Fjöldafjarvistir ráðherra 30. júlí 2004 00:01 Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, verður settur inn í embætti á sunnudaginn með tilheyrandi hátíðarhöldum. Innsetningin er yfirleitt mikil hátíðarstund og margir bíða spenntir eftir innsetningarræðu forsetans, en í henni hefur hann áður talað beint til þingsins svo eftir var tekið. Mjög líklegt hlýtur að teljast að Ólafur Ragnar, sem nær ekkert hefur viljað tjá sig um síðustu vendingar vegna málskotsréttarins og gjána sem hann sá milli þjóðarvilja og þingvilja, muni á sunnudag eiga eftirminnilegan orðastað við þingmenn og ráðherra í alþingishúsinu. Nú ber hins vegar svo við að mitt í spenningi stjórnmálaáhugamanna fyrir þessari blöndu af stórhátíð –- sem einungis á sér stað á fjögurra ára fresti –- og pólitískum stórtíðindum, berast af því fréttir að óvenju fátt verði af ráðherraliði ríkisstjórnarinnar við innsetninguna. Samkvæmt frétt Stöðvar 2 í vikunni stefnir í að varla verði þar nema um kannski helmingur ríkisstjórnarinnar. Forsætisráðherra er alvarlega veikur, og því löglega forfallaður. Vonandi nær hann skjótum bata. Ekki fylgdi í fréttum hvað aðrir ráðherrar eru að gera, nema hvað að einhverjir þeirra eru á ferðalögum erlendis. Undir venjulegum kringumstæðum í samskiptum forsetans og ríkisstjórnar hefði þessi staða líklega ekki vakið mikla athygli. En allt þetta ár hefur verið uppi óvenjuleg staða í þessum samskiptum, eins og alþjóð hefur fengið að fylgjast með. Og í ljósi þessarar óvenjulegu stöðu verður ráðherrafámennið við innsetninguna athyglisvert. Það fyrsta sem fólki dettur nefnilega í hug, er að þarna sé á ferðinni framhald á þeirri lönguvitleysu sem hófst með heimastjórnarafmælinu í febrúar. Þá urðu ýmsir spámenn og jafnvel ráðherrar úr stjórnarflokkunum, einkum Sjálfstæðisflokki, yfir sig hneykslaðir á því að forsetinn væri ekki á staðnum. Signdu menn sig í bak og fyrir þegar þeir gagnrýndu á innsoginu að forsetinn skuli hafa verið á skíðum í útlöndum þegar hátíðardagskrá var í beinni í þjóðmenningarhúsinu. Sjáfur sagði þá forsetinn að hann hefði ekki talið ástæðu til að vera við einhverja sjónvarpsútsendingu þar sem ekki hafi verið gert ráð fyrir að hann hefði neitt hlutverk. Hneykslunaraldan var lengi að fjara út og enn má hitta sannfærða sjálfstæðismenn sem hitna í kinnum þegar á þetta er minnst. Ekki minnkar geðshræringin þegar kemur að umræðum um brúðkaupið hjá prinsi Dana. Þar gengu ráðherrar mjög langt í gagnrýni sinni á þá ákvörðun forsetans að sitja heima og fylgjast með þingstörfum. Ólafur Ragnar var sakaður um að bregðast skyldum sínum sem m.a. fælust í að sækja slíkar veislur, enda væri engan veginn nóg að senda forsetafrúna í brúðkaupið. Upphrópunin um skyldur forsetans bergmálaði síðan frá forsætis- og utanríkisráðherra og niður alla stjórnarflokkana. Í framhaldinu synjaði svo forseti fjölmiðlalögunum staðfestingar eins og frægt er og endaði það með því að ríkisstjórnin varð að bakka með málið í heild sinni. Ekki varð til að auka kærleika milli ríkisstjórnarinnar og forsetans, eins og opinberaðist svo berlega í túlkun ráðherra á niðurstöðu forsetakosninganna, en sumir virtust líta svo á að Ólafur Ragnar hefði í raun tapað kosningunum vegna þess að hann fékk ekki nema tæp70% greiddra atkvæða! Það er í ljósi þessarar óvenjulegu stöðu sem fámennið í ráðherraliðinu við innsetninguna vekur athygli. Innsetningin er formleg opinber athöfn þar sem gert er ráð fyrir nærveru þingmanna og ráðherra, enda fer hún fram í þinghúsinu. Þar er ætlast til að þingmenn mæti og þar mun réttkjörinn forseti eiga orðastað við þingið. Það ætti því beinlínis að vera skylda þingmanna að mæta til svona hátíðar, ekki síst í ljósi þeirra samskipta sem á undan eru gengin. En nú bregður svo við að ýmsir sem háværast töluðu um skyldur forseta til að sækja opinberar hátíðir skipuleggja tíma sinn ekki þannig að þeir geti sinnt þessari skyldu. Óhjákvæmilega lyftir almenningur því brúnum í spurn: Er þetta framhald af lönguvitleysunni? Felast í þessu einhver mótmæli framkvæmdavaldsins sem vill ekki sitja undir ræðu forsetans? Staðan í samskipum þessara íslensku stjónskipulegu stofnana er einfaldlega slík að þessar spurningar eru eðlilegar. Vonandi er þessi fjöldafjarvera ráðherra þó einungis óheppileg tilviljun, en ekki framlenging á einhverju stríði við forseta lýðveldisins. Hundakúnstir slíkrar styrjaldar eru engum til gagns og öllum til ama. Það er einfaldlega komið nóg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birgir Guðmundsson Fastir pennar Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, verður settur inn í embætti á sunnudaginn með tilheyrandi hátíðarhöldum. Innsetningin er yfirleitt mikil hátíðarstund og margir bíða spenntir eftir innsetningarræðu forsetans, en í henni hefur hann áður talað beint til þingsins svo eftir var tekið. Mjög líklegt hlýtur að teljast að Ólafur Ragnar, sem nær ekkert hefur viljað tjá sig um síðustu vendingar vegna málskotsréttarins og gjána sem hann sá milli þjóðarvilja og þingvilja, muni á sunnudag eiga eftirminnilegan orðastað við þingmenn og ráðherra í alþingishúsinu. Nú ber hins vegar svo við að mitt í spenningi stjórnmálaáhugamanna fyrir þessari blöndu af stórhátíð –- sem einungis á sér stað á fjögurra ára fresti –- og pólitískum stórtíðindum, berast af því fréttir að óvenju fátt verði af ráðherraliði ríkisstjórnarinnar við innsetninguna. Samkvæmt frétt Stöðvar 2 í vikunni stefnir í að varla verði þar nema um kannski helmingur ríkisstjórnarinnar. Forsætisráðherra er alvarlega veikur, og því löglega forfallaður. Vonandi nær hann skjótum bata. Ekki fylgdi í fréttum hvað aðrir ráðherrar eru að gera, nema hvað að einhverjir þeirra eru á ferðalögum erlendis. Undir venjulegum kringumstæðum í samskiptum forsetans og ríkisstjórnar hefði þessi staða líklega ekki vakið mikla athygli. En allt þetta ár hefur verið uppi óvenjuleg staða í þessum samskiptum, eins og alþjóð hefur fengið að fylgjast með. Og í ljósi þessarar óvenjulegu stöðu verður ráðherrafámennið við innsetninguna athyglisvert. Það fyrsta sem fólki dettur nefnilega í hug, er að þarna sé á ferðinni framhald á þeirri lönguvitleysu sem hófst með heimastjórnarafmælinu í febrúar. Þá urðu ýmsir spámenn og jafnvel ráðherrar úr stjórnarflokkunum, einkum Sjálfstæðisflokki, yfir sig hneykslaðir á því að forsetinn væri ekki á staðnum. Signdu menn sig í bak og fyrir þegar þeir gagnrýndu á innsoginu að forsetinn skuli hafa verið á skíðum í útlöndum þegar hátíðardagskrá var í beinni í þjóðmenningarhúsinu. Sjáfur sagði þá forsetinn að hann hefði ekki talið ástæðu til að vera við einhverja sjónvarpsútsendingu þar sem ekki hafi verið gert ráð fyrir að hann hefði neitt hlutverk. Hneykslunaraldan var lengi að fjara út og enn má hitta sannfærða sjálfstæðismenn sem hitna í kinnum þegar á þetta er minnst. Ekki minnkar geðshræringin þegar kemur að umræðum um brúðkaupið hjá prinsi Dana. Þar gengu ráðherrar mjög langt í gagnrýni sinni á þá ákvörðun forsetans að sitja heima og fylgjast með þingstörfum. Ólafur Ragnar var sakaður um að bregðast skyldum sínum sem m.a. fælust í að sækja slíkar veislur, enda væri engan veginn nóg að senda forsetafrúna í brúðkaupið. Upphrópunin um skyldur forsetans bergmálaði síðan frá forsætis- og utanríkisráðherra og niður alla stjórnarflokkana. Í framhaldinu synjaði svo forseti fjölmiðlalögunum staðfestingar eins og frægt er og endaði það með því að ríkisstjórnin varð að bakka með málið í heild sinni. Ekki varð til að auka kærleika milli ríkisstjórnarinnar og forsetans, eins og opinberaðist svo berlega í túlkun ráðherra á niðurstöðu forsetakosninganna, en sumir virtust líta svo á að Ólafur Ragnar hefði í raun tapað kosningunum vegna þess að hann fékk ekki nema tæp70% greiddra atkvæða! Það er í ljósi þessarar óvenjulegu stöðu sem fámennið í ráðherraliðinu við innsetninguna vekur athygli. Innsetningin er formleg opinber athöfn þar sem gert er ráð fyrir nærveru þingmanna og ráðherra, enda fer hún fram í þinghúsinu. Þar er ætlast til að þingmenn mæti og þar mun réttkjörinn forseti eiga orðastað við þingið. Það ætti því beinlínis að vera skylda þingmanna að mæta til svona hátíðar, ekki síst í ljósi þeirra samskipta sem á undan eru gengin. En nú bregður svo við að ýmsir sem háværast töluðu um skyldur forseta til að sækja opinberar hátíðir skipuleggja tíma sinn ekki þannig að þeir geti sinnt þessari skyldu. Óhjákvæmilega lyftir almenningur því brúnum í spurn: Er þetta framhald af lönguvitleysunni? Felast í þessu einhver mótmæli framkvæmdavaldsins sem vill ekki sitja undir ræðu forsetans? Staðan í samskipum þessara íslensku stjónskipulegu stofnana er einfaldlega slík að þessar spurningar eru eðlilegar. Vonandi er þessi fjöldafjarvera ráðherra þó einungis óheppileg tilviljun, en ekki framlenging á einhverju stríði við forseta lýðveldisins. Hundakúnstir slíkrar styrjaldar eru engum til gagns og öllum til ama. Það er einfaldlega komið nóg.
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun