Sparnaður og fjárfestingar 29. júní 2004 00:01 Í síðasta pistli fjallaði ég um þrjár ástæður fyrir sparnaði. Sparnaður er í sjálfu sér eitt form fjárfestingar. En hvernig nota má sparnað til þess að auka við tekjur og eignir? Fyrir þá sem ekki eru fæddir með silfurskeið í munni eða komast á toppinn í atvinnulífinu er sparnaður eina leiðin til þess að eignast meiri peninga en maður fær fyrir brauðstritið. Í meginatriðum er hægt að fjárfesta með tvennum hætti: í fasteignum og í peningalegum eignum. Með fasteignum er ekki átt við húsnæði sem við búum í heldur einhverja þá fasteign sem gefur af sér arð eða meiri peninga heldur en hún kostar okkur. Það er hins vegar ekki mjög fýsilegur kostur að kaupa fasteignir í dag á uppsprengdu verði svo við bíðum í tvö til þrjú ár með slíkar hugleiðingar og snúum okkur í þess stað að peningalegum fjárfestingunum. Þar er átt við kaup á verðbréfum. Flestir eru líklega þeirrar skoðunar að það sé bæði flókið og áhættusamt en svo er ekki. Það er hægt að velja sér fjárfestingaform sem hentar hverjum og einum. Þeir sem kjósa öryggið kaupa hlutdeild í ríkistryggðum verðbréfasjóðum og hinir kaupa hlutabréf í sjóðum eða einstökum fyrirtækjum allt eftir því hvaða áhættu þeir eru tilbúnir að taka og ávöxtunarkröfu þeir gera. Það þarf hins vegar að gefa sér örlítinn tíma til þess að skoða þá kosti sem bankar og verðbréfasjóðir bjóða upp á. Ég mæli því með að allir sem ætla að nota sparnað í fjárfestingar gefi sér hálftíma á dag til þess að hugsa um hann. Minna má það ekki vera eftir að hafa stritað átta eða jafnvel 12 tíma yfir daginn við að afla peninganna. Eitt verða menn að hafa í huga þegar sparnaður er annars vegar. Það er ekki upphæðin sem skiptir meginmáli heldur ávöxtunin og tíminn sem sparað er. Í sparnaði er þolinmæði dyggð og ein af tveim meginástæðum þess að sparnaður tekst ekki, er að maður ætlar sér að spara of háa upphæð of fljótt og springur á limminu. Í sparnaði vinnur tíminn með manni og er eitt af því sem gerir það skemmtilegt að eldast. Kær kveðja, Ingólfur Hrafnkell Fjármál Mest lesið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Menning Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Lífið Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Lífið Fleiri fréttir „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
Í síðasta pistli fjallaði ég um þrjár ástæður fyrir sparnaði. Sparnaður er í sjálfu sér eitt form fjárfestingar. En hvernig nota má sparnað til þess að auka við tekjur og eignir? Fyrir þá sem ekki eru fæddir með silfurskeið í munni eða komast á toppinn í atvinnulífinu er sparnaður eina leiðin til þess að eignast meiri peninga en maður fær fyrir brauðstritið. Í meginatriðum er hægt að fjárfesta með tvennum hætti: í fasteignum og í peningalegum eignum. Með fasteignum er ekki átt við húsnæði sem við búum í heldur einhverja þá fasteign sem gefur af sér arð eða meiri peninga heldur en hún kostar okkur. Það er hins vegar ekki mjög fýsilegur kostur að kaupa fasteignir í dag á uppsprengdu verði svo við bíðum í tvö til þrjú ár með slíkar hugleiðingar og snúum okkur í þess stað að peningalegum fjárfestingunum. Þar er átt við kaup á verðbréfum. Flestir eru líklega þeirrar skoðunar að það sé bæði flókið og áhættusamt en svo er ekki. Það er hægt að velja sér fjárfestingaform sem hentar hverjum og einum. Þeir sem kjósa öryggið kaupa hlutdeild í ríkistryggðum verðbréfasjóðum og hinir kaupa hlutabréf í sjóðum eða einstökum fyrirtækjum allt eftir því hvaða áhættu þeir eru tilbúnir að taka og ávöxtunarkröfu þeir gera. Það þarf hins vegar að gefa sér örlítinn tíma til þess að skoða þá kosti sem bankar og verðbréfasjóðir bjóða upp á. Ég mæli því með að allir sem ætla að nota sparnað í fjárfestingar gefi sér hálftíma á dag til þess að hugsa um hann. Minna má það ekki vera eftir að hafa stritað átta eða jafnvel 12 tíma yfir daginn við að afla peninganna. Eitt verða menn að hafa í huga þegar sparnaður er annars vegar. Það er ekki upphæðin sem skiptir meginmáli heldur ávöxtunin og tíminn sem sparað er. Í sparnaði er þolinmæði dyggð og ein af tveim meginástæðum þess að sparnaður tekst ekki, er að maður ætlar sér að spara of háa upphæð of fljótt og springur á limminu. Í sparnaði vinnur tíminn með manni og er eitt af því sem gerir það skemmtilegt að eldast. Kær kveðja, Ingólfur Hrafnkell
Fjármál Mest lesið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Menning Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Lífið Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Lífið Fleiri fréttir „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira