Hrollvekjandi glæpaópera 28. júní 2004 00:01 "Þetta er topp ópera," segir Gísli Rúnar Jónsson en hann skilaði af sér nýverið þýðingu á glæpaóperunni Sweeney Todd, rakaranum morðóða eftir Stephen Sondheim. "Sondheim er eitt besta núlifandi tónskáldið að mínu mati. Hann er réttkominn yfir sjötugt og hefur gert ótal meistaraóperur og söngleiki. Við höfum hins vegar ekki fengið að kynnast honum fyrr svona í heilu lagi." Sagan sem Gísli Rúnar hefur verið að þýða segir af Sweeney Todd sem vinnur sem rakari í London á tímum iðnbyltingarinnar. "Rakarar hétu á þeim tíma bartskerar og gerðu ýmislegt annað en að skera hár. Þeir gerðu að sárum, drógu úr tennur og voru nokkurs konar skottalæknar. Todd var hins vegar fyrst og fremst rakari, skar skegg og hár. Hann kynnist konu sem heitir Lóett og rekur kjötbökubúð fyrir neðan rakarastofuna. Lóett og Sweeney Todd bindast samtökum en eins og sagan er útfærð í þessum söngleik þá á Todd harma að hefna." Samtökin sem Lóett og Todd bindast byggjast á sameiginlegum hagmunum þeirra. Hún þarf kjöt í bökurnar og hann er eingöngu kominn til borgarinnar til að hefna. "Hann útvegar sér sérstakan rakarastól þar sem hann þarf aðeins að toga í arminn, þá snýst hann við og í kjölfarið rennur kúnninn niður um fallhlera niður í bökubúðina. Þar er gert að honum af Lóett eins og góðum kjötiðnaðarmanni sæmir og búnar eru til bökur. En áður hefur Todd skorið viðskiptavininn á háls." Gísli segir farsælan endi ekki eiga við þennan söngleik eins og flesta þeirra. "Það er ekki heiglum hent að gera sér mat úr svona ofboðslega fráhrindandi sögu en Sondheim gerir þetta af algjörri snilld. Það er mikið af djúsí karakterum, húmorinn er rosalega kaldhæðinn og þetta er sprenghlægilegt. En verkið slær þó yfir í heiftarlega skuggalegan harm og mikla spennu en það má segja að verkið sé hrollverkjandi," segir Gísli og bætir því við að þetta sé það skemmtilegasta sem hann hefur fengist við að þýða hingað til. Verkið verður sett upp í Íslensku óperunni í haust. Mest lesið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
"Þetta er topp ópera," segir Gísli Rúnar Jónsson en hann skilaði af sér nýverið þýðingu á glæpaóperunni Sweeney Todd, rakaranum morðóða eftir Stephen Sondheim. "Sondheim er eitt besta núlifandi tónskáldið að mínu mati. Hann er réttkominn yfir sjötugt og hefur gert ótal meistaraóperur og söngleiki. Við höfum hins vegar ekki fengið að kynnast honum fyrr svona í heilu lagi." Sagan sem Gísli Rúnar hefur verið að þýða segir af Sweeney Todd sem vinnur sem rakari í London á tímum iðnbyltingarinnar. "Rakarar hétu á þeim tíma bartskerar og gerðu ýmislegt annað en að skera hár. Þeir gerðu að sárum, drógu úr tennur og voru nokkurs konar skottalæknar. Todd var hins vegar fyrst og fremst rakari, skar skegg og hár. Hann kynnist konu sem heitir Lóett og rekur kjötbökubúð fyrir neðan rakarastofuna. Lóett og Sweeney Todd bindast samtökum en eins og sagan er útfærð í þessum söngleik þá á Todd harma að hefna." Samtökin sem Lóett og Todd bindast byggjast á sameiginlegum hagmunum þeirra. Hún þarf kjöt í bökurnar og hann er eingöngu kominn til borgarinnar til að hefna. "Hann útvegar sér sérstakan rakarastól þar sem hann þarf aðeins að toga í arminn, þá snýst hann við og í kjölfarið rennur kúnninn niður um fallhlera niður í bökubúðina. Þar er gert að honum af Lóett eins og góðum kjötiðnaðarmanni sæmir og búnar eru til bökur. En áður hefur Todd skorið viðskiptavininn á háls." Gísli segir farsælan endi ekki eiga við þennan söngleik eins og flesta þeirra. "Það er ekki heiglum hent að gera sér mat úr svona ofboðslega fráhrindandi sögu en Sondheim gerir þetta af algjörri snilld. Það er mikið af djúsí karakterum, húmorinn er rosalega kaldhæðinn og þetta er sprenghlægilegt. En verkið slær þó yfir í heiftarlega skuggalegan harm og mikla spennu en það má segja að verkið sé hrollverkjandi," segir Gísli og bætir því við að þetta sé það skemmtilegasta sem hann hefur fengist við að þýða hingað til. Verkið verður sett upp í Íslensku óperunni í haust.
Mest lesið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira