Óli Egils snýr sér að Ladda eftir Bubba Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 9. ágúst 2024 20:00 Ólafur Egill og Vala Kristín munu skyggnast inn í kollinn á Ladda í hinni nýju sýningu. Þetta er Laddi! er ný stórsýning eftir Ólaf Egil sem frumsýnd verður í Borgarleikhúsinu í vetur. Í sýningunni hyggst Ólafur Egill í samvinnu við Völu Kristínu Eiríksdóttur skyggnast inn í kollinn á Þórhalli Sigurðssyni, einum ástsælasta listamanni þjóðarinnar. Þetta er meðal þess sem fram kemur í tilkynningu frá Borgarleikhúsinu. Sýningum á síðasta stórverki eftir Ólaf Egil lauk í sumar, söngleiknum Níu líf um Bubba Morthens sem sló öll aðsóknarmet á Íslandi. Nú snýr leikstjórinn og handritshöfundurinn sér að Ladda. Kanna uppruna gamalkunnra persóna Þórhallur Sigurðsson eða Laddi er löngu orðinn þjóðargersemi. Hann hóf ferilinn sem trommari í hljómsveitinni Föxum en sló síðar í gegn sem annar helmingur tvíeykisins Halli og Laddi, ásamt bróður sínum Haraldi Sigurðssyni. Hann hefur skemmt þjóðinni sem leikari, handritshöfundur og söngvari, í skemmtiþáttum, bíómyndum og tónlist. „En hver er maðurinn? Og hvaðan kemur húmorinn sem hefur verið samofinn húmor heillar þjóðar í bráðum hálfa öld?“ er spurt í tilkynningu frá leikhúsinu. Þar segir að uppruni gamalkunnra persóna Ladda verði kannaður, þróun íslensks grín sett undir smásjá og lyklar að manninum sjálfum á bak við grínið dregnir fram. Fyrst og fremst verði hlegið og þakkað fyrir alla gleðina. Fá sjálfan Ladda í sófann Ólafur Egill hefur löngum sótt í íslenskan veruleika og sett upp hverja verðlaunasýninguna á fætur annarri þar sem hann kryfur samtímann og segir sögur þjóðarinnar. Nægir að nefna áðurnefnd Níu líf, Ástu og Ellý sem hann skrifaði ásamt Gísla Erni Garðarsyni og snýr nú aftur á svið í takmarkaðan tíma vegna fjölda áskorana. Verk Völu Kristínar hafa einnig sótt innblástur í íslenskan veruleika en hún er einn af handritshöfundum og leikurum í sjónvarpsþáttunum Venjulegt fólk og gamanþáttunum Þær tvær. Hér fá þau Þórhall Sigurðsson, sjálfan Ladda, í sófann til sín ásamt fremstu gamanleikurum Borgarleikhússins. „Við hlökkum mikið til að setja sögur Ladda á svið,“ segir Ólafur Egill. „Það eru forréttindi að fá að heiðra jafn frábæran listamann og skemmtikraft og ég held við getum lofað magnaðri sýningu, af nógu er að taka, það er víst.“ Menning Leikhús Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kemur í tilkynningu frá Borgarleikhúsinu. Sýningum á síðasta stórverki eftir Ólaf Egil lauk í sumar, söngleiknum Níu líf um Bubba Morthens sem sló öll aðsóknarmet á Íslandi. Nú snýr leikstjórinn og handritshöfundurinn sér að Ladda. Kanna uppruna gamalkunnra persóna Þórhallur Sigurðsson eða Laddi er löngu orðinn þjóðargersemi. Hann hóf ferilinn sem trommari í hljómsveitinni Föxum en sló síðar í gegn sem annar helmingur tvíeykisins Halli og Laddi, ásamt bróður sínum Haraldi Sigurðssyni. Hann hefur skemmt þjóðinni sem leikari, handritshöfundur og söngvari, í skemmtiþáttum, bíómyndum og tónlist. „En hver er maðurinn? Og hvaðan kemur húmorinn sem hefur verið samofinn húmor heillar þjóðar í bráðum hálfa öld?“ er spurt í tilkynningu frá leikhúsinu. Þar segir að uppruni gamalkunnra persóna Ladda verði kannaður, þróun íslensks grín sett undir smásjá og lyklar að manninum sjálfum á bak við grínið dregnir fram. Fyrst og fremst verði hlegið og þakkað fyrir alla gleðina. Fá sjálfan Ladda í sófann Ólafur Egill hefur löngum sótt í íslenskan veruleika og sett upp hverja verðlaunasýninguna á fætur annarri þar sem hann kryfur samtímann og segir sögur þjóðarinnar. Nægir að nefna áðurnefnd Níu líf, Ástu og Ellý sem hann skrifaði ásamt Gísla Erni Garðarsyni og snýr nú aftur á svið í takmarkaðan tíma vegna fjölda áskorana. Verk Völu Kristínar hafa einnig sótt innblástur í íslenskan veruleika en hún er einn af handritshöfundum og leikurum í sjónvarpsþáttunum Venjulegt fólk og gamanþáttunum Þær tvær. Hér fá þau Þórhall Sigurðsson, sjálfan Ladda, í sófann til sín ásamt fremstu gamanleikurum Borgarleikhússins. „Við hlökkum mikið til að setja sögur Ladda á svið,“ segir Ólafur Egill. „Það eru forréttindi að fá að heiðra jafn frábæran listamann og skemmtikraft og ég held við getum lofað magnaðri sýningu, af nógu er að taka, það er víst.“
Menning Leikhús Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira