Viðskipti erlent Færeyingar fagna fiskflutningaþotu Boeing 757-fraktflutningaþota færeyska flugfélagsins FarCargo fékk hátíðlegar móttökur á Voga-flugvelli þegar hún lenti í fyrsta sinn í Færeyjum síðdegis í gær. Helstu ráðamenn eyjanna voru meðal gesta í móttökuathöfn, þeirra á meðal Aksel V. Johannessen, lögmaður Færeyja, og Høgni Hoydal utanríkis- og atvinnumálaráðherra, og fékk þotan heiðursbunu frá flugvallarslökkviliðinu þegar hún ók í hlað. Viðskipti erlent 6.3.2024 12:42 Facebook virkar á ný Facebook, Instagram, Workplace, Threads og aðrir miðlar samfélagsmiðlafyrirtækisins Meta liggja niðri. Ástæðan liggur ekki fyrir en svo virðist sem vandamálið sé á heimsvísu. Viðskipti erlent 5.3.2024 15:30 Bezos tekur aftur fram úr Musk Jeff Bezos er aftur orðinn auðugasti maður heimsins. Hann hefur tekið aftur fram úr auðjöfrinum Elon Musk, sem náði efsta sæti á lista Bloomberg af Bezos haustið 2021. Virði Musks hefur dregist töluvert saman á undanförnum mánuðum. Viðskipti erlent 5.3.2024 11:53 Apple sektað um 270 milljarða af ESB Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur sektað Apple um tvo milljarða dala vegna einokunar. Forsvarsmenn fyrirtækisins eru sagðir hafa beitt mætti þess til að kæfa samkeppni á sviði tónlistarstreymis. Viðskipti erlent 4.3.2024 17:01 Elsta vörumerki Bretlands fær nýtt útlit Lyle's Golden Syrup hefur tekið til notkunar nýjar umbúðir á vörum sínum. Í stað rotnandi ljónshræs kemur teiknuð mynd af ljóni. Breytingin á þó einungis við sírópið sem fæst í flöskum en sírópsdósirnar vinsælu verða enn með sama útlit. Viðskipti erlent 28.2.2024 10:23 Umfangsmiklar uppsagnir hjá PlayStation Jim Ryan, fráfarandi yfirmaður Sony Interactive Entertainment, sem er í raun PlayStation, tilkynnti í dag að stórum hluta starfsmanna félagsins yrði sagt upp. Um er að ræða um níu hundruð manns, sem samsvarar um átta prósentum af öllum starfsmönnum SIE. Viðskipti erlent 27.2.2024 21:21 Léku bakarí grátt og Musk lofar bót og betrun Auðjöfurinn Elon Musk hefur lofað að ná sáttum við bakarí í Kaliforníuríki Bandaríkjanna, eftir að fyrirtæki hans hætti við umfangsmikla pöntun á síðustu stundu. Viðskipti erlent 25.2.2024 08:49 Bjóða níræðum ókeypis flug Í ár eru 90 ár frá stofnun norska flugfélagsins Widerøe. Af því tilefni hafa forsvarsmenn félagsins ákveðið að bjóða fólki fæddu 1934 frítt flug. Viðskipti erlent 21.2.2024 18:07 Gekk erfiðlega að svara fyrir meint okur og sagði upp störfum Yfirmaður verslunarkeðjunnar Woolworths í Ástralíu hefur sagt af sér eftir erfitt viðtal þar sem hann var yfirheyrður um verðlagningu og meint okur. Gekk hann út, augljóslega ósáttur við spurningar blaðamanns, en samþykkti svo að klára viðtalið. Viðskipti erlent 21.2.2024 12:35 Ofsagróði hjá olíurisunum eftir innrás Rússa í Úkraínu Fimm stærstu skráðu olíufélög heims hafa hagnast um 280 milljarða Bandaríkjadala frá því Pútín Rússlandsforseti fyrirskipaði innrásina í Úkraínu. Viðskipti erlent 19.2.2024 07:45 Klósettleysi yfir Íslandi setti ferðaplönin úr skorðum Snúa þurfti við flugvél KLM-flugfélagsins á leið sinni frá Amsterdam til Los Angeles sökum klósettleysis. Flugvélin var í lofthelgi Íslands þegar ákvörðunin var tekin. Viðskipti erlent 15.2.2024 14:55 Óvænt kreppa í Japan og Þýskaland tekur þriðja sætið Óvæntur samdráttur mældist á japanska hagkerfinu en verg landsframleiðsla dróst þar saman um 0,4 prósent á síðasta fjórðungi síðasta árs. Þar áður var 3,3 prósenta samdráttur og er nú tæknilega séð kreppa í Japan. Viðskipti erlent 15.2.2024 11:54 Grænlendingar hefja beint flug til Kanada Air Greenland, þjóðarflugfélag Grænlendinga, hyggst hefja áætlunarflug milli Grænlands og Norður-Kanada í sumar. Flogið verður milli höfuðstaðarins Nuuk og bæjarins Iqaluit, höfuðstaðar Nunavut, sjálfsstjórnarsvæðis Inúíta í Kanada. Viðskipti erlent 11.2.2024 12:12 Engir rauðir límmiðar lengur á Iittala Nýr listrænn stjórnandi Iittala hefur nú svipt hulunni af nýjum lit og merkingum fyrir merkið. Í stað rauða litarins sem hefur einkennt merkið í áratugi, og auðvitað rauðu límmiðana, er nú tekinn við gulur ferskari litur. Viðskipti erlent 7.2.2024 08:56 Vill færa skráningu Tesla til Texas Auðjöfurinn Elon Musk vill færa skráningu Tesla frá Delaware og til Texas. Það er eftir að dómari í Delaware komst að þeirri niðurstöðu að 55 milljarða dala kaupréttarsamningur sem gerður var við hann árið 2018 hefði verið ólöglegur. Viðskipti erlent 1.2.2024 18:16 Adidas ákveður að selja birgðir sínar af Yeezy Íþróttavöruframleiðandinn Adidas hefur ákveðið að selja birgðir sínar af Yeezy-strigaskóm, sem hafa setið á lager frá því að fyrirtækið sleit samstarfi sínu við tónlistar- og athafnamanninn Kanye West. Viðskipti erlent 1.2.2024 07:05 Musk sjö og hálfri billjón króna fátækari Auðjöfurinn Elon Musk mátti ekki fá 55 milljarða dala greiðslu frá fyrirtæki sínu Tesla, í formi kaupréttar árið 2018. Dómari í Delaware í Bandaríkjunum lýsti þessu yfir í kvöld, fimm árum eftir að hluthafar í fyrirtækinu höfðuðu mál vegna greiðslunnar, sem gerði Musk að einum ríkasta manni heims. Viðskipti erlent 30.1.2024 23:21 Amazon hættir við kaup á framleiðanda Roomba Amazon hefur hætt við kaup á snjallryksuguframleiðandanum iRobot. Ákvörðunin liggur fyrir örfáum dögum eftir að fréttir bárust af því að Evrópusambandið hygðist ekki veita fyrirtækinu leyfi fyrir kaupunum. Viðskipti erlent 29.1.2024 15:19 Ryanair til í að kaupa afpantaðar Boeing þotur Írska lággjaldaflugfélagið Ryanair segist vera reiðubúið til þess að kaupa Boeing farþegaþotur af gerðinni Max 10 sem afpantaðar hafa verið af bandarískum flugfélögum, á réttu verði. Viðskipti erlent 29.1.2024 11:15 Færeyingar vonast eftir hlutdeild í olíuvinnslu Færeyingar sjá tækifæri til að fá hlutdeild í gríðarmiklum umsvifum sem fylgja munu fyrirhugaðri olíu- og gasvinnslu á breska Rosebank-svæðinu. Svæðið er um 130 kílómetra norðvestur af Hjaltlandseyjum en aðeins fimmtán kílómetra austan við lögsögumörk Færeyja. Mun styttra er á svæðið frá Færeyjum heldur en frá Aberdeen, helstu olíuþjónustumiðstöð Bretlandseyja. Viðskipti erlent 28.1.2024 07:07 Segir tolla á kínverska rafmagnsbíla nauðsynlega Auðjöfurinn Elon Musk, sem meðal annars á rafmagnsbílaframleiðandann Tesla, samfélagsmiðilinn X (áður Twitter) og geimfyrirtækið SpaceX, segir nauðsynlegt að setja tolla á kínverska rafmagnsbíla. Annars muni kínverskir bílaframleiðendur valta yfir önnur fyrirtæki í heiminum sem framleiða rafmagnsbíla. Viðskipti erlent 25.1.2024 15:01 Norsk stjórnvöld veita 62 ný leyfi til olíuleitar Olíu- og orkumálaráðherra Noregs, Terje Aasland, hefur tilkynnt um útgáfu 62 nýrra sérleyfa til olíuleitar á norska landgrunninu. Þetta er mesti fjöldi leyfa í fjögur ár og sá fimmti mesti í olíusögu Norðmanna. Í fyrra var 47 leyfum úthlutað. Viðskipti erlent 23.1.2024 15:17 Samsung veðjar á gervigreind í nýjum Galaxy síma Suður-Kóreski tæknirisinn Samsung svipti í gær hulunni af nýjasta snjallsímanum sínum af gerðinni Galaxy S24. Fyrirtækið segir símann nýtast við byltingarkennda tækni sem muni breyta því hvernig fólk notar síma. Viðskipti erlent 18.1.2024 10:28 Apple veltir Samsung úr sessi Bandaríska fyrirtækið Apple velti á síðasta ári tæknirisanum Samsung, frá Suður-Kóreu, úr sessi á toppi snjallsímamarkaðs heimsins. Þar hafði Samsung setið í tólf ár sem fyrirtækið sem seldi flesta snjallsíma í heiminum. Viðskipti erlent 18.1.2024 10:24 Samþykktu endurskipulagningu Viaplay Hluthafar sænska streymisfyrirtækisins Viaplay Group hafa samþykkt endurskipulagningu á félaginu sem leiðir til þess að franski fjölmiðla- og fjarskiptarisinn Canal+ Group og tékkneska fjárfestingafélagið PPF hafa eignast hvor um sig 29,3 prósenta hlut í fyrirtækinu. Viðskipti erlent 12.1.2024 10:56 Binda enda á 27 ára samstarf sitt Bandaríski íþróttavörurisinn Nike og bandaríski kylfingurinn Tiger Woods hafa bundið enda á samstarf sitt sem staðið hefur síðastliðinn 27 ár. Viðskipti erlent 9.1.2024 07:45 Samstarfsfólk Musk sagt hafa áhyggjur af fíkniefnaneyslu hans Elon Musk, auðugasti maður heims, er sagður neyta fíkniefna á borð við LSD, kókaín og ofskynjunarsveppi. Þetta kemur fram í umfjöllun Wall Street Journal. Viðskipti erlent 8.1.2024 23:33 Hætta sölu á Pepsí vegna „óásættanlegra verðhækkana“ Franska matvöruverslanakeðjan Carrefour hefur tilkynnt að hún muni hætta að selja Pepsí og aðrar vörur úr smiðju PepsiCo. Ástæðan er sögð sú að vörurnar séu orðnar of dýrar eftir nýjustu verðhækkanirnar. Viðskipti erlent 4.1.2024 14:41 Fyrsta konan til að vera metin á 100 milljarða dala Françoise Bettencourt Meyers, erfingi L'Oréal veldisins, er fyrsta konan til að vera metin á yfir 100 milljarða Bandaríkjadala. Bettencourt Meyers, sem er 70 ára, er í 12. sæti á Bloomberg Billionaires Index. Viðskipti erlent 29.12.2023 07:38 Kanni möguleika á lausri skrúfu í 737 Max vélum Bandaríski flugvélaframleiðandinn Boeing hvetur flugfélög til þess að skoða nýrri 737 MAX farþegaþotur vegna möguleikans á því að þar sé lausa skrúfu að finna í hliðarstýri vélarinnar. Viðskipti erlent 28.12.2023 16:39 « ‹ 1 2 3 4 5 6 7 8 9 … 334 ›
Færeyingar fagna fiskflutningaþotu Boeing 757-fraktflutningaþota færeyska flugfélagsins FarCargo fékk hátíðlegar móttökur á Voga-flugvelli þegar hún lenti í fyrsta sinn í Færeyjum síðdegis í gær. Helstu ráðamenn eyjanna voru meðal gesta í móttökuathöfn, þeirra á meðal Aksel V. Johannessen, lögmaður Færeyja, og Høgni Hoydal utanríkis- og atvinnumálaráðherra, og fékk þotan heiðursbunu frá flugvallarslökkviliðinu þegar hún ók í hlað. Viðskipti erlent 6.3.2024 12:42
Facebook virkar á ný Facebook, Instagram, Workplace, Threads og aðrir miðlar samfélagsmiðlafyrirtækisins Meta liggja niðri. Ástæðan liggur ekki fyrir en svo virðist sem vandamálið sé á heimsvísu. Viðskipti erlent 5.3.2024 15:30
Bezos tekur aftur fram úr Musk Jeff Bezos er aftur orðinn auðugasti maður heimsins. Hann hefur tekið aftur fram úr auðjöfrinum Elon Musk, sem náði efsta sæti á lista Bloomberg af Bezos haustið 2021. Virði Musks hefur dregist töluvert saman á undanförnum mánuðum. Viðskipti erlent 5.3.2024 11:53
Apple sektað um 270 milljarða af ESB Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur sektað Apple um tvo milljarða dala vegna einokunar. Forsvarsmenn fyrirtækisins eru sagðir hafa beitt mætti þess til að kæfa samkeppni á sviði tónlistarstreymis. Viðskipti erlent 4.3.2024 17:01
Elsta vörumerki Bretlands fær nýtt útlit Lyle's Golden Syrup hefur tekið til notkunar nýjar umbúðir á vörum sínum. Í stað rotnandi ljónshræs kemur teiknuð mynd af ljóni. Breytingin á þó einungis við sírópið sem fæst í flöskum en sírópsdósirnar vinsælu verða enn með sama útlit. Viðskipti erlent 28.2.2024 10:23
Umfangsmiklar uppsagnir hjá PlayStation Jim Ryan, fráfarandi yfirmaður Sony Interactive Entertainment, sem er í raun PlayStation, tilkynnti í dag að stórum hluta starfsmanna félagsins yrði sagt upp. Um er að ræða um níu hundruð manns, sem samsvarar um átta prósentum af öllum starfsmönnum SIE. Viðskipti erlent 27.2.2024 21:21
Léku bakarí grátt og Musk lofar bót og betrun Auðjöfurinn Elon Musk hefur lofað að ná sáttum við bakarí í Kaliforníuríki Bandaríkjanna, eftir að fyrirtæki hans hætti við umfangsmikla pöntun á síðustu stundu. Viðskipti erlent 25.2.2024 08:49
Bjóða níræðum ókeypis flug Í ár eru 90 ár frá stofnun norska flugfélagsins Widerøe. Af því tilefni hafa forsvarsmenn félagsins ákveðið að bjóða fólki fæddu 1934 frítt flug. Viðskipti erlent 21.2.2024 18:07
Gekk erfiðlega að svara fyrir meint okur og sagði upp störfum Yfirmaður verslunarkeðjunnar Woolworths í Ástralíu hefur sagt af sér eftir erfitt viðtal þar sem hann var yfirheyrður um verðlagningu og meint okur. Gekk hann út, augljóslega ósáttur við spurningar blaðamanns, en samþykkti svo að klára viðtalið. Viðskipti erlent 21.2.2024 12:35
Ofsagróði hjá olíurisunum eftir innrás Rússa í Úkraínu Fimm stærstu skráðu olíufélög heims hafa hagnast um 280 milljarða Bandaríkjadala frá því Pútín Rússlandsforseti fyrirskipaði innrásina í Úkraínu. Viðskipti erlent 19.2.2024 07:45
Klósettleysi yfir Íslandi setti ferðaplönin úr skorðum Snúa þurfti við flugvél KLM-flugfélagsins á leið sinni frá Amsterdam til Los Angeles sökum klósettleysis. Flugvélin var í lofthelgi Íslands þegar ákvörðunin var tekin. Viðskipti erlent 15.2.2024 14:55
Óvænt kreppa í Japan og Þýskaland tekur þriðja sætið Óvæntur samdráttur mældist á japanska hagkerfinu en verg landsframleiðsla dróst þar saman um 0,4 prósent á síðasta fjórðungi síðasta árs. Þar áður var 3,3 prósenta samdráttur og er nú tæknilega séð kreppa í Japan. Viðskipti erlent 15.2.2024 11:54
Grænlendingar hefja beint flug til Kanada Air Greenland, þjóðarflugfélag Grænlendinga, hyggst hefja áætlunarflug milli Grænlands og Norður-Kanada í sumar. Flogið verður milli höfuðstaðarins Nuuk og bæjarins Iqaluit, höfuðstaðar Nunavut, sjálfsstjórnarsvæðis Inúíta í Kanada. Viðskipti erlent 11.2.2024 12:12
Engir rauðir límmiðar lengur á Iittala Nýr listrænn stjórnandi Iittala hefur nú svipt hulunni af nýjum lit og merkingum fyrir merkið. Í stað rauða litarins sem hefur einkennt merkið í áratugi, og auðvitað rauðu límmiðana, er nú tekinn við gulur ferskari litur. Viðskipti erlent 7.2.2024 08:56
Vill færa skráningu Tesla til Texas Auðjöfurinn Elon Musk vill færa skráningu Tesla frá Delaware og til Texas. Það er eftir að dómari í Delaware komst að þeirri niðurstöðu að 55 milljarða dala kaupréttarsamningur sem gerður var við hann árið 2018 hefði verið ólöglegur. Viðskipti erlent 1.2.2024 18:16
Adidas ákveður að selja birgðir sínar af Yeezy Íþróttavöruframleiðandinn Adidas hefur ákveðið að selja birgðir sínar af Yeezy-strigaskóm, sem hafa setið á lager frá því að fyrirtækið sleit samstarfi sínu við tónlistar- og athafnamanninn Kanye West. Viðskipti erlent 1.2.2024 07:05
Musk sjö og hálfri billjón króna fátækari Auðjöfurinn Elon Musk mátti ekki fá 55 milljarða dala greiðslu frá fyrirtæki sínu Tesla, í formi kaupréttar árið 2018. Dómari í Delaware í Bandaríkjunum lýsti þessu yfir í kvöld, fimm árum eftir að hluthafar í fyrirtækinu höfðuðu mál vegna greiðslunnar, sem gerði Musk að einum ríkasta manni heims. Viðskipti erlent 30.1.2024 23:21
Amazon hættir við kaup á framleiðanda Roomba Amazon hefur hætt við kaup á snjallryksuguframleiðandanum iRobot. Ákvörðunin liggur fyrir örfáum dögum eftir að fréttir bárust af því að Evrópusambandið hygðist ekki veita fyrirtækinu leyfi fyrir kaupunum. Viðskipti erlent 29.1.2024 15:19
Ryanair til í að kaupa afpantaðar Boeing þotur Írska lággjaldaflugfélagið Ryanair segist vera reiðubúið til þess að kaupa Boeing farþegaþotur af gerðinni Max 10 sem afpantaðar hafa verið af bandarískum flugfélögum, á réttu verði. Viðskipti erlent 29.1.2024 11:15
Færeyingar vonast eftir hlutdeild í olíuvinnslu Færeyingar sjá tækifæri til að fá hlutdeild í gríðarmiklum umsvifum sem fylgja munu fyrirhugaðri olíu- og gasvinnslu á breska Rosebank-svæðinu. Svæðið er um 130 kílómetra norðvestur af Hjaltlandseyjum en aðeins fimmtán kílómetra austan við lögsögumörk Færeyja. Mun styttra er á svæðið frá Færeyjum heldur en frá Aberdeen, helstu olíuþjónustumiðstöð Bretlandseyja. Viðskipti erlent 28.1.2024 07:07
Segir tolla á kínverska rafmagnsbíla nauðsynlega Auðjöfurinn Elon Musk, sem meðal annars á rafmagnsbílaframleiðandann Tesla, samfélagsmiðilinn X (áður Twitter) og geimfyrirtækið SpaceX, segir nauðsynlegt að setja tolla á kínverska rafmagnsbíla. Annars muni kínverskir bílaframleiðendur valta yfir önnur fyrirtæki í heiminum sem framleiða rafmagnsbíla. Viðskipti erlent 25.1.2024 15:01
Norsk stjórnvöld veita 62 ný leyfi til olíuleitar Olíu- og orkumálaráðherra Noregs, Terje Aasland, hefur tilkynnt um útgáfu 62 nýrra sérleyfa til olíuleitar á norska landgrunninu. Þetta er mesti fjöldi leyfa í fjögur ár og sá fimmti mesti í olíusögu Norðmanna. Í fyrra var 47 leyfum úthlutað. Viðskipti erlent 23.1.2024 15:17
Samsung veðjar á gervigreind í nýjum Galaxy síma Suður-Kóreski tæknirisinn Samsung svipti í gær hulunni af nýjasta snjallsímanum sínum af gerðinni Galaxy S24. Fyrirtækið segir símann nýtast við byltingarkennda tækni sem muni breyta því hvernig fólk notar síma. Viðskipti erlent 18.1.2024 10:28
Apple veltir Samsung úr sessi Bandaríska fyrirtækið Apple velti á síðasta ári tæknirisanum Samsung, frá Suður-Kóreu, úr sessi á toppi snjallsímamarkaðs heimsins. Þar hafði Samsung setið í tólf ár sem fyrirtækið sem seldi flesta snjallsíma í heiminum. Viðskipti erlent 18.1.2024 10:24
Samþykktu endurskipulagningu Viaplay Hluthafar sænska streymisfyrirtækisins Viaplay Group hafa samþykkt endurskipulagningu á félaginu sem leiðir til þess að franski fjölmiðla- og fjarskiptarisinn Canal+ Group og tékkneska fjárfestingafélagið PPF hafa eignast hvor um sig 29,3 prósenta hlut í fyrirtækinu. Viðskipti erlent 12.1.2024 10:56
Binda enda á 27 ára samstarf sitt Bandaríski íþróttavörurisinn Nike og bandaríski kylfingurinn Tiger Woods hafa bundið enda á samstarf sitt sem staðið hefur síðastliðinn 27 ár. Viðskipti erlent 9.1.2024 07:45
Samstarfsfólk Musk sagt hafa áhyggjur af fíkniefnaneyslu hans Elon Musk, auðugasti maður heims, er sagður neyta fíkniefna á borð við LSD, kókaín og ofskynjunarsveppi. Þetta kemur fram í umfjöllun Wall Street Journal. Viðskipti erlent 8.1.2024 23:33
Hætta sölu á Pepsí vegna „óásættanlegra verðhækkana“ Franska matvöruverslanakeðjan Carrefour hefur tilkynnt að hún muni hætta að selja Pepsí og aðrar vörur úr smiðju PepsiCo. Ástæðan er sögð sú að vörurnar séu orðnar of dýrar eftir nýjustu verðhækkanirnar. Viðskipti erlent 4.1.2024 14:41
Fyrsta konan til að vera metin á 100 milljarða dala Françoise Bettencourt Meyers, erfingi L'Oréal veldisins, er fyrsta konan til að vera metin á yfir 100 milljarða Bandaríkjadala. Bettencourt Meyers, sem er 70 ára, er í 12. sæti á Bloomberg Billionaires Index. Viðskipti erlent 29.12.2023 07:38
Kanni möguleika á lausri skrúfu í 737 Max vélum Bandaríski flugvélaframleiðandinn Boeing hvetur flugfélög til þess að skoða nýrri 737 MAX farþegaþotur vegna möguleikans á því að þar sé lausa skrúfu að finna í hliðarstýri vélarinnar. Viðskipti erlent 28.12.2023 16:39