Aukinn áhugi á sjálfboðastörfum 5. júlí 2004 00:01 Frá áramótum hafa hundrað og tuttugu nýir sjálfboðaliðar bæst í hóp tæplega ellefu hundruð manns sem sinna reglubundnu sjálfboðastarfi fyrir Rauða kross Íslands. Á árinu 2003 fjölgaði sjálfboðaliðum um tuttugu og átta prósent og hlutfall sjálfboðaliða 35 ára og yngri hefur aukist verulega síðustu ár og er nú um fjörutíu prósent. Aukinn sveigjanleiki og áhersla á fræðslu fyrir sjálfboðaliða og kynningar á verkefnum og hugsjónum Rauða krossins meðal almennings og í skólum hefur mælst vel fyrir því ungt fólk er í auknum mæli að koma inn í félagið. "Þau störf sem um ræðir eru að heimsækja sjúka, einmana og fanga; störf í sölubúðum og bókasafnsþjónusta á spítölum, starf með geðfötluðum, félagsstarf með ungu fólki og að vinna að neyðarvörnum. Stærstu hópar sjálfboðaliðanna eru fólk 66 ára og eldri og fólk yngra en 25 ára. Mikil fjölbreytni í verkefnum deilda félagsins skilar sér greinilega í meiri áhuga almennings á að gefa nokkrar stundir í mánuði í þágu þeirra sem á þurfa að halda. Að hluta til held ég að ástæðan geti einnig legið í betri og markvissari skráningu sem hefur verið endurbætt hjá hreyfingunni til muna," segir Konráð Kristjánsson, verkefnisstjóri hjá Rauða krossinum. Sem dæmi um nýtt verkefni má nefna starf með ungum innflytjendum á vegum Kópavogsdeildar Rauða kross Íslands. Verkefnið felur í sér að nemendur móttökudeilda nýbúa í Hjallaskóla koma einu sinni í viku eftir skóla í sjálfboðamiðstöð Kópavogsdeildar þar sem þeir geta meðal annars fengið aðstoð við heimanámið, málörvun og fræðslu um félagsstarf í Kópavogi í gegnum kynningarstarf og vettvangsferðir. Markmið verkefnisins er að auðvelda börnum af erlendum uppruna aðlögun að íslensku samfélagi og virka þátttöku í því. Verkefnið er hugsað sem eins konar samfélagsfræðsla sem börnin og sjálfboðaliðar geti haft gagn og gaman af. Martin Ho er 19 ára og kemur frá Filippseyjum. Hann hefur búið á Íslandi í 10 ár og hefur starfað á vegum ungmennahreyfingar Rauða krossins síðan í nóvember í Rauða kross fatabúðinni á Laugaveginum. "Ég var atvinnulaus og langaði að prófa að vinna við þetta og sótti því um. Ég vinn að jafnaði tvisvar í mánuði og hef kynnst fullt af fólki í kringum þetta og líkar starfið vel," segir hann. Martin er að leita sér að launaðri vinnu en þrátt fyrir að hann fái hana ætlar hann engu að síður að halda sjálfboðastarfi sínu áfram fyrir Rauða krossinn. "Ég vil vinna þarna til að hjálpa fólki og láta gott af mér leiða," segir hann. Álfrún Edda Ágústsdóttir vinnur sem sjálfboðaliði í heimsóknarþjónustu Rauða krossins og hefur gert síðan 1978. "Mér líkar starfið afar vel sem er bæði gefandi og þakklátt. Á miðvikudögum frá 15 til 17 sit ég við símann og tek við beiðnum frá fólki um heimsóknir. Á þessum tíma getur fólk sem hefur áhuga á að taka þátt í sjálfboðavinnunni einnig hringt og skráð sig hjá okkur og núna yfir sumartímann er vöntun á sjálfboðaliðum hjá okkur því að það eru margir í sumarfríi. Geta þeir sem hafa áhuga hringt til okkar á miðvikudögum á milli 15 til 19 í síma 551 8800. Auk þess sem ég sinni þessu fylgi ég öllum nýjum sjálfboðaliðum í fyrstu heimsókn og leiðbeini þeim og kynni sjúkravininn og sjálfboðaliðann," segir Álfrún Edda. Atvinna Mest lesið Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Lífið Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Lífið Heitasta listapar landsins á djamminu Lífið „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Lífið Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Menning Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Bíó og sjónvarp Hiti í Hringekjunni Tíska og hönnun Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Lífið Fleiri fréttir Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Sjá meira
Frá áramótum hafa hundrað og tuttugu nýir sjálfboðaliðar bæst í hóp tæplega ellefu hundruð manns sem sinna reglubundnu sjálfboðastarfi fyrir Rauða kross Íslands. Á árinu 2003 fjölgaði sjálfboðaliðum um tuttugu og átta prósent og hlutfall sjálfboðaliða 35 ára og yngri hefur aukist verulega síðustu ár og er nú um fjörutíu prósent. Aukinn sveigjanleiki og áhersla á fræðslu fyrir sjálfboðaliða og kynningar á verkefnum og hugsjónum Rauða krossins meðal almennings og í skólum hefur mælst vel fyrir því ungt fólk er í auknum mæli að koma inn í félagið. "Þau störf sem um ræðir eru að heimsækja sjúka, einmana og fanga; störf í sölubúðum og bókasafnsþjónusta á spítölum, starf með geðfötluðum, félagsstarf með ungu fólki og að vinna að neyðarvörnum. Stærstu hópar sjálfboðaliðanna eru fólk 66 ára og eldri og fólk yngra en 25 ára. Mikil fjölbreytni í verkefnum deilda félagsins skilar sér greinilega í meiri áhuga almennings á að gefa nokkrar stundir í mánuði í þágu þeirra sem á þurfa að halda. Að hluta til held ég að ástæðan geti einnig legið í betri og markvissari skráningu sem hefur verið endurbætt hjá hreyfingunni til muna," segir Konráð Kristjánsson, verkefnisstjóri hjá Rauða krossinum. Sem dæmi um nýtt verkefni má nefna starf með ungum innflytjendum á vegum Kópavogsdeildar Rauða kross Íslands. Verkefnið felur í sér að nemendur móttökudeilda nýbúa í Hjallaskóla koma einu sinni í viku eftir skóla í sjálfboðamiðstöð Kópavogsdeildar þar sem þeir geta meðal annars fengið aðstoð við heimanámið, málörvun og fræðslu um félagsstarf í Kópavogi í gegnum kynningarstarf og vettvangsferðir. Markmið verkefnisins er að auðvelda börnum af erlendum uppruna aðlögun að íslensku samfélagi og virka þátttöku í því. Verkefnið er hugsað sem eins konar samfélagsfræðsla sem börnin og sjálfboðaliðar geti haft gagn og gaman af. Martin Ho er 19 ára og kemur frá Filippseyjum. Hann hefur búið á Íslandi í 10 ár og hefur starfað á vegum ungmennahreyfingar Rauða krossins síðan í nóvember í Rauða kross fatabúðinni á Laugaveginum. "Ég var atvinnulaus og langaði að prófa að vinna við þetta og sótti því um. Ég vinn að jafnaði tvisvar í mánuði og hef kynnst fullt af fólki í kringum þetta og líkar starfið vel," segir hann. Martin er að leita sér að launaðri vinnu en þrátt fyrir að hann fái hana ætlar hann engu að síður að halda sjálfboðastarfi sínu áfram fyrir Rauða krossinn. "Ég vil vinna þarna til að hjálpa fólki og láta gott af mér leiða," segir hann. Álfrún Edda Ágústsdóttir vinnur sem sjálfboðaliði í heimsóknarþjónustu Rauða krossins og hefur gert síðan 1978. "Mér líkar starfið afar vel sem er bæði gefandi og þakklátt. Á miðvikudögum frá 15 til 17 sit ég við símann og tek við beiðnum frá fólki um heimsóknir. Á þessum tíma getur fólk sem hefur áhuga á að taka þátt í sjálfboðavinnunni einnig hringt og skráð sig hjá okkur og núna yfir sumartímann er vöntun á sjálfboðaliðum hjá okkur því að það eru margir í sumarfríi. Geta þeir sem hafa áhuga hringt til okkar á miðvikudögum á milli 15 til 19 í síma 551 8800. Auk þess sem ég sinni þessu fylgi ég öllum nýjum sjálfboðaliðum í fyrstu heimsókn og leiðbeini þeim og kynni sjúkravininn og sjálfboðaliðann," segir Álfrún Edda.
Atvinna Mest lesið Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Lífið Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Lífið Heitasta listapar landsins á djamminu Lífið „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Lífið Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Menning Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Bíó og sjónvarp Hiti í Hringekjunni Tíska og hönnun Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Lífið Fleiri fréttir Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Sjá meira