Apabúningur og fallhlífarstökk 7. júlí 2004 00:01 Þóra Karítas gefur góð ráð við lífsleiða. Með margvíslegum hætti er hægt að hressa sig við af almennum lífsleiða. Stundum verður maður það þungur að maður nennir ekki einu sinni að láta sér detta eitthvað sniðugt í hug til að framkvæma. En ég veit um tvennt sem getur hjálpað: Apabúningur og fallhlífastökk. Þegar sækir að léttur lífsleiði getur apabúningur gert kraftaverk. Gott er að geyma búninginn á góðum stað í vinnunni og á leiðindastundum er best að laumast inn á klósett, smella sér í gervi apans og hlaupa í gegnum vinnurýmið. Þetta vekur furðu samstarfsfélaganna. Enginn veit hver leynist í apabúningnum og apinn er spurður að því hvaða skóli sé að dimmitera? Á endanum, eftir að hafa gengið aðeins of langt í fíflalátunum, er maður rekinn út. Þá smeygir maður sér úr gallanum, sest glaður og reifur í sætið sitt og ferskleikinn geislar af manni. Maður á sitt leyndarmál og þykist hissa þegar vinnufélagarnir deila með manni uppákomunni sem átti sér stað í fjarverunni. Fallhlífastökkið virkar mun betur á dýpra þunglyndi en venjulegan lífsleiða og þó það hljómi kannski öfugsnúið þá getur fallhlífastökk þannig bjargað mannslífum. Það er ekki fræðilegur möguleiki að ímynda sér hvernig fallhlífastökk er fyrr en maður prófar það sjálfur. Hjá mér var það þannig að ég hélt að fallhlífastökk væri bara til í bíómyndum alveg þar til flugvélin var opnuð og mér var kippt út. Við tók frjálst fall þar sem stjórnleysið er algert en þegar fallhlífin er opnuð breytist maður í fugl sem svífur um háloftin. Allt í einu sér maður Reykjavík og lífið í heild frá alveg nýju sjónarhorni og hafi adrenalínið áður verið í sögulegu lágmarki má bóka að nú kikkar það inn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stuð milli stríða Mest lesið Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun
Þóra Karítas gefur góð ráð við lífsleiða. Með margvíslegum hætti er hægt að hressa sig við af almennum lífsleiða. Stundum verður maður það þungur að maður nennir ekki einu sinni að láta sér detta eitthvað sniðugt í hug til að framkvæma. En ég veit um tvennt sem getur hjálpað: Apabúningur og fallhlífastökk. Þegar sækir að léttur lífsleiði getur apabúningur gert kraftaverk. Gott er að geyma búninginn á góðum stað í vinnunni og á leiðindastundum er best að laumast inn á klósett, smella sér í gervi apans og hlaupa í gegnum vinnurýmið. Þetta vekur furðu samstarfsfélaganna. Enginn veit hver leynist í apabúningnum og apinn er spurður að því hvaða skóli sé að dimmitera? Á endanum, eftir að hafa gengið aðeins of langt í fíflalátunum, er maður rekinn út. Þá smeygir maður sér úr gallanum, sest glaður og reifur í sætið sitt og ferskleikinn geislar af manni. Maður á sitt leyndarmál og þykist hissa þegar vinnufélagarnir deila með manni uppákomunni sem átti sér stað í fjarverunni. Fallhlífastökkið virkar mun betur á dýpra þunglyndi en venjulegan lífsleiða og þó það hljómi kannski öfugsnúið þá getur fallhlífastökk þannig bjargað mannslífum. Það er ekki fræðilegur möguleiki að ímynda sér hvernig fallhlífastökk er fyrr en maður prófar það sjálfur. Hjá mér var það þannig að ég hélt að fallhlífastökk væri bara til í bíómyndum alveg þar til flugvélin var opnuð og mér var kippt út. Við tók frjálst fall þar sem stjórnleysið er algert en þegar fallhlífin er opnuð breytist maður í fugl sem svífur um háloftin. Allt í einu sér maður Reykjavík og lífið í heild frá alveg nýju sjónarhorni og hafi adrenalínið áður verið í sögulegu lágmarki má bóka að nú kikkar það inn.
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun