Söngleikur með sterkan boðskap 9. júlí 2004 00:01 "Þetta er búin að vera rosamikil keyrsla. Við erum þarna nokkur sem erum líka framleiðendur að sýningunni og það er því aðeins meira álag á okkur, en þetta er líka ótrúlega gaman," segir Unnur Ösp Stefánsdóttir, leikkona í söngleiknum Hárið sem frumsýndur verður í Austurbæ í kvöld. "Ég leik Dionne, eina skutluna þarna í hárgenginu. Hún er bara mjög daðursöm stelpa sem lendir í því að verða skotin í einum stráknum sem er á leiðinni í stríðið." Sjálf segist hún geta samsamað sig persónunni, því öll hafi þau þurft að leita að hippanum sem blundar í okkur öllum. Þrátt fyrir að Hárið gerist í New York árið 1968, var ákveðið að staðfæra verkið ekki. "Við ákváðum að endurspegla ákveðið tímabil og tíðaranda og kynna það fyrir nýrri kynslóð. Ástandið í heiminum er jafnslæmt nú ef ekki verra og þessi söngleikur hefur sterkan boðskap og ádeilu sem ógjörningur er að staðfæra. Auðvitað er stríðsádeilan mjög opin, þó svo henni sé ekki þröngvað að áhorfendum." Mikið er rætt um nektaratriðið í Hárinu í hvert skipti sem söngleikurinn er settur upp og segir Unnur að það hafi verið erfitt í fyrsta skiptið að fara úr fötunum. "Þetta var fáránlega erfitt á fyrstu æfingu en nú er komið svo mikið traust í hópnum að núna er það bara svolítið gaman." Það er þó ekki nektin sem gerir það að verkum að sýningin er ekki sögð við hæfi barna. "Það er ekki bara ofsalega mikil fíkniefnaneysla í þessum söngleik, heldur líka heimilisofbeldi og alls konar rugl sem er ekki við hæfi barna. Því mælum við ekki með því að börn komi á sýninguna." Mest lesið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
"Þetta er búin að vera rosamikil keyrsla. Við erum þarna nokkur sem erum líka framleiðendur að sýningunni og það er því aðeins meira álag á okkur, en þetta er líka ótrúlega gaman," segir Unnur Ösp Stefánsdóttir, leikkona í söngleiknum Hárið sem frumsýndur verður í Austurbæ í kvöld. "Ég leik Dionne, eina skutluna þarna í hárgenginu. Hún er bara mjög daðursöm stelpa sem lendir í því að verða skotin í einum stráknum sem er á leiðinni í stríðið." Sjálf segist hún geta samsamað sig persónunni, því öll hafi þau þurft að leita að hippanum sem blundar í okkur öllum. Þrátt fyrir að Hárið gerist í New York árið 1968, var ákveðið að staðfæra verkið ekki. "Við ákváðum að endurspegla ákveðið tímabil og tíðaranda og kynna það fyrir nýrri kynslóð. Ástandið í heiminum er jafnslæmt nú ef ekki verra og þessi söngleikur hefur sterkan boðskap og ádeilu sem ógjörningur er að staðfæra. Auðvitað er stríðsádeilan mjög opin, þó svo henni sé ekki þröngvað að áhorfendum." Mikið er rætt um nektaratriðið í Hárinu í hvert skipti sem söngleikurinn er settur upp og segir Unnur að það hafi verið erfitt í fyrsta skiptið að fara úr fötunum. "Þetta var fáránlega erfitt á fyrstu æfingu en nú er komið svo mikið traust í hópnum að núna er það bara svolítið gaman." Það er þó ekki nektin sem gerir það að verkum að sýningin er ekki sögð við hæfi barna. "Það er ekki bara ofsalega mikil fíkniefnaneysla í þessum söngleik, heldur líka heimilisofbeldi og alls konar rugl sem er ekki við hæfi barna. Því mælum við ekki með því að börn komi á sýninguna."
Mest lesið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira