstefnan NonfictioNow fer fram í Reykjavík í næstu viku og þar er fjallað um öran uppgang sannsögulegra bókmennta í heiminum. Rúnar Helgi Vignisson er einn aðstandenda ráðstefnunnar og honum tókst með íslensku leiðinni og landsliðinu að fá hingað norsku stjörnuna Karl Ove Knausgaard.

Menning

Ætlum að vera í sveiflu sumarsins

Hamrahlíðarkórarnir ætla að gleðja fólk með söng, dansi og sumarmarkaði í hátíðarsal skólans á morgun. Ókeypis er inn en kaffiveitingar eru til sölu. Tónleikagestir fá að taka undir í nokkrum lögum.

Menning

Nýjar og gamlar framtíðarhugmyndir

Sýningin Borgarveran verður opnuð í Norræna húsinu á morgun. Þar birtast hugmyndir um borgina í módelum og teikningum sem eru sett í samhengi við valin verk samtímahönnuða og myndlistarmanna.

Menning

Ungt fólk vill bara hamar og meitil

Þau Ólöf Kristín Sigurðardóttir, safn- og sýningarstjóri, og Finnur Arnar Arnarsson, hönnuður yfirlitssýningarinnar List fyrir fólkið, segja verk Ásmundar Sveinssonar ótvírætt eiga erindi við list dagsins í dag.

Menning

Það var aldrei talað um list eða isma

Nýverið var opnuð sýning í New York á verkum feðganna Dieters og Björns Roth í virtu alþjóðlegu galleríi. Björn setti upp sýninguna ásamt sonum sínum, þriðju kynslóð dótagerðarmanna Dieter-ættarinnar.

Menning

Torvelt tímabil í sviðslistum

Sigríður Jónsdóttir, leiklistargagnrýnandi Fréttablaðsins, fjallar um leikárið sem er að ljúka en það hefur óneitanlega verið nokkuð rysjótt á köflum. Hún gleðst yfir því sem vel var gert og bendir á sitthvað sem betur mætti fara.

Menning

Rödd ljóðsins er rödd mennskunnar

Maístjarnan, ný ljóðabókaverðlaun á vegum Rithöfundasambands Íslands og Landsbókasafn Íslands, voru afhent í gær á degi ljóðsins. Verðlaunahafinn, Sigurður Pálsson, flutti ávarp af því tilefni sem birtist hér í heild með leyfi skáldsins.

Menning