Hreyfimyndasmiður hljómsveitanna 27. júlí 2004 00:01 "Ég lifi á því að búa til hreyfanlegar litmyndir með hljóði svo að það mætti alveg segja að ég sé kvikmyndagerðarmaður," segir Gaukur Úlfarsson sem hefur getið sér gott orð undanfarin misseri fyrir tónlistarmyndbönd fyrir hljómsveitir eins og Quarashi, Ske, K.K. Tinnu Marínu, Stuðmenn og fleiri. Auk þess að vera kvikmyndagerðarmaður er Gaukur bassaleikari og var áberandi sem slíkur í grasrótinni á seinustu öld en hann hefur einnig leikið með hljómsveitinni Quarashi frá stofnun hennar. "Ég man ekki af hverju ég fór út í þennan kvikmyndabransa, mig minnir að ég hafi byrjað á því að búa til sprell-video með Quarashi og síðan þá hef ég verið svokallaður hirð-hreyfimyndasmiður hljómsveitarinnar." Meðfram tónlistarmyndbandagerð hefur Gaukur verið með alþjóðlega heimildamynd í smíðum um nokkurt skeið í samstarfi við Þórólf Beck. "Þessi heimildamynd fjallar um fólk sem býr í einskonar Matrix-heimi þar sem það hefur að nokkru leyti yfirgefið hinn fýsíska heim fyrir digital-veröld tölvunnar og netsins. Það mætti jafnvel kalla þetta sannsögulega Matrix-mynd. Þetta byrjaði sem heimildamynd um EVE Online tölvuleikinn íslenska og þar hófst samstarfið við Þórólf Beck sem síðan þróaðist út í þessa heimildamynd. Í myndinni erum við að fjalla um fólk sem hefur hannað sér alteregó í heimatölvunni sinni. Það á sér fortíð og framtíð, starf, menntun og útlit. Við fórum til Tokyo, Seoul og Kaupmannahafnar og tókum viðtöl við spilara sem lifa og hrærast í þessum heimi. Þarna er fólk sem lifir lífi sem ekki er hægt að útskýra með orðum. Fólk verður eiginlega bara að bíða eftir myndinni." En hvað svo annað á döfinni? "Ég hef verið að gera heimildamynd um upptökur á nýjustu plötu Quarashi sem verður mjög fróðleg. Fókusinn var tekinn á almennan tónlistaráhuga fólks, af hverju menn fara út í þann bransa að taka upp plötu og þar fram eftir götunum. Það var varla slegin nóta í hljóðverinu sem ekki var tekin upp og svo þarf bara að setja þessi myndbrot saman. Annars er ég er að íhuga að taka góðan sprett í vídeo-gerð. Þetta er mjög góð æfing í kvikmyndagerð. Það er mikið stress því allt þarf að gerast á mjög stuttum tíma og þetta kennir manni öguð vinnubrögð og þjálfar útsjónarsemi. Langtímamarkmiðið er þó að gera kvikmynd í fullri lengd innan þriggja ára. Ég er byrjaður að safna í gagnabankann og er kominn með nokkrar góðar sögur sem munu síðan væntanlega krydda hversdagslegt handrit." Bíó og sjónvarp Tónlist Mest lesið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Die Antwoord og M.O.P. ásamt fleirum á Secret Solstice Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
"Ég lifi á því að búa til hreyfanlegar litmyndir með hljóði svo að það mætti alveg segja að ég sé kvikmyndagerðarmaður," segir Gaukur Úlfarsson sem hefur getið sér gott orð undanfarin misseri fyrir tónlistarmyndbönd fyrir hljómsveitir eins og Quarashi, Ske, K.K. Tinnu Marínu, Stuðmenn og fleiri. Auk þess að vera kvikmyndagerðarmaður er Gaukur bassaleikari og var áberandi sem slíkur í grasrótinni á seinustu öld en hann hefur einnig leikið með hljómsveitinni Quarashi frá stofnun hennar. "Ég man ekki af hverju ég fór út í þennan kvikmyndabransa, mig minnir að ég hafi byrjað á því að búa til sprell-video með Quarashi og síðan þá hef ég verið svokallaður hirð-hreyfimyndasmiður hljómsveitarinnar." Meðfram tónlistarmyndbandagerð hefur Gaukur verið með alþjóðlega heimildamynd í smíðum um nokkurt skeið í samstarfi við Þórólf Beck. "Þessi heimildamynd fjallar um fólk sem býr í einskonar Matrix-heimi þar sem það hefur að nokkru leyti yfirgefið hinn fýsíska heim fyrir digital-veröld tölvunnar og netsins. Það mætti jafnvel kalla þetta sannsögulega Matrix-mynd. Þetta byrjaði sem heimildamynd um EVE Online tölvuleikinn íslenska og þar hófst samstarfið við Þórólf Beck sem síðan þróaðist út í þessa heimildamynd. Í myndinni erum við að fjalla um fólk sem hefur hannað sér alteregó í heimatölvunni sinni. Það á sér fortíð og framtíð, starf, menntun og útlit. Við fórum til Tokyo, Seoul og Kaupmannahafnar og tókum viðtöl við spilara sem lifa og hrærast í þessum heimi. Þarna er fólk sem lifir lífi sem ekki er hægt að útskýra með orðum. Fólk verður eiginlega bara að bíða eftir myndinni." En hvað svo annað á döfinni? "Ég hef verið að gera heimildamynd um upptökur á nýjustu plötu Quarashi sem verður mjög fróðleg. Fókusinn var tekinn á almennan tónlistaráhuga fólks, af hverju menn fara út í þann bransa að taka upp plötu og þar fram eftir götunum. Það var varla slegin nóta í hljóðverinu sem ekki var tekin upp og svo þarf bara að setja þessi myndbrot saman. Annars er ég er að íhuga að taka góðan sprett í vídeo-gerð. Þetta er mjög góð æfing í kvikmyndagerð. Það er mikið stress því allt þarf að gerast á mjög stuttum tíma og þetta kennir manni öguð vinnubrögð og þjálfar útsjónarsemi. Langtímamarkmiðið er þó að gera kvikmynd í fullri lengd innan þriggja ára. Ég er byrjaður að safna í gagnabankann og er kominn með nokkrar góðar sögur sem munu síðan væntanlega krydda hversdagslegt handrit."
Bíó og sjónvarp Tónlist Mest lesið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Die Antwoord og M.O.P. ásamt fleirum á Secret Solstice Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira