Uppskriftir frá Gallerý fisk 18. júní 2004 00:01 Nokkrar uppskriftir frá Kristófer hjá Gallerý fiski Camembertfyllt og basilhjúpuð stórlúða 1,2 kíló stórlúða með beini Hálft stykki Camembert-ostur Hálft búnt af fersku basil Einn desilítri góð olía, ekki of bragðmikil Smá hvítlaukur Salt og pipar Aðferð Fisksalar í Gallerý fiski úrbeina lúðuna, haldið roðinu en snyrtið að öðru leyti lúðuna. Merjið saman í olíuna hvítlaukinn og basillaufin. Leggið lúðustykkin á roðið og skerið vasa sem nær niður að roði, fyllið með sneiðum af camembert. Penslið með olíunni og byrjið að grilla. Snúið stykkinu þegar osturinn er farinn að bráðna og góður litur er kominn á lúðuna. Grillið á hinni hliðinni þannig að þar komi einnig fallegar rendur eftir grillið. Penslið lúðuna beggja vegna með olíunni og kryddið með salti og pipar. Gott er að bera fram með þessu ferskt salat með rauðlauk, blaðlauk, tómötum og fetaosti, ferska kalda sósu og bakaðar kartöflur. 8-900 grömm laxaflök, roðlaus eða með roði Ein teskeið maukaður chilli eða ferskur Ein teskeið maukaður engifer eða ferskur Ein teskeið maukaður hvítlaukur eða ferskur (hægt er að kaupa mikið af þessum kryddum/grænmeti maukað í krukku) Einn desilítri olía, ekki of bragðmikil Salt og pipar Aðferð Maukið kryddjurtirnar og blandið saman í olíuna. Skerið laxinn í nettar steikur cirka tvær á mann. Penslið með olíu og grillið á heitu grilli. Lækkið hitann eftir 1-2 mínútur. Snúið og penslið með kryddolíunni. Saltið og piprið eftir smekk. Einnig er gott að skipta út chilli með maukuðum kóríander eða jafnvel að bæta því við. Grilluð fiskispjót með grænmeti 300 grömm skötuselur 300 grömm lax 300 grömm hlýri eða lúða Nokkrir heilir sveppir Nokkrar þykkar hálfsneiðar af kúrbít Nokkrar þykkar hálfsneiðar af eggaldini Nokkrar sneiðar af sítrónu eða lime Nokkrir bitar af rauðri eða grænni papriku Góð og bragðmikil grillolía t.d. frá Pottagöldrum (kebab) Aðferð Skerið fiskinn í nokkuð stóra bita, sirka 3x3 sentimetra, og veltið upp úr grillolíunni. Þræðið upp á spjót til skiptis einn til tvo bita af grænmeti og svo fisk. Penslið með grillolíunni og grillið fyrst á miklum hita og svo lækkað eftir eina til tvær mínútur og snúið. Penslið með olíunni nokkrum sinnum meðan eldað er. Saltið og piprið eftir smekk. Gott grillgrænmeti er: Kúrbítur, sveppir, eggaldin, paprika, tómatar, rauðlaukur, ananas, kartöflur og nánast allt grænmeti nema baunir (þær vilja detta svo á milli ristanna). Heppilegast er að skera eggaldin í þykkar sneiðar og salta létt og þerra eftir 15-20 mínútur. Þannig kemur bragð eggaldinsins best fram. Matur Mest lesið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Tónlist Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Lífið Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Tónlist Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð Lífið Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Lífið Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Fleiri fréttir Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Sjá meira
Nokkrar uppskriftir frá Kristófer hjá Gallerý fiski Camembertfyllt og basilhjúpuð stórlúða 1,2 kíló stórlúða með beini Hálft stykki Camembert-ostur Hálft búnt af fersku basil Einn desilítri góð olía, ekki of bragðmikil Smá hvítlaukur Salt og pipar Aðferð Fisksalar í Gallerý fiski úrbeina lúðuna, haldið roðinu en snyrtið að öðru leyti lúðuna. Merjið saman í olíuna hvítlaukinn og basillaufin. Leggið lúðustykkin á roðið og skerið vasa sem nær niður að roði, fyllið með sneiðum af camembert. Penslið með olíunni og byrjið að grilla. Snúið stykkinu þegar osturinn er farinn að bráðna og góður litur er kominn á lúðuna. Grillið á hinni hliðinni þannig að þar komi einnig fallegar rendur eftir grillið. Penslið lúðuna beggja vegna með olíunni og kryddið með salti og pipar. Gott er að bera fram með þessu ferskt salat með rauðlauk, blaðlauk, tómötum og fetaosti, ferska kalda sósu og bakaðar kartöflur. 8-900 grömm laxaflök, roðlaus eða með roði Ein teskeið maukaður chilli eða ferskur Ein teskeið maukaður engifer eða ferskur Ein teskeið maukaður hvítlaukur eða ferskur (hægt er að kaupa mikið af þessum kryddum/grænmeti maukað í krukku) Einn desilítri olía, ekki of bragðmikil Salt og pipar Aðferð Maukið kryddjurtirnar og blandið saman í olíuna. Skerið laxinn í nettar steikur cirka tvær á mann. Penslið með olíu og grillið á heitu grilli. Lækkið hitann eftir 1-2 mínútur. Snúið og penslið með kryddolíunni. Saltið og piprið eftir smekk. Einnig er gott að skipta út chilli með maukuðum kóríander eða jafnvel að bæta því við. Grilluð fiskispjót með grænmeti 300 grömm skötuselur 300 grömm lax 300 grömm hlýri eða lúða Nokkrir heilir sveppir Nokkrar þykkar hálfsneiðar af kúrbít Nokkrar þykkar hálfsneiðar af eggaldini Nokkrar sneiðar af sítrónu eða lime Nokkrir bitar af rauðri eða grænni papriku Góð og bragðmikil grillolía t.d. frá Pottagöldrum (kebab) Aðferð Skerið fiskinn í nokkuð stóra bita, sirka 3x3 sentimetra, og veltið upp úr grillolíunni. Þræðið upp á spjót til skiptis einn til tvo bita af grænmeti og svo fisk. Penslið með grillolíunni og grillið fyrst á miklum hita og svo lækkað eftir eina til tvær mínútur og snúið. Penslið með olíunni nokkrum sinnum meðan eldað er. Saltið og piprið eftir smekk. Gott grillgrænmeti er: Kúrbítur, sveppir, eggaldin, paprika, tómatar, rauðlaukur, ananas, kartöflur og nánast allt grænmeti nema baunir (þær vilja detta svo á milli ristanna). Heppilegast er að skera eggaldin í þykkar sneiðar og salta létt og þerra eftir 15-20 mínútur. Þannig kemur bragð eggaldinsins best fram.
Matur Mest lesið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Tónlist Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Lífið Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Tónlist Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð Lífið Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Lífið Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Fleiri fréttir Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Sjá meira