Þægileg föt sem passa 15. júní 2004 00:01 "Mér finnst bara langbest að vera í mjög þægilegum fötum sem passa," segir Þórey Edda Elísdóttir stangarstökkvari. "Ég á einar þröngar, léttar og venjulegar æfingabuxur sem ég er mjög oft í og eru svona í uppáhaldi. Svo á ég flottar Diesel gallabuxur sem mér finnst gott að vera í. Ég á líka flísbuxur frá 66 gráðum norður sem ég nota mikið," segir Þórey sem er mikið fyrir svona venjuleg, heimilisleg föt sem hún getur bæði æft í og notað hversdagslega. "Mér finnst voða þægilegt að skella mér bara í gallabuxur ef ég er að fara eitthvað. Svo ef ég er að fara að skemmta mér þá get ég alltaf keypt mér einhvern sætan bol við," segir Þórey sem finnst þó alls ekkert leiðinlegt að punta sig. "Þegar ég fer eitthvað fínt þá klæði ég mig aðeins upp og mér finnst gaman að hafa mig til. Þegar ég var í skóla fannst mér til dæmis mjög gaman að hafa mig til og klæða mig aðeins fínna en vanalega," segir Þórey sem er nú búsett í Þýskalandi og mun taka tvo áfanga í skóla í fjarnámi í gegnum Internetið. "Ég get þá verið í íþróttabuxunum í skólanum - heima í stofu," segir Þórey og hlær. "Vinnan mín núna býður ekki uppá mikil fatakaup. Ef ég kaupi einhver föt þá þarf ég ekki mikið að nota þau," segir Þórey en hún vinnur við það að æfa stangarstökk. "Ég æfi ellefu sinnum í viku og er því í íþróttagallanum frá því ég vakna og þangað til ég fer að sofa," segir Þórey en hún setti nýtt Íslandsmet og Norðurlandamet á dögunum. Þar bætti Þórey sinn eigin árangur um níu sentimetra. Mest lesið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Lífið Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira
"Mér finnst bara langbest að vera í mjög þægilegum fötum sem passa," segir Þórey Edda Elísdóttir stangarstökkvari. "Ég á einar þröngar, léttar og venjulegar æfingabuxur sem ég er mjög oft í og eru svona í uppáhaldi. Svo á ég flottar Diesel gallabuxur sem mér finnst gott að vera í. Ég á líka flísbuxur frá 66 gráðum norður sem ég nota mikið," segir Þórey sem er mikið fyrir svona venjuleg, heimilisleg föt sem hún getur bæði æft í og notað hversdagslega. "Mér finnst voða þægilegt að skella mér bara í gallabuxur ef ég er að fara eitthvað. Svo ef ég er að fara að skemmta mér þá get ég alltaf keypt mér einhvern sætan bol við," segir Þórey sem finnst þó alls ekkert leiðinlegt að punta sig. "Þegar ég fer eitthvað fínt þá klæði ég mig aðeins upp og mér finnst gaman að hafa mig til. Þegar ég var í skóla fannst mér til dæmis mjög gaman að hafa mig til og klæða mig aðeins fínna en vanalega," segir Þórey sem er nú búsett í Þýskalandi og mun taka tvo áfanga í skóla í fjarnámi í gegnum Internetið. "Ég get þá verið í íþróttabuxunum í skólanum - heima í stofu," segir Þórey og hlær. "Vinnan mín núna býður ekki uppá mikil fatakaup. Ef ég kaupi einhver föt þá þarf ég ekki mikið að nota þau," segir Þórey en hún vinnur við það að æfa stangarstökk. "Ég æfi ellefu sinnum í viku og er því í íþróttagallanum frá því ég vakna og þangað til ég fer að sofa," segir Þórey en hún setti nýtt Íslandsmet og Norðurlandamet á dögunum. Þar bætti Þórey sinn eigin árangur um níu sentimetra.
Mest lesið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Lífið Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira