Menning

Nútímabækur sem allir ættu að lesa

Stofnað var til bresku Orange-bókmenntaverðlaunanna fyrir átta árum, en verðlaunin eru einungis veitt konum. Skipuleggjendur Bresku Orange-verðlaunanna gerðu á dögunum könnun meðal 500 bókmenntaáhugamanna um þau nútímaskáldverk sem þeim fyndist að allir ættu að lesa. Þátttakendurnir voru allir meðal gesta á Hay-bókmenntahátíðinni sem lauk nýlega á Bretlandi. 58 prósent bókanna á listanum eru eftir karlmenn. Orange-verðlaunin hafa þó greinilega einhver áhrif því átta af þeim 50 bókum sem komust á lista eru eftir konur sem tilnefndar hafa verið til Orange-verðlaunanna. Ian McEwan og Margaret Atwood geta talist sigurvegarar könnunarinnar en bæði eiga tvær skáldsögur á listanum. Bækur McEwans eru Friðþæging og Eilíf ást og Atwood á Sögu þernunnar og The Blind Assassin. Athygli vakti að engin Harry Potter-bókanna komst á listann en barnabókahöfundarnir Jacqueline Wilson og Pullman eiga verk á listanum. Topp 50 listinn (í stafrófsröð) 1. American Pastoral - Philip Roth 2. Ástríðan - Jeanette Winterson 3. Being Dead - Jim Crace 4. Birdsong - Sebastian Faulks 5. Blikktromman - Gunter Grass 6. The Blind Assassin - Margaret Atwood 7. Captain Corelli's Mandolin - Louis de Bernieres 8. Cloudstreet - Tim Winton 9. The Corrections - Jonathan Franzen 10. Eilíf ást - Ian McEwan 11. Eymd - Stephen King 12. Faith Singer - Rosie Scott 13. Fingersmith - Sarah Waters 14. Fred and Edie - Jill Dawson 15. Friðþæging - Ian McEwan 16. Fugitive Pieces - Anne Michaels 17. The Golden Notebook - Doris Lessing 18. Grace Notes - Bernard MacLaverty 19. Gyllti áttavitinn og framhaldsbækur- Philip Pullman 20. High Fidelity - Nick Hornby 21. Hotel World - Ali Smith 22. Hundrað ára einsemd - Gabriel Garcia Marquez 23. Hús andanna - Isabelle Allende 24. Kvennaklósettið - Marilyn French 25. Lesið í snjóinn - Peter Hoeg 26. Middlesex - Jeffrey Eugenides 27. Miðnæturbörnin - Salman Rushdie 28. Money - Martin Amis 29. Music and Silence - Rose Tremain 30. Nafn rósarinnar - Umberto Eco 31. Oranges Are Not The Only Fruit - Jeanette Winterson 32. The Poisonwood Bible - Barbara Kingsolver 33. A Prayer for Owen Meany - John Irving 34. The Rabbit Books - John Updike 35. The Regeneration Trilogy - Pat Barker 36. Riders - Jilly Cooper 37. Saga þernunnar - Margaret Atwood 38. The Secret History - Donna Tartt 39. Skipafréttir - E Annie Proulx 40. Sláturhús 5 - Kurt Vonnegut 41. Stúlka með perlueyrnarlokk - Tracy Chevalier 42. A Suitable Boy - Vikram Seth 43. Tracey Beaker - Jacqueline Wilson 44. Trainspotting - Irvine Welsh 45. Unless - Carol Shields 46. Vansæmd - JM Coetzee 47. What A Carve-Up - Jonathan Coe 48. What I Loved - Siti Hustvedt 49. White Teeth - Zadie Smith 50. The Wind Up Bird Chronicle - Haruki Murakami





Fleiri fréttir

Sjá meira


×