Fáir nota stæði í bílahúsum 7. júlí 2004 00:01 Rúm 70 prósent ökumanna nota sjaldan eða aldrei bílahús í miðbæ Reykjavíkur og hækkar þetta hlutfall í 90 prósent þegar um fullorðið fólk er að ræða. Þetta eru niðurstöður könnunar sem gerð var um notkun bílahúsanna af hálfu nokkurra nemenda í endurmenntunardeild Háskóla Íslands. Könnunin var gerð í desember síðastliðnum. Bílahúsin í miðbænum eru sex talsins með rúmlega þúsund bílastæðum alls og verið er að byggja eitt enn á lóð þeirri er Stjörnubíó stóð á áður. Þar verður pláss fyrir 200 bíla til viðbótar en gert er ráð fyrir að bygging þess hefjist í júní á næsta ári. Bílastæðasjóður rekur húsin en tilgangur sjóðsins hefur verið að stýra nýtingu bílastæða í því skyni að auka verslun og þjónustu í miðborginni en sé tekið mið af könnuninni hefur sú tilraun mistekist enda er nýting flestra bílahúsa enn vel undir 50 prósentum. Kynningar og auglýsingar á bílastæðamöguleikum í húsunum virðast hafa haft takmörkuð áhrif sem sést líklega best á því að tæp 70 prósent aðspurðra vissu ekki að frítt er í flest bílahúsin á laugardögum. Bílar Innlent Mest lesið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið Terence Stamp látinn Bíó og sjónvarp Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Breyta merki Eurovision Tíska og hönnun Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Annie Mist á von á þriðja barninu Lífið Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir Lífið Fleiri fréttir Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Rúm 70 prósent ökumanna nota sjaldan eða aldrei bílahús í miðbæ Reykjavíkur og hækkar þetta hlutfall í 90 prósent þegar um fullorðið fólk er að ræða. Þetta eru niðurstöður könnunar sem gerð var um notkun bílahúsanna af hálfu nokkurra nemenda í endurmenntunardeild Háskóla Íslands. Könnunin var gerð í desember síðastliðnum. Bílahúsin í miðbænum eru sex talsins með rúmlega þúsund bílastæðum alls og verið er að byggja eitt enn á lóð þeirri er Stjörnubíó stóð á áður. Þar verður pláss fyrir 200 bíla til viðbótar en gert er ráð fyrir að bygging þess hefjist í júní á næsta ári. Bílastæðasjóður rekur húsin en tilgangur sjóðsins hefur verið að stýra nýtingu bílastæða í því skyni að auka verslun og þjónustu í miðborginni en sé tekið mið af könnuninni hefur sú tilraun mistekist enda er nýting flestra bílahúsa enn vel undir 50 prósentum. Kynningar og auglýsingar á bílastæðamöguleikum í húsunum virðast hafa haft takmörkuð áhrif sem sést líklega best á því að tæp 70 prósent aðspurðra vissu ekki að frítt er í flest bílahúsin á laugardögum.
Bílar Innlent Mest lesið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið Terence Stamp látinn Bíó og sjónvarp Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Breyta merki Eurovision Tíska og hönnun Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Annie Mist á von á þriðja barninu Lífið Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir Lífið Fleiri fréttir Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira