Í kvenmannsjakka með sítt hár 1. júlí 2004 00:01 "Fyrir svona um það bil þrem til fjórum árum lenti ég í illa í artíhippatímabili," segir Ágúst Bent, útvarpsmaður á Rás 2 og tónlistarmaður. "Þetta er eina tímabilið á ævi minni sem ég hef nennt að kaupa mér föt. Ég kaupi mér aldrei föt en á þessum tímabili hálffyllti ég fataskápinn af bleikum skyrtum og útvíðum buxum," segir Bent og bætir við að hann eigi örugglega tíu bleikar skyrtur, ef ekki fleiri. "Ég á rosalega lítið af fötum því ég nenni aldrei að kaupa mér þau og því tekur þessi hryllingur yfir hálfan fataskápinn." Aðspurður um hvort hann hafi gengið alla leið og smellt á sig skuplu, hálsklútum og glingri til að reyna að vera alvöruhippi þá segist Bent ekki hafa dottið svo djúpt í sukkið. "Ég lét nægja að ganga í bleiku skyrtunum og útvíðu buxunum, í kvenmannsjakka með sítt hár," segir Bent."Kærastan mín reyndi nú einu sinni að fara með þennan fatnað í Kolaportið en það gekk ekkert. Það seldist ekki neitt," segir Bent, sem örvæntir þó ekki. "Ég las nú einhvers staðar að bleikur væri litur metrosexual-karlmanna í sumar og því er aldrei að vita hvort það seljist ekki betur í Kolaportinu núna."Bent er nú á fullu í dagskrágerð á Rás 2 og er einnig að gera sitthvað í tónlistinni. Hann hefur verið að rappa með rapparanum 7Berg og stefna þeir félagar að plötuútgáfu á næstunni. Einnig er hefur Bent verið í hljómsveitinni Rottweiler um nokkurt skeið og eru þeir að vinna bæði lag og myndband sem aðdáendur hljómsveitarinnar bíða eflaust spenntir eftir. Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Gagnrýni Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Lífið Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Lífið Fleiri fréttir Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
"Fyrir svona um það bil þrem til fjórum árum lenti ég í illa í artíhippatímabili," segir Ágúst Bent, útvarpsmaður á Rás 2 og tónlistarmaður. "Þetta er eina tímabilið á ævi minni sem ég hef nennt að kaupa mér föt. Ég kaupi mér aldrei föt en á þessum tímabili hálffyllti ég fataskápinn af bleikum skyrtum og útvíðum buxum," segir Bent og bætir við að hann eigi örugglega tíu bleikar skyrtur, ef ekki fleiri. "Ég á rosalega lítið af fötum því ég nenni aldrei að kaupa mér þau og því tekur þessi hryllingur yfir hálfan fataskápinn." Aðspurður um hvort hann hafi gengið alla leið og smellt á sig skuplu, hálsklútum og glingri til að reyna að vera alvöruhippi þá segist Bent ekki hafa dottið svo djúpt í sukkið. "Ég lét nægja að ganga í bleiku skyrtunum og útvíðu buxunum, í kvenmannsjakka með sítt hár," segir Bent."Kærastan mín reyndi nú einu sinni að fara með þennan fatnað í Kolaportið en það gekk ekkert. Það seldist ekki neitt," segir Bent, sem örvæntir þó ekki. "Ég las nú einhvers staðar að bleikur væri litur metrosexual-karlmanna í sumar og því er aldrei að vita hvort það seljist ekki betur í Kolaportinu núna."Bent er nú á fullu í dagskrágerð á Rás 2 og er einnig að gera sitthvað í tónlistinni. Hann hefur verið að rappa með rapparanum 7Berg og stefna þeir félagar að plötuútgáfu á næstunni. Einnig er hefur Bent verið í hljómsveitinni Rottweiler um nokkurt skeið og eru þeir að vinna bæði lag og myndband sem aðdáendur hljómsveitarinnar bíða eflaust spenntir eftir.
Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Gagnrýni Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Lífið Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Lífið Fleiri fréttir Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira