
Menning

Ég fann lausnina með því að gerast stjórnandi
Hljómsveitarstjórinn Keri-Lynn Wilson er fædd og uppalin í Kanada, af íslenskum og úkraínskum ættum. Í kvöld sameinar hún þá arfleifð þegar hún stjórnar Sinfóníuhljómsveit Íslands á Menningarnótt.

Útilokar ekki pólitíkina
Hanna Styrmisdóttir var vakin og sofin yfir Listahátíð í fjögur ár en ákvað að sækjast ekki áfram eftir starfinu. Hún hefur þó mjög sterkar skoðanir á málefnum lista og menningar og ætlar áfram að starfa á þeim vettvangi.

Hvetur fólk til þess að skoða sína eigin skynjun
Myndlistarmaðurinn Dodda Maggý opnar einkasýningu í Berg Contemporary í dag sem kallast Variations. Dodda Maggý segir listina lífsnauðsynlega svo við séum ekki bara í soðinni ýsu og kartöflum alla daga.

Fjölbreytt og spennandi einleikjahátíð í firðinum
Sigríður Jónsdóttir, leiklistargagnrýnandi Fréttablaðsins, skellti sér vestur til Suðureyrar við Súgandafjörð þar sem einleikjahátíðin Act Alone á heima. Sigríður segir frá því sem fyrir augu og eyru bar.

Dodda Maggý opnar Variations í BERG
BERG Contemporary stendur fyrri opnun á sýningunni Variations í galleríinu BERG Contemporary á föstudaginn.

Ég þurfti stundum að fara djúpt inn í sálina
Beint heim, er fyrsta hljómplata djassparsins Marínu og Mikaels sem kynntust við tónlistarnám í Hollandi og hafa mikið verið að djassa saman síðan þá.


Ekkert með nein harðari efni á þessum tónleikum
Lokatónleikar Jazzhátíðar Reykjavíkur fara fram á sunnudag. Hjörtur Ingvi Jóhannsson segir efni tónleikanna sótt í smiðju hinsegin höfunda djassins og að stemningin verði á léttari og melódískari nótunum.

Ung og lítil hátíð en við borgum listamönnum
Plan-B Festival er myndlistarhátíð sem hefst í Borgarnesi í dag en Sigríður Þóra Óðinsdóttir, ein af skipuleggjendum hátíðarinnar, segir myndlistina á leiðinni úr miðborg Reykjavíkur en að aðrir staðir taki við.

Að hverfa í fjöldann og skapa sér líf utan hjónabands
Svo veistu að þú varst ekki hér. Hinsegin sagnfræði og hinsegin saga á Íslandi, er einkar forvitnilegt greinasafn sem kemur út í vikunni. Ásta Kristín Benediktsdóttir er ein ritstjóra og hún segir að ýmislegt í sögu hinsegin fólks á Íslandi og sé enn órannsakað.

Lagrænn, lýrískur og með sterka frásagnareiginleika
Jazzhátíð Reykjavíkur hefst á miðvikudaginn og Sunna Gunnlaugsdóttir, annar skipuleggjenda hátíðarinnar, segir að þar verði mikið um skemmtilegheit allt frá upphafsgöngunni til lokatónleikanna.


Opnaði Fjallkonuna kasólétt og ógift 1905
Einleikjahátíðin Act alone verður haldin í 14. sinn dagana 10. til 12. ágúst á Suðureyri og dagskráin er venju fremur vegleg, 18 viðburðir og frítt á alla. Hera Fjord fer fyrst á svið með eigið verk, Fjallkonuna.

Auðvitað verða bækur alltaf stór hluti af lífi okkar
Í gær var tilkynnt um að Snæbjörn Arngrímsson og Susanne Torpe útgefendur væru búin að selja öll þrjú forlögin sín. Snæbjörn segir að þeim hafi fundist kominn tími til að horfa á heiminn frá öðru sjónarhorni.

Segir sögur á sviðinu
Bjartmar Guðlaugsson ætlar að rokka alla leið um helgina. Hann kemur fram á Útlaganum á Flúðum og á Þjóðhátíð í Eyjum og brátt er von á nýrri plötu frá honum.

Jafnvægi og fegurð er rauði þráðurinn
Á sýningunni A17 í Listasafni Reykjanesbæjar gefur að líta verk ungra og spennandi listamanna sem takast að einhverju leyti á við abstraktlistina en lítið hefur farið fyrir henni í íslenskri list síðustu ár.

Ég kann mjög vel við þetta knappa form
Nýverið kom út fjórtánda ljóðabók Þórs Stefánssonar, útgefandi er franska forlagið L'Harmattan og ljóðin í bókinni eru bæði á íslensku og frönsku, en mikið umstang verður í kringum útgáfuna í París í október.

Miklar hugsjónir bak við þessa sýningu
Fjórtán vel þekktir listamenn eru í óðaönn að undirbúa sýninguna Hverfing í Verksmiðjunni á Hjalteyri sem opnuð verður 3. ágúst. Að sögn Rúríar, sem þar er meðal þátttakenda, verður sýningin stór í sniðum.

Verkið Vopnafjörður verður frumflutt með vídeói og ljóði
Eva Mjöll Ingólfsdóttir fiðluleikari spilar í Iðnó í kvöld á tónleikum Arctic Concerts. Efnisskrá kvöldsins er þjóðleg.

Undirstaða hvers harmleiks er húmor
Á morgun fer verkið Ég og minn bipolar bróðir í sýningu í Félagsheimili Seltjarnarness. Verkið verður sýnt þrisvar sinnum og markmið þeirra sem standa að verkinu er að láta gott af sér leiða að sögn leikstjórans.

Alltaf þúsund árum á eftir hinum
Á Gíslastöðum í Dýrafirði sjá Elfar Logi Hannesson og Marsibil Kristjánsdóttir um fornsagnatengda viðburði. Í kvöld fjallar Guðni Ágústsson um Hallgerði langbrók.

Miðaldamaturinn í Skálholti á ekkert skylt við þorramat
Næstkomandi fimmtudagskvöld, þann 27. júlí, verður sannkölluð höfðingjaveisla í Skálholtsskóla þegar boðið verður þar til miðaldakvöldverðar að hætti heilags Þorláks.

Kominn tími til að stilla saman strengi
Tvíburasysturnar Gyða og Kristín Anna Valtýsdætur sem skutust upp á stjörnuhimininn um síðustu aldamót með Múm munu koma í fyrsta skipti fram tvær saman á stofutónleikum á Gljúfrasteini á morgun.

Beint frá Feneyjum í fjárhúsin
Á laugardaginn verður opnuð sýning í fjárhúsunum að Kleifum á Blönduósi þar sem stór nöfn í myndlist sýna vídeóverk. Finnur Arnar er á meðal þeirra sem standa að sýningunni.

Alltaf leitað í minningar
Listamaðurinn Sigurþór Jakobsson hefur sett upp málverkasýningu að Vesturgötu 7 í Reykjavík í tilefni 75 ára afmælis. Sýningin teygir sig frá anddyri upp á efstu hæð.

Skólavörðuholt var Skipton Hill
Pimple Hill og Handle Ridge eru meðal fjölmargra örnefna á höfuðborgarsvæðinu sem hernámsliðin bjuggu til og merktu inn á kort. Guðlaugur R. Guðmundsson sagnfræðingur veit allt um þau.

Stytta af Jane Austen afhjúpuð við hátíðlega athöfn
Styttan verður höfð í hjarta bæjarins Basingstoke. Bærinn er nálægur fæðingarþorpi höfundarins, Steventon á Suður Englandi.

Stíllinn, hugmyndirnar og íslenska ullin
Sigrún Lára Shanko hlaut verðlaun alþjóðasamtaka uppfinninga- og frumkvöðlakvenna fyrir listaverk úr ull sem hún vinnur með flosnál að vopni. Innblástur fær hún úr íslensku landslagi og menningararfi.

Reykjavíkurdætur og Emmsjé Gauti koma fram á La Mercé
Rappsveitin Reykjavíkurdætur og rapparinn Emmsjé Gauti eru á meðal þeirra íslensku listamanna sem koma munu fram á borgarhátíðinni La Mercé sem fer fram í Barcelona.

Leika á hljóðfæri sem sjaldan sjást hér á landi
Sólveig Thoroddsen hörpuleikari og Sergio Coto Blanco lútuleikari spila saman í Sigurjónssafni annað kvöld, þriðjudag.