Kafla í íslenskri leiklistarsögu er lokið. Veldi Loftkastalamanna heyrir sögunni til en nýverið gekk Hallur Helgason frá sölu á leikhúsinu. Þrátt fyrir mikinn uppgang í byrjun hefur rekstur Loftkastalans staðið í járnum undanfarin ár.
Kaupendur Loftkastalans eru Sigurður Keiser og Björn Helgason. Í fréttaviðtali í DV í dag gagnrýnir Hallur hið opinbera harðlega, segir samkeppnisstöðuna á þessum vettvangi fáránlega og nefnir sem dæmi rekstur LR sem Hallur segir skussalegan undir pilsfaldi ríkis og borgar.
Sjá ítarlega umfjöllun í DV í dag.
