Viðskipti innlent

300 milljóna gjaldþrot Orange Project

Gjaldþrot skrifstofuhótelsins Orange Project ehf. sem var með starfsemi í Reykjavík, Kópavogi og á Akureyri nam 329 milljónum króna. Ekkert fékkst upp í lýstar kröfur í þrotabúið. Þetta kemur fram í Lögbirtingablaðinu í dag.

Viðskipti innlent

Margrét tekur við for­mennsku af Grétu Maríu

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur skipað Margréti Hólm Valsdóttur, útibússtjóri Íslandsbanka á Húsavík, nýjan formann Matvælasjóðs. Margrét tekur við formennsku af Grétu Maríu Grétarsdóttur sem réð sig nýverið til starfa hjá Brimi.

Viðskipti innlent

Lög­banns­kröfu NO­VIS gegn Seðla­bankanum hafnað

Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði í kröfu slóvakíska vátryggingafélagsins NOVIS um að lögbann yrði lagt á að Seðlabanki Íslands birti grein um sölubann á fyrirtækið á vefsíðu sinni. Seðlabankinn var ekki talinn hafa farið út fyrir heimildir sínar sem eftirlitsaðili á vátryggingamarkaði.

Viðskipti innlent

Baulan til leigu

Skeljungur hf. hefur auglýst Bauluna í Borgarfirði til leigu eftir að síðustu rekstraraðilar hættu þar veitingarekstri fyrr á árinu. Það er lítið um ferðamenn á svæðinu eins og er en talsmaður Skeljungs segir að félagið stefni á að koma húsnæðinu í leigu fyrir sumarið.

Viðskipti innlent

Fjórir börðust um hverja íbúð í Þorpinu

Þorpið vistfélag hefur lokið úthlutun síðustu fimmtíu íbúða félagsins í Gufunesi í samstarfsverkefni félagsins og Reykjavíkurborgar um hagkvæmt húsnæði fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur. Tæplega fjórir umsækjendur voru um hverja íbúð sem úthlutað var en dregið var á milli þeirra.

Viðskipti innlent

Origo kaupir allt hlutafé í Syndis

Origo hefur keypt 100 prósent hlut í netöryggisfyrirtækinu Syndis en með kaupunum munu öryggislausnir Origo og Syndis sameinast undir merki þess síðarnefnda. Í sameinuðu fyrirtæki munu starfa tuttugu öryggissérfræðingar og flytjast níu starfsmenn frá Origo til Syndis.

Viðskipti innlent

Splunkunýtt skip Samherja komið til Eyjafjarðar

Nýtt uppsjávarskip, Vilhelm Þorsteinsson EA, sigldi í fyrsta sinn inn Eyjafjörð í gær en skipið var sérsmíðað í Danmörku fyrir Samherja. Skipið er 89 metrar á lengd, 16,6 metrar á breidd og burðargeta þess vel yfir þrjú þúsund tonn í þrettán lestartönkum þar sem afli verður kældur. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Samherja.

Viðskipti innlent

Volkswa­gen laug til um nafna­breytingu

Volkswagen í Bandaríkjunum laug að fjölmiðlum þegar sendar voru út fréttatilkynningar á mánudag og þriðjudag um að til stæði að breyta nafni starfseminnar úr „Volkswagen of America“ í „Voltswagen of America“. Var það sagt gert til að undirstrika aukna áherslu á rafbílaframleiðslu félagsins.

Viðskipti innlent

Erling aftur til Deloitte

Erling Tómasson hefur verið ráðinn aftur til starfa hjá Deloitte á Íslandi og verið tekinn inn í eigendahóp Deloitte. Hann hefur að undanförnu starfað hjá Fjármálaráðgjöf Deloitte í Svíþjóð.

Viðskipti innlent

Andri og Gerður til liðs við aha.is

Aha.is hefur ráðið þau Gerði Guðnadóttur og Andra Davíð Pétursson til starfa. Gerður hefur verið ráðin markaðsstjóri og mun bera ábyrgð á markaðsmálum félagsins. Andri hefur verið ráðinn í stöðu tengiliðar við veitingastaði.

Viðskipti innlent