Mótorcross ekki mjög hættulegt 23. júlí 2004 00:01 Mótorsport er ekki bara karlasport eins og sumir halda því á undanförnum árum hefur fjöldi stelpna látið til skarar skríða á mótocrosskeppnum. Aníta Hauksdóttir, þrettán ára mótorhjólastelpa, hefur mætt sterk til leiks á fyrstu tvær umferðir Íslandsmeistaramótsins í mótocrossi og þykir örugg um titilinn í ár. Aníta hefur sinnt sportinu af miklu kappi frá tíu ára aldri eða síðan hún eignaðist sitt fyrsta hjól. "Pabbi minn byrjaði að hjóla árið 2000 og gaf mér þá crosshjól í afmælisgjöf. Ég var rétt farin að prófa hjólið þegar hann tók upp á því að skrá mig í fyrstu keppnina, í svokölluðu speedway, ekki mótocrossi. Á þeim tíma var hann sjálfur Íslandsmeistari í B-flokki. Ég var auðvitað mjög hissa því ég var rétt byrjuð að hjóla en gekk þó ágætlega. Ég tók einn strák í mótinu og var geðveikt ánægð með það," hlær Aníta sem þá var eina stelpan í keppninni. Foreldrar hennar, Haukur Þorsteinsson og Theodóra Björk Heimisdóttir, opnuðu fyrir rúmu ári mótorhjólaverslunina Nítró en þau eru bæði á kafi í sportinu. "Ég hafði ekki hugmynd um að það væru fleiri stelpur að hjóla fyrr en ég kynntist Heiðu í Nikíta. Við fórum að æfa okkur saman, kynntumst svo Söru Ómarsdóttur sem einnig var í þessu og saman stofnuðum við fyrsta kvennaliðið á Íslandi, Nikita Team." Á Íslandsmeistaramótum keppa allir sem einstaklingar en að móti loknu eru einnig liðum veitt sérstök verðlaun fyrir frammistöðu. "Við höfum æft okkur mikið, reynt að keppa á öllum mótum og fengið góða styrktaraðila," segir Aníta sem hafnaði í öðru sæti á Íslandsmeistarmótinu í fyrra. "Við höfum fengið leyfi til að æfa okkur á nokkrum brautum meðal annars í Grindavík og Álfsnesi en þar er líka mótocrossskóli." Hún blæs á að íþróttin sé hættuleg ef notast er við réttan búnað. "Þessu fylgir vissulega aksjón, fjör og spenna og maður getur fengið mikla útrás á hjólinu en ég veit um fleiri sem slasa sig í fótbolta en mótocrossi," segir hin frakka sem slær flestum við þegar mótorhljól eru annars vegar. thorat@frettabladid.is Bílar Mest lesið Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París Lífið Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Lífið Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Lífið Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Lífið Í skýjunum með að vera fyrstir Tónlist Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak Menning Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Lífið Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Mótorsport er ekki bara karlasport eins og sumir halda því á undanförnum árum hefur fjöldi stelpna látið til skarar skríða á mótocrosskeppnum. Aníta Hauksdóttir, þrettán ára mótorhjólastelpa, hefur mætt sterk til leiks á fyrstu tvær umferðir Íslandsmeistaramótsins í mótocrossi og þykir örugg um titilinn í ár. Aníta hefur sinnt sportinu af miklu kappi frá tíu ára aldri eða síðan hún eignaðist sitt fyrsta hjól. "Pabbi minn byrjaði að hjóla árið 2000 og gaf mér þá crosshjól í afmælisgjöf. Ég var rétt farin að prófa hjólið þegar hann tók upp á því að skrá mig í fyrstu keppnina, í svokölluðu speedway, ekki mótocrossi. Á þeim tíma var hann sjálfur Íslandsmeistari í B-flokki. Ég var auðvitað mjög hissa því ég var rétt byrjuð að hjóla en gekk þó ágætlega. Ég tók einn strák í mótinu og var geðveikt ánægð með það," hlær Aníta sem þá var eina stelpan í keppninni. Foreldrar hennar, Haukur Þorsteinsson og Theodóra Björk Heimisdóttir, opnuðu fyrir rúmu ári mótorhjólaverslunina Nítró en þau eru bæði á kafi í sportinu. "Ég hafði ekki hugmynd um að það væru fleiri stelpur að hjóla fyrr en ég kynntist Heiðu í Nikíta. Við fórum að æfa okkur saman, kynntumst svo Söru Ómarsdóttur sem einnig var í þessu og saman stofnuðum við fyrsta kvennaliðið á Íslandi, Nikita Team." Á Íslandsmeistaramótum keppa allir sem einstaklingar en að móti loknu eru einnig liðum veitt sérstök verðlaun fyrir frammistöðu. "Við höfum æft okkur mikið, reynt að keppa á öllum mótum og fengið góða styrktaraðila," segir Aníta sem hafnaði í öðru sæti á Íslandsmeistarmótinu í fyrra. "Við höfum fengið leyfi til að æfa okkur á nokkrum brautum meðal annars í Grindavík og Álfsnesi en þar er líka mótocrossskóli." Hún blæs á að íþróttin sé hættuleg ef notast er við réttan búnað. "Þessu fylgir vissulega aksjón, fjör og spenna og maður getur fengið mikla útrás á hjólinu en ég veit um fleiri sem slasa sig í fótbolta en mótocrossi," segir hin frakka sem slær flestum við þegar mótorhljól eru annars vegar. thorat@frettabladid.is
Bílar Mest lesið Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París Lífið Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Lífið Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Lífið Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Lífið Í skýjunum með að vera fyrstir Tónlist Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak Menning Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Lífið Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira