Elskar japanskan mat 5. ágúst 2004 00:01 "Mér finnst alveg rosalega gaman að elda og það er eiginlega það skemmtilegasta sem ég geri," segir Melkorka Þuríður Huldudóttir, söngkona í hljómsveitinni Brúðarbandið. Melkorka skellti sér í vikufrí um daginn til Tókýó, höfuðborg Japans, með kærastanum. "Mér finnst japanskur matur algjört æði og alveg rosalega góður. En ég skildi samt ekkert í Japan og allir matseðlarnir voru á japönsku og því benti ég bara á eitthvað á matseðlinum og prófaði alls kyns mat. Einn daginn var ég að borða súpu og var næstum því búin að klára hana. Þá fann ég eitthvað skrýtið í botninum og það var frekar viðbjóðslegt. Ég komst nú aldrei að því hvað það var og kannski er það bara ágætt. Svo smakkaði ég meðal annars hráan smokkfisk í sushi. Hann er harður og viðbjóðslegur. Það var ekki nógu gott," segir Melkorka. "Það var líka svolítið spes í Japan að það voru skálar með plastmat í gluggunum á veitingastöðunum. Þar gat ég skoðað það sem var á matseðlinum. Þar voru til dæmis plastrækjur og annað plast-sushi sem var rosalega flott. Það skilja líka fáir ensku þannig að með þessu var mjög auðvelt að benda á það sem ég vildi," segir Melkorka sem eldar þó ekki mikið af japönskum mat. "Ég er búin að vera í skóla svo lengi þannig að ég er orðin vön því að vera fátæk. Þannig er ég orðin mjög góð í því að elda mat úr ekki neinu. Ég elda bara úr því sem er til og því hef ég ekki prófað að elda japanskan mat." Það er nóg að gera hjá Brúðarbandinu, nýbúnar að gefa út plötu og eru að skemmta á ýmsum stöðum. Samt náði Melkorka að skreppa til Japan og sér aldeilis ekki eftir því. "Tókýó er alveg rosalega "cool" og flott borg. Ég ferðaðist ekkert annað í Japan því Tókýó er alveg nóg. Það er alveg brjálæðisleg borg." lilja@frettabladid.is Matur Mest lesið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Tónlist Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Lífið Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Tónlist Ekki meira en bara vinir Lífið Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð Lífið Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Lífið Fleiri fréttir Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Sjá meira
"Mér finnst alveg rosalega gaman að elda og það er eiginlega það skemmtilegasta sem ég geri," segir Melkorka Þuríður Huldudóttir, söngkona í hljómsveitinni Brúðarbandið. Melkorka skellti sér í vikufrí um daginn til Tókýó, höfuðborg Japans, með kærastanum. "Mér finnst japanskur matur algjört æði og alveg rosalega góður. En ég skildi samt ekkert í Japan og allir matseðlarnir voru á japönsku og því benti ég bara á eitthvað á matseðlinum og prófaði alls kyns mat. Einn daginn var ég að borða súpu og var næstum því búin að klára hana. Þá fann ég eitthvað skrýtið í botninum og það var frekar viðbjóðslegt. Ég komst nú aldrei að því hvað það var og kannski er það bara ágætt. Svo smakkaði ég meðal annars hráan smokkfisk í sushi. Hann er harður og viðbjóðslegur. Það var ekki nógu gott," segir Melkorka. "Það var líka svolítið spes í Japan að það voru skálar með plastmat í gluggunum á veitingastöðunum. Þar gat ég skoðað það sem var á matseðlinum. Þar voru til dæmis plastrækjur og annað plast-sushi sem var rosalega flott. Það skilja líka fáir ensku þannig að með þessu var mjög auðvelt að benda á það sem ég vildi," segir Melkorka sem eldar þó ekki mikið af japönskum mat. "Ég er búin að vera í skóla svo lengi þannig að ég er orðin vön því að vera fátæk. Þannig er ég orðin mjög góð í því að elda mat úr ekki neinu. Ég elda bara úr því sem er til og því hef ég ekki prófað að elda japanskan mat." Það er nóg að gera hjá Brúðarbandinu, nýbúnar að gefa út plötu og eru að skemmta á ýmsum stöðum. Samt náði Melkorka að skreppa til Japan og sér aldeilis ekki eftir því. "Tókýó er alveg rosalega "cool" og flott borg. Ég ferðaðist ekkert annað í Japan því Tókýó er alveg nóg. Það er alveg brjálæðisleg borg." lilja@frettabladid.is
Matur Mest lesið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Tónlist Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Lífið Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Tónlist Ekki meira en bara vinir Lífið Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð Lífið Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Lífið Fleiri fréttir Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Sjá meira