Menning

Byggt á skammtafræði og afstæðiskenningu

Í samhengi við stjörnurnar eftir Nick Payne hefur farið sigurför um heiminn og ratar nú á fjalir Tjarnarbíós á vegum nýs leikhóps. Leikstjórinn Árni Kristjánsson segir verkið ófyrirsjáanlegt og heillandi.

Menning

Það er bara skemmtilegra á Íslandi en úti

Umbúðir, notuð föt og fleira sem fallið hefur til í daglegu lífi listamannsins Aðalsteins Þórssonar um árin verður honum að yrkisefni eins og sýningin Einkasafnið í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi, vitnar um.

Menning

Dásamlegt að geta bara búið til bíó

Kvikmyndastjarnan Mads Mikkelsen lauk nýverið við tökur á Íslandi á kvikmyndinni Arctic. Hann elskar hvernig Íslendingar vinna og þrátt fyrir velgengnina í Hollywood segir hann að það séu rokk og ról verkefni á borð við Arctic sem uppfylli drauma leikarans.

Menning

Þetta er lífsspursmál komandi kynslóða

Unnur Jökulsdóttir rithöfundur hefur skoðað heiminn betur en flestir og lifað forvitnilegu lífi. Nýverið sendi Unnur frá sér bókina Undur Mývatns sem hún segir sitt framlag til þess opna augu fólks fyrir lífríkinu og undraveröld náttúrunnar.

Menning

Flokkar verkin eftir merkingu og efniviði

Hildigunnur Birgisdóttir myndlistarmaður hefur bæst í hóp listamanna i8 Gallerís á Tryggvagötu 16. Fyrsta einkasýning hennar þar verður opnuð síðdegis í dag og nefnist hún a) b) c) d) e) & f).

Menning

Frá risaturnum til torfbæja

Farþegarnir setjast um borð í lestarvagninn sem rennur rólega af stað. Leiðin liggur upp í mót með skrúfgangi upp í 200 metra hæð. Ferðalagið tekur tuttugu mínútur, en allir kæra sig kollótta um það enda útsýnið stórkostlegt úr stálgrindarturninum.

Menning

Barnamenningarhátíð Reykjavíkur hafin

Barnamenningarhátíð Reykjavíkur var sett í gær fyrir fullum Eldborgarsal í Hörpu. Hátíðin stendur til sunnudagsins 30. apríl og verður fjölbreytt dagskrá alla dagana um borgina.

Menning