Smíðar úr og bíla 2. júlí 2004 00:01 Jón Hinrik Garðarsson, eða Jón úri eins og hann er kallaður af kunnugum, fékk snilldarhugmynd fyrir tíu árum sem tryggði honum viðskipti í allflestum auglýsinga- og kvikmyndaverkefnum sem unnin hafa verið hérlendis. Hugmyndina fékk Jón þegar hann rak snjósleðaleigu við Langjökul og komst í kynni við kvikmyndafólk. "Breskt tökulið hafði hugsað sér að flytja inn til landsins sérhannaða bíla til að nota við upptökur á víkingamynd. Ég stakk þá upp á því að innrétta rútu með þeim útbúnaði sem nauðsynlegur væri og leigja þeim í stað þess að bílarnir yrðu fluttir inn. Öllum leist vel á hugmyndina og í kjölfarið hef ég leigt út innréttaðar rútur með eldhúsi, matsal, skrifstofu, förðunar- og búningaaðstöðu til auglýsingaverkefna og kvikmynda sem teknar eru upp á landinu," segir ævintýramaðurinn sem menntaði sig í úrsmíði og hlaut þannig viðurnefnið úri. "Ég hef alltaf sagt að sá sem getur smíðað það allra minnsta getur líka smíðað það allra stærsta." Jón keypti gamlar rútur og standsetti eftir þörfum. Rúturnar gera fólki kleift að kvikmynda á stöðum þar sem hvorki er vatn né rafmagn og hafa meðferðis rúmgóða aðstöðu þar sem hægt er að borða, farða eða sinna skrifstofustörfum. "Ég fékk nokkrar rútur hjá Sölunefnd varnarliðseigna, eina úr Kerlingarfjöllum og eina keypti ég í gömlu frystihúsi fyrir vestan. Svo hef ég verið að endurnýja og byggja og breyta en rúturnar eru ekki fólksflutningabílar." Á undanförnum árum hefur Ísland orðið vinsæll upptökustaður á erlendum auglýsingum, sérstaklega meðal bílaframleiðanda. Við tökur á slíkum auglýsingum eru notaðir svokallaðir shotmaker-bílar, eða pallbílar sem ætlaðir eru til myndatöku á ferð. Venjan var að kvikmyndatökulið flyttu þá inn því enginn slíkur var til á landinu. "Ég ákvað að gera betur og prófaði mig áfram með að byggja við venjulega pallbíla en fólk vildi þá ekki. Á endanum smíðaði ég bíl sem notaður hefur verið við allar bílaauglýsingar síðan. Þar á meðal fyrir Toyota, Mercedes Benz og Yamaha. Við hann má tengja krana fyrir myndatökuvél og vatnstank með dælu sem framleiðir rigningu á meðan bíllinn er á ferð." Jón á nú sjö rútur auk shotmaker-bílsins sem hann leigir til verkefna í kvikmyndaiðnaðinum. Hann hefur einnig gegnt starfi sem "facility manager" í stórmyndum á borð við James Bond, Tomb Raider og Batman, sem teknar hafa verið upp á Íslandi. Bílar Mest lesið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Lífið Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Lífið Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Bíó og sjónvarp Stjörnurnar flyktust á frumsýningu einnar mest spennandi bíómyndar ársins Lífið samstarf Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Fleiri fréttir Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Jón Hinrik Garðarsson, eða Jón úri eins og hann er kallaður af kunnugum, fékk snilldarhugmynd fyrir tíu árum sem tryggði honum viðskipti í allflestum auglýsinga- og kvikmyndaverkefnum sem unnin hafa verið hérlendis. Hugmyndina fékk Jón þegar hann rak snjósleðaleigu við Langjökul og komst í kynni við kvikmyndafólk. "Breskt tökulið hafði hugsað sér að flytja inn til landsins sérhannaða bíla til að nota við upptökur á víkingamynd. Ég stakk þá upp á því að innrétta rútu með þeim útbúnaði sem nauðsynlegur væri og leigja þeim í stað þess að bílarnir yrðu fluttir inn. Öllum leist vel á hugmyndina og í kjölfarið hef ég leigt út innréttaðar rútur með eldhúsi, matsal, skrifstofu, förðunar- og búningaaðstöðu til auglýsingaverkefna og kvikmynda sem teknar eru upp á landinu," segir ævintýramaðurinn sem menntaði sig í úrsmíði og hlaut þannig viðurnefnið úri. "Ég hef alltaf sagt að sá sem getur smíðað það allra minnsta getur líka smíðað það allra stærsta." Jón keypti gamlar rútur og standsetti eftir þörfum. Rúturnar gera fólki kleift að kvikmynda á stöðum þar sem hvorki er vatn né rafmagn og hafa meðferðis rúmgóða aðstöðu þar sem hægt er að borða, farða eða sinna skrifstofustörfum. "Ég fékk nokkrar rútur hjá Sölunefnd varnarliðseigna, eina úr Kerlingarfjöllum og eina keypti ég í gömlu frystihúsi fyrir vestan. Svo hef ég verið að endurnýja og byggja og breyta en rúturnar eru ekki fólksflutningabílar." Á undanförnum árum hefur Ísland orðið vinsæll upptökustaður á erlendum auglýsingum, sérstaklega meðal bílaframleiðanda. Við tökur á slíkum auglýsingum eru notaðir svokallaðir shotmaker-bílar, eða pallbílar sem ætlaðir eru til myndatöku á ferð. Venjan var að kvikmyndatökulið flyttu þá inn því enginn slíkur var til á landinu. "Ég ákvað að gera betur og prófaði mig áfram með að byggja við venjulega pallbíla en fólk vildi þá ekki. Á endanum smíðaði ég bíl sem notaður hefur verið við allar bílaauglýsingar síðan. Þar á meðal fyrir Toyota, Mercedes Benz og Yamaha. Við hann má tengja krana fyrir myndatökuvél og vatnstank með dælu sem framleiðir rigningu á meðan bíllinn er á ferð." Jón á nú sjö rútur auk shotmaker-bílsins sem hann leigir til verkefna í kvikmyndaiðnaðinum. Hann hefur einnig gegnt starfi sem "facility manager" í stórmyndum á borð við James Bond, Tomb Raider og Batman, sem teknar hafa verið upp á Íslandi.
Bílar Mest lesið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Lífið Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Lífið Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Bíó og sjónvarp Stjörnurnar flyktust á frumsýningu einnar mest spennandi bíómyndar ársins Lífið samstarf Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Fleiri fréttir Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira