Losnað við yfirdráttinn 28. júlí 2004 00:01 Sæll Ingólfur. Mig langar til að vita hvort þú lumir á góðum ráðum varðandi yfirdrætti? Þannig er að við erum að greiða yfir 10. þús. krónur í vexti á mánuði vegna yfirdráttarheimilda! Þetta er náttúrlega alltof mikið og væri betra að ráðstafa þessum peningum t.d. í sparnað. En þetta er vítahringur sem erfitt er að komast úr. Er sniðugt að taka lán fyrir yfirdrættinum? Er það ekki bara léleg lausn? Ertu með einhver ráð? Kveðja Svala. Sæl Svala. Þú hefur í rauninni aðeins um tvo kosti að velja fyrir utan að bíða eftir lottóvinningnum sem ég mæli ekki með. Annað hvort semur þú við þig sjálfa um að greiða ákveðna upphæð inn á heimildina á hverjum mánuði þangað til hún er búin, eða þú tekur skuldabréf með mánaðarlegum greiðslum. Kosturinn við skuldabréfið eru lægri vextir og aginn sem mánaðarlegir greiðsluseðlar veita. Seðlarnir liggja á manni eins og mara og maður losnar ekki við þá fyrr en maður borgar. Veljir þú hina leiðina mæli ég með að þú semjir um yfirdráttarvextina, annað hvort við bankann þinn eða einhvern annan. Lánastofnanir hafa ekkert á móti tiltölulega skilvísum skuldurum og Netbankinn, nb.is, hefur til dæmis gert fólki tilboð í yfirdráttinn þeirra og boðið lægri vexti en ég hef séð annarsstaðar. Veljir þú þessa leið verður þú sjálf að bera ábyrgð á mánaðarlegum greiðslum. Þú verður að veita þér nauðsynlegt aðhald til þess að greiða reglulega inn á heimildina. Bankinn setur ekki á þig þrýsting því honum líður vel á meðan hann tínir af þér vextina. Til þess að gera þér þessa leið auðvelda, legg ég til að þú takir 10% af mánaðarlegum nettótekjum þínum og notir þá upphæð til þess að greiða niður heimildana. Þú getur svo notað sömu upphæð í sparnað þegar þú hefur klárað yfirdráttinn. Þú segir að þetta sé vítahringur hjá ykkur. Er hugsanlegt að þið stýrið neyslunni ekki nógu vel og nýtið þar af leiðandi peningana illa? Getur verið að þið vitið ekki almennilega í hvað peningarnir fara; notið kreditkort, kaupið eitthvað sniðugt og ódýrt en síður það sem þið þurfið og ykkur vantar alltaf eitthvað? Þegar kortareikningurinn kemur hverfur ánægjan og þið munið ekki hvað þið keyptuð eða hvað það var sem kostaði svona mikið. Er þetta einhvernveginn svona? Ef svo er, mæli ég með að þið notið peningana eins og þið væruð að undirbúa góða og dýra máltíð: Skipuleggið kaupin með góðum fyrirvara og kaupið aðeins besta hráefnið. Látið ykkur hlakka til og finnið fyrir eftirvæntingunni og spennunni. Nostrið við matargerðina og skreytið borðið af tilfinningu og hugmyndaauðgi. Gefið ykkur góðan tíma við að matast, smjattið vel á réttunum og lifið lengi á eftirbragðinu. Verði ykkur að góðu, Ingólfur Hrafnkell Ertu með spurningu til Ingólfs? Sendu honum línu á fjarmal@frettabladid.is Fjármál Mest lesið Tíu stellingar sem örva G-blettinn Lífið Glæsihús augnlæknis til sölu Lífið Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Lífið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Leita að krökkum til að taka þátt í alþjóðlegu tónlistarmyndbandi Lífið Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Lokahelgi RIFF: Danskar stórstjörnur, nýjasta tækni og Gyllti lundinn afhentur Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Sjá meira
Sæll Ingólfur. Mig langar til að vita hvort þú lumir á góðum ráðum varðandi yfirdrætti? Þannig er að við erum að greiða yfir 10. þús. krónur í vexti á mánuði vegna yfirdráttarheimilda! Þetta er náttúrlega alltof mikið og væri betra að ráðstafa þessum peningum t.d. í sparnað. En þetta er vítahringur sem erfitt er að komast úr. Er sniðugt að taka lán fyrir yfirdrættinum? Er það ekki bara léleg lausn? Ertu með einhver ráð? Kveðja Svala. Sæl Svala. Þú hefur í rauninni aðeins um tvo kosti að velja fyrir utan að bíða eftir lottóvinningnum sem ég mæli ekki með. Annað hvort semur þú við þig sjálfa um að greiða ákveðna upphæð inn á heimildina á hverjum mánuði þangað til hún er búin, eða þú tekur skuldabréf með mánaðarlegum greiðslum. Kosturinn við skuldabréfið eru lægri vextir og aginn sem mánaðarlegir greiðsluseðlar veita. Seðlarnir liggja á manni eins og mara og maður losnar ekki við þá fyrr en maður borgar. Veljir þú hina leiðina mæli ég með að þú semjir um yfirdráttarvextina, annað hvort við bankann þinn eða einhvern annan. Lánastofnanir hafa ekkert á móti tiltölulega skilvísum skuldurum og Netbankinn, nb.is, hefur til dæmis gert fólki tilboð í yfirdráttinn þeirra og boðið lægri vexti en ég hef séð annarsstaðar. Veljir þú þessa leið verður þú sjálf að bera ábyrgð á mánaðarlegum greiðslum. Þú verður að veita þér nauðsynlegt aðhald til þess að greiða reglulega inn á heimildina. Bankinn setur ekki á þig þrýsting því honum líður vel á meðan hann tínir af þér vextina. Til þess að gera þér þessa leið auðvelda, legg ég til að þú takir 10% af mánaðarlegum nettótekjum þínum og notir þá upphæð til þess að greiða niður heimildana. Þú getur svo notað sömu upphæð í sparnað þegar þú hefur klárað yfirdráttinn. Þú segir að þetta sé vítahringur hjá ykkur. Er hugsanlegt að þið stýrið neyslunni ekki nógu vel og nýtið þar af leiðandi peningana illa? Getur verið að þið vitið ekki almennilega í hvað peningarnir fara; notið kreditkort, kaupið eitthvað sniðugt og ódýrt en síður það sem þið þurfið og ykkur vantar alltaf eitthvað? Þegar kortareikningurinn kemur hverfur ánægjan og þið munið ekki hvað þið keyptuð eða hvað það var sem kostaði svona mikið. Er þetta einhvernveginn svona? Ef svo er, mæli ég með að þið notið peningana eins og þið væruð að undirbúa góða og dýra máltíð: Skipuleggið kaupin með góðum fyrirvara og kaupið aðeins besta hráefnið. Látið ykkur hlakka til og finnið fyrir eftirvæntingunni og spennunni. Nostrið við matargerðina og skreytið borðið af tilfinningu og hugmyndaauðgi. Gefið ykkur góðan tíma við að matast, smjattið vel á réttunum og lifið lengi á eftirbragðinu. Verði ykkur að góðu, Ingólfur Hrafnkell Ertu með spurningu til Ingólfs? Sendu honum línu á fjarmal@frettabladid.is
Fjármál Mest lesið Tíu stellingar sem örva G-blettinn Lífið Glæsihús augnlæknis til sölu Lífið Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Lífið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Leita að krökkum til að taka þátt í alþjóðlegu tónlistarmyndbandi Lífið Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Lokahelgi RIFF: Danskar stórstjörnur, nýjasta tækni og Gyllti lundinn afhentur Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Sjá meira