Það eru trúarbrögð í tafli 25. júní 2004 00:01 Birgir Örn Steinarsson veltir því fyrir sér hvort æðri máttur sé góður fyrir poppið . Andskotinn. Nú er meira að segja Madonna komin í hlutverk trúboða. Hún er komin með leið á trúboðastellingunni, og öllu kynlífi yfirhöfuð, og kýs frekar að hella yfir aðdáendur sína boðskap Kaballah en að ögra áhorfendum með nekt sinni. Þegar poppstjörnur fá andlega vakningu er oft voðinn vís. Cat Stevens fékk hreinlega leið á ruglinu þegar hann kynntist Allah og hætti að gera tónlist. Þá blótuðu líklegast margir aðdáendur hans nýja félaga. Aftur á móti geta aðdáendur Johnny Cash þakkað Guði fyrir American-upptökurnar. Án hans hefði Cash endað á teininum í stóra grillinu niðri fyrir mörgum árum síðan. Eftir að Bono í U2 frelsaðist setti hann sig í hlutverk Messíasar og ákvað að reyna bjarga heiminum. Honum hefur reyndar tekist ágætlega til og er á góðri leið með að vinna sig dýrlingatölu. Beyoncé Knowles þakkar svo Guði reglulega fyrir að hafa blessað sig með guðdómlegri rödd. Kórstrákarnir þakka honum fyrir restina af líkama hennar þegar þeir eru í einrúmi. Eftir að Martin Gore fann sinn æðri mátt fór hann að semja betri lög. Djammuglur syngja hástöfum með laginu Personal Jesus á fylliríum án þess að átta sig á að þær gætu alveg eins verið að fara með æðruleysisbæn AA-samtakanna, innihaldið er nánast hið sama. Ég er í ágætu sambandi við minn æðri mátt. Mættinum kynntist ég krjúpandi, sjö ára, fyrir framan bláma-altarið inn í stofu með Star Wars myndirnar á. Hef þó ekki fundið nein trúarbrögð sem henta, enda gefur orðið til kynna að það séu brögð í tafli. Hver er ykkar æðri máttur? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stuð milli stríða Mest lesið Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun
Birgir Örn Steinarsson veltir því fyrir sér hvort æðri máttur sé góður fyrir poppið . Andskotinn. Nú er meira að segja Madonna komin í hlutverk trúboða. Hún er komin með leið á trúboðastellingunni, og öllu kynlífi yfirhöfuð, og kýs frekar að hella yfir aðdáendur sína boðskap Kaballah en að ögra áhorfendum með nekt sinni. Þegar poppstjörnur fá andlega vakningu er oft voðinn vís. Cat Stevens fékk hreinlega leið á ruglinu þegar hann kynntist Allah og hætti að gera tónlist. Þá blótuðu líklegast margir aðdáendur hans nýja félaga. Aftur á móti geta aðdáendur Johnny Cash þakkað Guði fyrir American-upptökurnar. Án hans hefði Cash endað á teininum í stóra grillinu niðri fyrir mörgum árum síðan. Eftir að Bono í U2 frelsaðist setti hann sig í hlutverk Messíasar og ákvað að reyna bjarga heiminum. Honum hefur reyndar tekist ágætlega til og er á góðri leið með að vinna sig dýrlingatölu. Beyoncé Knowles þakkar svo Guði reglulega fyrir að hafa blessað sig með guðdómlegri rödd. Kórstrákarnir þakka honum fyrir restina af líkama hennar þegar þeir eru í einrúmi. Eftir að Martin Gore fann sinn æðri mátt fór hann að semja betri lög. Djammuglur syngja hástöfum með laginu Personal Jesus á fylliríum án þess að átta sig á að þær gætu alveg eins verið að fara með æðruleysisbæn AA-samtakanna, innihaldið er nánast hið sama. Ég er í ágætu sambandi við minn æðri mátt. Mættinum kynntist ég krjúpandi, sjö ára, fyrir framan bláma-altarið inn í stofu með Star Wars myndirnar á. Hef þó ekki fundið nein trúarbrögð sem henta, enda gefur orðið til kynna að það séu brögð í tafli. Hver er ykkar æðri máttur?