Íslenskur tuddablús 28. júní 2004 00:01 "Þetta er band sem inniheldur tvo sveitta gaura í góðum fíling," segir Smári Tarfur Jósepsson, annar tveggja, úr hljómsveitinni Hot Damn! Hljómsveitin sem er skipuð, auk Smára, Jens Ólafssyni betur þekktum sem Jenna í Brain Police. "Ég og Jenni ákváðum að hittast í þeim tilgangi að gera rokkaðan blús og er lagið Hot Damn That Woman is a Man frumburður hljómsveitarinnar." Lagið hefur vakið verðskuldaða athygli útvarpshlustenda undanfarnar vikur enda er gítarleikurinn í laginu framúrskarandi og söngur Jenna engu síðri. "Lagið er byggt á sannsögulegum atburðum í lífi Grundfirðings þegar hann var í kvennaleit í Amsterdam. Stúlkan sem hann nældi sér í reyndist þegar á hólminn var komið vera karlmaður og var honum skiljanlega brugðið. Því miður höfum við ekkert heyrt af honum síðan en vonumst til að ná sambandi við hann í gegnum lagið." Smári hefur um langt skeið blótað gítarguðinn og gefið sér gott orð sem slíkur og spilað meðal annars með hljómsveitunum Quarashi og Spitsign. Smári segir að þeir félagar í Hot Damn hyggi á tónleikahald um leið og breiðskífa sveitarinnar, The Big 'N Nasty Groove 'O Mutha, kemur út en hennar er að vænta í september. "Stefnan er að gefa bæði út vínyl-plötu og CD með aukalögum á vínylplötunni. Við sömdum 30 lög, hvert öðru betra, svo að okkur fannst að það væri pláss fyrir fleiri en venja er með svona útgáfur." Von er á öðru lagi frá Hot Damn! seinna í sumar. Lífið Mest lesið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Stjörnum prýdd dagskrá Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Menning Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Fleiri fréttir Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
"Þetta er band sem inniheldur tvo sveitta gaura í góðum fíling," segir Smári Tarfur Jósepsson, annar tveggja, úr hljómsveitinni Hot Damn! Hljómsveitin sem er skipuð, auk Smára, Jens Ólafssyni betur þekktum sem Jenna í Brain Police. "Ég og Jenni ákváðum að hittast í þeim tilgangi að gera rokkaðan blús og er lagið Hot Damn That Woman is a Man frumburður hljómsveitarinnar." Lagið hefur vakið verðskuldaða athygli útvarpshlustenda undanfarnar vikur enda er gítarleikurinn í laginu framúrskarandi og söngur Jenna engu síðri. "Lagið er byggt á sannsögulegum atburðum í lífi Grundfirðings þegar hann var í kvennaleit í Amsterdam. Stúlkan sem hann nældi sér í reyndist þegar á hólminn var komið vera karlmaður og var honum skiljanlega brugðið. Því miður höfum við ekkert heyrt af honum síðan en vonumst til að ná sambandi við hann í gegnum lagið." Smári hefur um langt skeið blótað gítarguðinn og gefið sér gott orð sem slíkur og spilað meðal annars með hljómsveitunum Quarashi og Spitsign. Smári segir að þeir félagar í Hot Damn hyggi á tónleikahald um leið og breiðskífa sveitarinnar, The Big 'N Nasty Groove 'O Mutha, kemur út en hennar er að vænta í september. "Stefnan er að gefa bæði út vínyl-plötu og CD með aukalögum á vínylplötunni. Við sömdum 30 lög, hvert öðru betra, svo að okkur fannst að það væri pláss fyrir fleiri en venja er með svona útgáfur." Von er á öðru lagi frá Hot Damn! seinna í sumar.
Lífið Mest lesið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Stjörnum prýdd dagskrá Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Menning Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Fleiri fréttir Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira