Alltaf verið matvandur 15. júlí 2004 00:01 Þó að Sigurður Þ. Ragnarsson, oftar nefndur Siggi stormur, sé oft djarfur í veðurspám fyrir landann er hann ragur eins og kettlingur þegar kemur að framandi mat. Hann segir að það megi rekja til þess að hann hefur alltaf verið matvandur þó að matarsmekkurinn hafi vissulega þroskast á seinni árum. "Ég er ótrúlega smeykur við framandi exótíska rétti og held mig við það sem ég þekki best," segir Siggi. "En bara það að uppáhaldsmaturinn minn skuli vera humar sannar að ég er á réttri leið. Ég hefði ekki sett hann inn fyrir mínar varir fyrir fimm árum." Siggi eldar humarinn sjálfur og lumar á allskyns göldrum í matreiðslunni. "Ég leik mér með humarinn, grilla hann bæði í skel og án, marínera hann í hvítlaukslegi og örlitlum pipar og svo bý ég til humarsúpu, svo dæmi sé tekið. Við erum að tala hérna um alvöru flauelsmat," segir Siggi, og rymur í honum við tilhugsunina. "Í súpuna nota ég lúðu og skötusel, sem er reyndar enn einn fiskurinn sem ég hefði einhverntíma neitað að borða, og með súpunni vil ég hafa gourmé-brauð og gott Chardonnay-hvítvín." Siggi segist vera rjómasósumaður og býr til dýrðlegar sósur með grillaða humarnum. "Svo er mikilvægt fyrir mig að hreinsa görnina úr, ég borða nefnilega ekki garnir," segir hann ákveðinn. Aðspurður hvort hann sé í góðum "humarsamböndum" segist Siggi eiga góða vini og neitar að ræða það meir. "Þetta er dýr matur og ég elda hann oft. Það segir allt sem þarf." Siggi segist vera allur af vilja gerður að víkka sjóndeildarhringinn þegar kemur að mat og matargerð. "Ólívur, hummus og kus kus eru ekki enn á matseðlinum, en ég er að minnsta kosti búin að taka hvítlaukinn inn. Þetta kemur smátt og smátt, sem er eiginlega nauðsynlegt, því þegar veðurkortunum sleppir finnst mér skemmtilegast að elda mat," segir hann og lofar að lokum bongóblíðu um helgina. Matur Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar Sjá meira
Þó að Sigurður Þ. Ragnarsson, oftar nefndur Siggi stormur, sé oft djarfur í veðurspám fyrir landann er hann ragur eins og kettlingur þegar kemur að framandi mat. Hann segir að það megi rekja til þess að hann hefur alltaf verið matvandur þó að matarsmekkurinn hafi vissulega þroskast á seinni árum. "Ég er ótrúlega smeykur við framandi exótíska rétti og held mig við það sem ég þekki best," segir Siggi. "En bara það að uppáhaldsmaturinn minn skuli vera humar sannar að ég er á réttri leið. Ég hefði ekki sett hann inn fyrir mínar varir fyrir fimm árum." Siggi eldar humarinn sjálfur og lumar á allskyns göldrum í matreiðslunni. "Ég leik mér með humarinn, grilla hann bæði í skel og án, marínera hann í hvítlaukslegi og örlitlum pipar og svo bý ég til humarsúpu, svo dæmi sé tekið. Við erum að tala hérna um alvöru flauelsmat," segir Siggi, og rymur í honum við tilhugsunina. "Í súpuna nota ég lúðu og skötusel, sem er reyndar enn einn fiskurinn sem ég hefði einhverntíma neitað að borða, og með súpunni vil ég hafa gourmé-brauð og gott Chardonnay-hvítvín." Siggi segist vera rjómasósumaður og býr til dýrðlegar sósur með grillaða humarnum. "Svo er mikilvægt fyrir mig að hreinsa görnina úr, ég borða nefnilega ekki garnir," segir hann ákveðinn. Aðspurður hvort hann sé í góðum "humarsamböndum" segist Siggi eiga góða vini og neitar að ræða það meir. "Þetta er dýr matur og ég elda hann oft. Það segir allt sem þarf." Siggi segist vera allur af vilja gerður að víkka sjóndeildarhringinn þegar kemur að mat og matargerð. "Ólívur, hummus og kus kus eru ekki enn á matseðlinum, en ég er að minnsta kosti búin að taka hvítlaukinn inn. Þetta kemur smátt og smátt, sem er eiginlega nauðsynlegt, því þegar veðurkortunum sleppir finnst mér skemmtilegast að elda mat," segir hann og lofar að lokum bongóblíðu um helgina.
Matur Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar Sjá meira