Hlægilegt að verða rithöfundur 14. júní 2004 00:01 Þó rithöfundurinn Steinunn Sigurðardóttir sé einna þekktust fyrir skáldsögur sínar hafa ljóð hennar einnig lifað góðu lífi. Í dag kemur út heildarsafn ljóða hennar í bók sem nefnist, Ljóðasafn frá Sífellum til Hugásta. "Ég var í raun og veru lengi vel á móti því að verða rithöfundur," segir Steinunn, en hún var aðeins nítján ára þegar fyrsta ljóðabók hennar, Sífellur, kom út. "Ég hafði verið að yrkja frá því ég var þrettán ára en ákvað nítján ára að safna saman ljóðunum mínum til að gefa út á bók. Þetta var í rauninni fáranleg hugmynd miðað við aldur og aðstæður því það var einkennilegur hörgull kvenrithöfunda á Íslandi á þessum tíma. Gáfumennirnir gerðu mikið grín að kellingabókmenntum og mig skorti kvenkyns fyrirmyndir til að þora að taka mig alvarlega. Út á við fannst mér það hlægileg hugmynd að ég gæti orðið rithöfundur en innra með mér langaði mig til að skrifa og þess vegna gat ég ekki hætt," segir Steinunn og bætir við. "Það stigu margar konur fram á ritvöllinn í kringum 1980 en ég er svolítið að velta því fyrir mér núna hvernig stendur á því að svona fáar ungar konur gefa út bækur í dag." Tíu árum eftir að Sífellur leit dagsins ljós var komið annað hljóð í Steinunni gagnvart ritstörfunum. "Ég ákvað að leggja þetta alfarið fyrir mig árið 1979 þegar bókin Verksummerki var gefin út. Ég var að vinna á fréttastofu RÚV, sem var skemmtilegasti vinnustaður í heimi, en ákvað að hætta og láta reyna á það af fullri alvöru að vinna eingöngu við að vera rithöfundur," segir Steinunn, sem lagði sig hart fram við vinnu sína. "Ég var svo þrjósk að ef ég þurfti að klára bók og átti ekki pening þá tók ég bara lán. Þetta þykir líklega ekki góð hagfræði en ég vil meina að þetta hafi orðið til þess að ég kláraði fleiri bækur, betur og fyrr." Steinunn býr nú, ásamt Þorsteini Haukssyni tónskáldi, í þorpi skammt frá Montpellier í Suður Frakklandi. "Ég er á Íslandi tvo til fjóra mánuði á ári og Reykjavík er borgin í mínu lífi þó hún sé í harðri samkeppni við París. Hingað sæki ég innblástur og ég hætti seint að dást að þessari einkennilegu borg." Mest lesið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Þó rithöfundurinn Steinunn Sigurðardóttir sé einna þekktust fyrir skáldsögur sínar hafa ljóð hennar einnig lifað góðu lífi. Í dag kemur út heildarsafn ljóða hennar í bók sem nefnist, Ljóðasafn frá Sífellum til Hugásta. "Ég var í raun og veru lengi vel á móti því að verða rithöfundur," segir Steinunn, en hún var aðeins nítján ára þegar fyrsta ljóðabók hennar, Sífellur, kom út. "Ég hafði verið að yrkja frá því ég var þrettán ára en ákvað nítján ára að safna saman ljóðunum mínum til að gefa út á bók. Þetta var í rauninni fáranleg hugmynd miðað við aldur og aðstæður því það var einkennilegur hörgull kvenrithöfunda á Íslandi á þessum tíma. Gáfumennirnir gerðu mikið grín að kellingabókmenntum og mig skorti kvenkyns fyrirmyndir til að þora að taka mig alvarlega. Út á við fannst mér það hlægileg hugmynd að ég gæti orðið rithöfundur en innra með mér langaði mig til að skrifa og þess vegna gat ég ekki hætt," segir Steinunn og bætir við. "Það stigu margar konur fram á ritvöllinn í kringum 1980 en ég er svolítið að velta því fyrir mér núna hvernig stendur á því að svona fáar ungar konur gefa út bækur í dag." Tíu árum eftir að Sífellur leit dagsins ljós var komið annað hljóð í Steinunni gagnvart ritstörfunum. "Ég ákvað að leggja þetta alfarið fyrir mig árið 1979 þegar bókin Verksummerki var gefin út. Ég var að vinna á fréttastofu RÚV, sem var skemmtilegasti vinnustaður í heimi, en ákvað að hætta og láta reyna á það af fullri alvöru að vinna eingöngu við að vera rithöfundur," segir Steinunn, sem lagði sig hart fram við vinnu sína. "Ég var svo þrjósk að ef ég þurfti að klára bók og átti ekki pening þá tók ég bara lán. Þetta þykir líklega ekki góð hagfræði en ég vil meina að þetta hafi orðið til þess að ég kláraði fleiri bækur, betur og fyrr." Steinunn býr nú, ásamt Þorsteini Haukssyni tónskáldi, í þorpi skammt frá Montpellier í Suður Frakklandi. "Ég er á Íslandi tvo til fjóra mánuði á ári og Reykjavík er borgin í mínu lífi þó hún sé í harðri samkeppni við París. Hingað sæki ég innblástur og ég hætti seint að dást að þessari einkennilegu borg."
Mest lesið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira