Ferðalagið og bíllinn 25. júní 2004 00:01 Sumrin eru tími ferðalaga og þó að margir noti sumarfríin og skelli sér til sólarlanda eru enn fleiri sem njóta þess að ferðast um okkar fallega land. Öll viljum við að ferðalagið verði hið ánægjulegasta og því þarf að huga að mörgu í sambandi við skipulagningu þess en eitt af því er bíllinn og ástand hans. Mjög klaufalegt og hvimleitt getur verið að verða stopp úti í næsta vegarkanti á olíu- eða vatnslausum bíl. Mjög auðvelt er að koma í veg fyrir að slíkt komi fyrir, til dæmis með því að renna upp að næstu smurstöð og láta þrautþjálfaða menn sjá um að yfirfara bílinn áður en lagt er af stað. Strákarnir á Smurstöð Shell á Laugavegi 180 eru rómaðir fyrir skjóta og góða þjónustu og einstaka þjónustulund og ákvað blaðamaður því að láta yfirfara bíl sinn þar áður en lagt var af stað í ferðalagið. Fylgdist hann með verkinu, sem aðeins tók um tuttugu mínútur, og drakk á meðan nýlagað kaffi. Nauðsynlegt er að yfirfara bæði vatn og olíukerfi bílsins reglulega, sérstaklega ef um eldri bíla er að ræða. Einnig þarf að skipta um olíu og loftsíur. Ekki viljum við verða rafmagnslaus úti á miðjum þjóðvegi og því er nauðsynlegt að kanna ástand rafgeymis áður en lagt er af stað. Of lítil hleðsla á honum bendir til að hann sé orðinn lélegur. Ljósabúnaður bílsins þarf að vera í góðu lagi. Oft getur verið erfitt að ná perunum úr því sumar eru vandlega staðsettar á bak við í vélinni. Margir hafa eflaust lent í því að missa pústið undan bílnum í miðju ferðalagi og getur það auðveldlega eyðilagt annars vel heppnað ferðalag. Nauðsynlegt er að fyrirbyggja að það komi fyrir og því gott að láta kíkja á það áður en lagt er í hann. Það getur verið stórhættulegt að sjá lítið út um bílrúðuna í mikilli rigningu ef rúðuþurrkur eru lélegar. Þetta er smáatriði sem tekur enga stund að kippa í liðinn. Ekki klikka á því ! Þrjú hjól undir bílnum en áfram skröltir hann þó! Varadekkið er bráðnauðsynlegt og ef það er vindlaust, ónýtt eða jafnvel ekki til staðar getur maður lent í slæmum málum. Bílar Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar Sjá meira
Sumrin eru tími ferðalaga og þó að margir noti sumarfríin og skelli sér til sólarlanda eru enn fleiri sem njóta þess að ferðast um okkar fallega land. Öll viljum við að ferðalagið verði hið ánægjulegasta og því þarf að huga að mörgu í sambandi við skipulagningu þess en eitt af því er bíllinn og ástand hans. Mjög klaufalegt og hvimleitt getur verið að verða stopp úti í næsta vegarkanti á olíu- eða vatnslausum bíl. Mjög auðvelt er að koma í veg fyrir að slíkt komi fyrir, til dæmis með því að renna upp að næstu smurstöð og láta þrautþjálfaða menn sjá um að yfirfara bílinn áður en lagt er af stað. Strákarnir á Smurstöð Shell á Laugavegi 180 eru rómaðir fyrir skjóta og góða þjónustu og einstaka þjónustulund og ákvað blaðamaður því að láta yfirfara bíl sinn þar áður en lagt var af stað í ferðalagið. Fylgdist hann með verkinu, sem aðeins tók um tuttugu mínútur, og drakk á meðan nýlagað kaffi. Nauðsynlegt er að yfirfara bæði vatn og olíukerfi bílsins reglulega, sérstaklega ef um eldri bíla er að ræða. Einnig þarf að skipta um olíu og loftsíur. Ekki viljum við verða rafmagnslaus úti á miðjum þjóðvegi og því er nauðsynlegt að kanna ástand rafgeymis áður en lagt er af stað. Of lítil hleðsla á honum bendir til að hann sé orðinn lélegur. Ljósabúnaður bílsins þarf að vera í góðu lagi. Oft getur verið erfitt að ná perunum úr því sumar eru vandlega staðsettar á bak við í vélinni. Margir hafa eflaust lent í því að missa pústið undan bílnum í miðju ferðalagi og getur það auðveldlega eyðilagt annars vel heppnað ferðalag. Nauðsynlegt er að fyrirbyggja að það komi fyrir og því gott að láta kíkja á það áður en lagt er í hann. Það getur verið stórhættulegt að sjá lítið út um bílrúðuna í mikilli rigningu ef rúðuþurrkur eru lélegar. Þetta er smáatriði sem tekur enga stund að kippa í liðinn. Ekki klikka á því ! Þrjú hjól undir bílnum en áfram skröltir hann þó! Varadekkið er bráðnauðsynlegt og ef það er vindlaust, ónýtt eða jafnvel ekki til staðar getur maður lent í slæmum málum.
Bílar Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar Sjá meira