Fréttablaðið heldur mér löghlýðnum 1. júlí 2004 00:01 Birgir Örn Steinarsson veltir fyrir sér hvað stutt er á milli löghlýðni og glæpamennsku. Ef ég væri ekki heppnasti maður í heimi, sem fær allar plötur sem eyrun girnast frítt með því að senda einn tölvupóst, væri ég þjófur og glæpamenni. Í mér blundar ódrepandi hvöt til þess að kynnast nýrri tónlist, nánast á hverjum degi. Útvarpið færir mér ekki nægilega stóran skammt, þar sem straumar og stefnur þar eru afskaplega takmarkaðar og það sem er í sjónvarpinu er aðeins toppurinn á ísjakanum. Virðisaukaskatturinn á geisladiskum á Íslandi er það hár að verð á geisladiskum er alveg út í hött. Flutningskostnaður og græðgi gerir ástandið svo bara verra. Þar af leiðandi myndi ég neyðast til þess að fá mér nettengingu og hala niður þá tónlist sem ég væri forvitinn um. Þetta yrði líklegast smá slatti, að minnsta kosti nóg til þess að Lars Ulrich úr Metallicu myndi senda tónlistarlögguna á mig. Þegar ég var í því að hljóðrita upp á kasettur úr útvarpinu sem krakki sögðu foreldrar mínir mér aldrei að ég væri glæpamaður. Það var samt ólöglegt. Það er því kannski ekkert undarlegt að ég skuli hafa svona undarleg gildi, þegar kemur að því að reyna að grafa upp tónlist sem mér finnst áhugaverð. Ef það væri ekki fyrir rannsóknarstörf mín á Fréttablaðinu, væri ég þá kannski að skrifa þessa grein frá Litla-Hrauni? Harðsvíraður glæpamaður vegna ástar minnar á áhugaverðri tónlist? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stuð milli stríða Mest lesið Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun
Birgir Örn Steinarsson veltir fyrir sér hvað stutt er á milli löghlýðni og glæpamennsku. Ef ég væri ekki heppnasti maður í heimi, sem fær allar plötur sem eyrun girnast frítt með því að senda einn tölvupóst, væri ég þjófur og glæpamenni. Í mér blundar ódrepandi hvöt til þess að kynnast nýrri tónlist, nánast á hverjum degi. Útvarpið færir mér ekki nægilega stóran skammt, þar sem straumar og stefnur þar eru afskaplega takmarkaðar og það sem er í sjónvarpinu er aðeins toppurinn á ísjakanum. Virðisaukaskatturinn á geisladiskum á Íslandi er það hár að verð á geisladiskum er alveg út í hött. Flutningskostnaður og græðgi gerir ástandið svo bara verra. Þar af leiðandi myndi ég neyðast til þess að fá mér nettengingu og hala niður þá tónlist sem ég væri forvitinn um. Þetta yrði líklegast smá slatti, að minnsta kosti nóg til þess að Lars Ulrich úr Metallicu myndi senda tónlistarlögguna á mig. Þegar ég var í því að hljóðrita upp á kasettur úr útvarpinu sem krakki sögðu foreldrar mínir mér aldrei að ég væri glæpamaður. Það var samt ólöglegt. Það er því kannski ekkert undarlegt að ég skuli hafa svona undarleg gildi, þegar kemur að því að reyna að grafa upp tónlist sem mér finnst áhugaverð. Ef það væri ekki fyrir rannsóknarstörf mín á Fréttablaðinu, væri ég þá kannski að skrifa þessa grein frá Litla-Hrauni? Harðsvíraður glæpamaður vegna ástar minnar á áhugaverðri tónlist?
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun