Passar að allir séu glaðir 13. október 2005 14:24 Gróðrastöðin Lambhagi við Vesturlandsveg fagnar 25 ára afmæli sínu um þessar mundir en þar var fyrsta vistvæna grænmetisræktunin á Íslandi. Hafberg Þórisson, stofnandi og eigandi Lambhaga segir að fyrstu árin hafi verið erfið og einkum vegna þess að vistvæn ræktun er miklu dýrari en venjuleg ræktun. "Í vistvænni ræktun felst að engin eiturefni eru notuð og nákvæmlega er skráð hvernig grænmetið er meðhöndlað við ræktunina. Á viku flytjum við ránmaura og flugur til landsins fyrir 8000 kr. Þau éta sníkjudýrin svo ekki þarf að nota skordýraeitur og annað þess háttar. En auðvitað var þetta mjög dýrt og hætta á að varan yrði of dýr fyrir neytendur." Þegar Lambhagi var að byrja var erfitt að markaðssetja vöruna og verðleggja hana. "Þannig að ég settist niður með verslunareigendum og við fundum út í sameiningu hvað við þyrftum hvor um sig að hafa fyrir okkar snúð. Ég held að fjármálaráð mitt til þeirra sem leggja út í eitthvað svipað sé að hafa gott samstarf milli þess sem kaupir, þess sem selur og þess sem framleiðir. Best er að haga málum þannig að allir séu glaðir og neytandinn fái salatið sitt á sem hagstæðustu verði án þess þó að nokkur þurfi að borga með því. Lambhagi væri ekki orðinn 25 ára ef við hefðum ekki haft þetta að leiðarljósi," segir Hafberg sem hyggur á lífræna ræktun í góðu samstarfi við kaupendur. Fjármál Mest lesið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Gróðrastöðin Lambhagi við Vesturlandsveg fagnar 25 ára afmæli sínu um þessar mundir en þar var fyrsta vistvæna grænmetisræktunin á Íslandi. Hafberg Þórisson, stofnandi og eigandi Lambhaga segir að fyrstu árin hafi verið erfið og einkum vegna þess að vistvæn ræktun er miklu dýrari en venjuleg ræktun. "Í vistvænni ræktun felst að engin eiturefni eru notuð og nákvæmlega er skráð hvernig grænmetið er meðhöndlað við ræktunina. Á viku flytjum við ránmaura og flugur til landsins fyrir 8000 kr. Þau éta sníkjudýrin svo ekki þarf að nota skordýraeitur og annað þess háttar. En auðvitað var þetta mjög dýrt og hætta á að varan yrði of dýr fyrir neytendur." Þegar Lambhagi var að byrja var erfitt að markaðssetja vöruna og verðleggja hana. "Þannig að ég settist niður með verslunareigendum og við fundum út í sameiningu hvað við þyrftum hvor um sig að hafa fyrir okkar snúð. Ég held að fjármálaráð mitt til þeirra sem leggja út í eitthvað svipað sé að hafa gott samstarf milli þess sem kaupir, þess sem selur og þess sem framleiðir. Best er að haga málum þannig að allir séu glaðir og neytandinn fái salatið sitt á sem hagstæðustu verði án þess þó að nokkur þurfi að borga með því. Lambhagi væri ekki orðinn 25 ára ef við hefðum ekki haft þetta að leiðarljósi," segir Hafberg sem hyggur á lífræna ræktun í góðu samstarfi við kaupendur.
Fjármál Mest lesið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira