Viðskipti innlent

Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun

Fjarskipta- og fjölmiðlafyrirtækið Sýn gerir ráð fyrir að rekstrarhagnaður fyrir árið 2024 verði um sjö hundruð milljónir króna sem er undir fyrri spám um afkomu. Ástæðuna má rekja til eldsvoða hjá fyrirtækinu auk þess sem áskrifta- og auglýsingasala var undir væntingum.

Viðskipti innlent

Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár

Rauð vaxtaviðvörun hefur verið í gildi á Íslandi í á þriðja ár. Þetta segir Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, sem fagnar því að Seðlabankinn hafi lækkað stýrivexti um fimmtíu punkta í gær en bendir þó á að stýrivextir standi í átta prósentum sem sé ansi mikið.

Viðskipti innlent

Kópa­vogur sýknaður af milljarðakröfum

Landsréttur hefur snúið dómi héraðsdóms, sem dæmdi Kópavog til að greiða Magnúsi Pétri Hjaltested 1,4 milljarða króna, við. Magnús Pétur krafðist alls 5,6 milljarða króna í málinu, sem faðir hans heitinn höfðaði upphaflega.

Viðskipti innlent

Björg­ólfur Thor og fé­lagar verða stærstu eig­endur Heima

Gengið hefur verið frá samkomulagi um helstu skilmála um kaup Heima á öllu hlutafé Grósku ehf.og Gróðurhússins ehf.. Gróska ehf. á fasteignina Grósku að Bjargargötu 1, 102 Reykjavík. Heildarvirði viðskiptanna er metið á 13,85 milljarða króna. Birgir Már Ragnarsson, Björgólfur Thor Björgólfsson og Andri Sveinsson verða stærstu eigendur Heima eftir viðskiptin.

Viðskipti innlent

Fjár­festar tóku vel í upp­gjör Festi

Hagnaður Festi, sem rekur meðal annars Krónuna og Elko, á fjórða ársfjórðungi 2024 dróst umtalsvert saman milli ára. Það er einna helst að rekja til 750 milljóna króna stjórnvaldssektar sem lögð var á félagið vegna samkeppnislagabrota. Hagnaður var þó talsvert meiri árið 2024 en árið á undan. Gengi hlutabréfa félagsins hækkaði umtalsvert í miklum viðskiptum í dag.

Viðskipti innlent

Fetar í fót­spor Herra hnetusmjörs

Arna, Sky Lagoon, Stefán Einar Stefánsson, Elko og Alfreð voru verðlaunuð sem bestu íslensku vörumerkin árið 2024 við hátíðlega athöfn í Hörpu í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu frá vörumerkjastofunni Brandr sem hefur staðið að verðlaunaafhendingunni undanfarin ár.

Viðskipti innlent

Arion til­kynnir um lækkun vaxta

Arion banki hefur nú tilkynnt um lækkun óverðtryggðra vaxta, kjörvaxta bílalána og yfirdráttarvaxta, líkt og Íslandsbanki og Indó, í kjölfar ákvörðunar Seðlabankans að lækka stýrivexti um 50 punkta í gær.

Viðskipti innlent

Mayoral til Ís­lands

Spænska barnafatakeðjan Mayoral opnar tvær nýjar verslanir á Íslandi í vor í gegnum umboðssamning. Annars vegar er um að ræða verslun í Smáralind, sem áðu hýst verslun Vodafone, og hins vegar netverslun.

Viðskipti innlent

Seldu hug­vitið og ríkis­sjóður stórgræðir

Í desember síðastliðnum seldi Kerecis hugverkaréttindi félagsins til danska móðurfélagsins Coloplast. 180 milljarða kaup Coloplast á íslensku hugviti eru að fullu skattskyld hér á landi og áætlaðar skattgreiðslur nema hátt í fjörutíu milljörðum króna.

Viðskipti innlent

Tugmilljarða hags­munir í húfi

Samtök Iðnaðarins segja Evrópumarkað vera mikilvægasta markað Íslands en útflutningur fyrir tugi milljarða á ári sé einnig til Bandaríkjanna og fari vaxandi. Það sé því mikilvægt að Ísland gæti hagsmuna sinna bæði gagnvart ESB og Bandaríkjunum, enda miklir hagsmunir í húfi fyrir íslenskan útflutning og þar með hagkerfið og samfélagið allt.

Viðskipti innlent

Gísli Rafn til Rauða krossins

Rauði krossinn á Íslandi hefur ráðið Gísla Rafn Ólafsson sem nýjan framkvæmdastjóra félagsins og hefur hann störf í þessari viku. Gísli Rafn var þingmaður fyrir Pírata en náði ekki inn á þing, eins og aðrir þingmenn Pírata, í síðustu alþingiskosningum. Hann sat fyrir hönd Pírata í utanríkismála- og þróunarsamvinnunefnd á meðan hann sat á þingi frá 2021 til 2024. 

Viðskipti innlent