Baráttuglatt íslenskt lið tapaði 14. ágúst 2004 00:01 Íslenska handboltalandsliðið tapaði fyrsta leik sínum á Ólympíuleikunum í Aþenu með fjórum mörkum, 30-34, gegn heimsmeisturum Króata í gær. Íslenska liðið gafst aldrei upp í leiknum þótt Króatar virtust nokkrum sinnum vera að stinga af og barátta íslensku strákanna hélt þeim inni í leiknum. Það var nokkur getumunur á liðunum og Króatar höfðu mun minna fyrir hlutunum. Króatar leiddu með fjórum mörkum í hálfleik, 12-16, en náðu mest sex marka forskoti í tvígang í seinni hálfleik. „Maður er aldrei ánægður með að tapa og að mínu mati vantaði herslumuninn hjá okkur,“ sagði landsliðsþjálfarinn Guðmundur Guðmundsson dapur eftir leikinn. „Við fórum oft og illa að ráði okkar. Þessi mistök voru dýr og komu þegar við fengum tækifæri til þess að komast inn í leikinn.“ Íslenska liðið fékk allt of mörg hraðaupphlaupmörk á sig og markvarslan var svo gott sem engin. Þrátt fyrir það voru margir ljósir punktar í leik liðsins. „Þrátt fyrir að markvarslan hafi verið lítil fannst mér vörnin standa sig mjög vel. Sóknarleikurinn var líka á köflum mjög góður. Það var margt jákvætt í þessu en mistök okkar urðu okkur að falli,“ sagði Guðmundur en hann var sammála því að það væri allt annar bragur á leik íslenska liðsins. „Það er mjög góður andi í liðinu og menn eru að berjast til síðasta blóðdropa út leikinn og það er gott veganesti upp á framhaldið. Mér finnst við eiga helling inni og við ætlum að berjast áfram og gefa okkur alla í þetta.“ Ólafur Stefánsson var að venju miðpunktur sóknarleiksins og átti þátt í 20 af 30 mörkum liðsins, skoraði átta sjálfur og átti að auki 12 stoðsendingar. Guðjón Valur Sigurðsson var án nokkurs vafa besti leikmaður íslenska liðsins en hann átti sannkallaðan stórleik. Því miður þá dugði stórleikur hans ekki til að þessu sinni. „Þrátt fyrir úrslitin þá var þetta fínn leikur hjá okkur. Við börðumst allan tímann og gáfum okkur alla í þetta. Án þess að ég sé að lofa heimsmeistarana of mikið þá eru þeir heimsmeistarar og þeir sýndu mátt sinn í dag þegar við nálguðumst þá,“ sagði Guðjón Valur og bætti við að mörg mistök voru liðinu dýr. „Við réttum þeim boltann og þeir fá fjölda marka nánast gefins hjá okkur. Annars var fínt að spila hérna og við getum lært helling af þessu,“ sagði Guðjón Valur sem skoraði 7 mörk og fiskaði að auki 4 víti í leiknum. Ísland–Króatía 30–34 (12–16)Leikmenn Skot/víti-Mörk (stoðs.) Ólafur Stefánsson 8/2-15/3 (12) Guðjón Valur Sigurðsson 7-9 (1) Sigfús Sigurðsson 5-7 (0) Jaliesky Garcia Padron 5-14 (2) Einar Örn Jónsson 2-2 (1) Róbert Gunnarsson 1/1-2/2 (0) Dagur Sigurðsson 1-4 (3) Snorri Steinn Guðjónsson 1-4 (1) Gylfi Gylfason 0-1 (2) Ásgeir Örn Hallgrímsson 0-1 (0) Markverðir Skot/víti-varin (hlutfall) Guðmundur Hrafnkelsson 1-19/1 (5%) Roland Valur Eradze 6-22/1 (27%) Tölfræðin Ísland–KróatíaHraðaupphlaupsmörk: 7–11 (Guðjón 3, Sigfús 2, Ólafur, Garcia). Vítanýting (fiskuð): 3 af 5 (Guðjón 4, ÓIafur). Varin skot í vörn: 2–7 (Guðjón, Sigfús). Tapaðir boltar: 15–12 Brottvísanir (í mín): 16–18 Íslenski körfuboltinn Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Leik lokið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sport Leik lokið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Fleiri fréttir „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Leik lokið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Leik lokið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Leik lokið: Keflavík-Haukar 117-85 | Afhroð hjá gestunum Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Í beinni: Grótta - Haukar | Tvö lið í basli FH-ingar í fínum gír án Arons Í beinni: Grikkland - England | Ensku ljónin eiga harma að hefna Í beinni: Írland - Finnland | Írar stefna á annan sigur gegn Finnum Leik lokið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sinnir herskyldu á netinu Fertug Vonn ætlar aftur á flug eftir sex ára hlé Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Gagnrýnir Paul fyrir að berjast við afann Tyson Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Tyson vill berjast við Tyson Fury Sjá meira
Íslenska handboltalandsliðið tapaði fyrsta leik sínum á Ólympíuleikunum í Aþenu með fjórum mörkum, 30-34, gegn heimsmeisturum Króata í gær. Íslenska liðið gafst aldrei upp í leiknum þótt Króatar virtust nokkrum sinnum vera að stinga af og barátta íslensku strákanna hélt þeim inni í leiknum. Það var nokkur getumunur á liðunum og Króatar höfðu mun minna fyrir hlutunum. Króatar leiddu með fjórum mörkum í hálfleik, 12-16, en náðu mest sex marka forskoti í tvígang í seinni hálfleik. „Maður er aldrei ánægður með að tapa og að mínu mati vantaði herslumuninn hjá okkur,“ sagði landsliðsþjálfarinn Guðmundur Guðmundsson dapur eftir leikinn. „Við fórum oft og illa að ráði okkar. Þessi mistök voru dýr og komu þegar við fengum tækifæri til þess að komast inn í leikinn.“ Íslenska liðið fékk allt of mörg hraðaupphlaupmörk á sig og markvarslan var svo gott sem engin. Þrátt fyrir það voru margir ljósir punktar í leik liðsins. „Þrátt fyrir að markvarslan hafi verið lítil fannst mér vörnin standa sig mjög vel. Sóknarleikurinn var líka á köflum mjög góður. Það var margt jákvætt í þessu en mistök okkar urðu okkur að falli,“ sagði Guðmundur en hann var sammála því að það væri allt annar bragur á leik íslenska liðsins. „Það er mjög góður andi í liðinu og menn eru að berjast til síðasta blóðdropa út leikinn og það er gott veganesti upp á framhaldið. Mér finnst við eiga helling inni og við ætlum að berjast áfram og gefa okkur alla í þetta.“ Ólafur Stefánsson var að venju miðpunktur sóknarleiksins og átti þátt í 20 af 30 mörkum liðsins, skoraði átta sjálfur og átti að auki 12 stoðsendingar. Guðjón Valur Sigurðsson var án nokkurs vafa besti leikmaður íslenska liðsins en hann átti sannkallaðan stórleik. Því miður þá dugði stórleikur hans ekki til að þessu sinni. „Þrátt fyrir úrslitin þá var þetta fínn leikur hjá okkur. Við börðumst allan tímann og gáfum okkur alla í þetta. Án þess að ég sé að lofa heimsmeistarana of mikið þá eru þeir heimsmeistarar og þeir sýndu mátt sinn í dag þegar við nálguðumst þá,“ sagði Guðjón Valur og bætti við að mörg mistök voru liðinu dýr. „Við réttum þeim boltann og þeir fá fjölda marka nánast gefins hjá okkur. Annars var fínt að spila hérna og við getum lært helling af þessu,“ sagði Guðjón Valur sem skoraði 7 mörk og fiskaði að auki 4 víti í leiknum. Ísland–Króatía 30–34 (12–16)Leikmenn Skot/víti-Mörk (stoðs.) Ólafur Stefánsson 8/2-15/3 (12) Guðjón Valur Sigurðsson 7-9 (1) Sigfús Sigurðsson 5-7 (0) Jaliesky Garcia Padron 5-14 (2) Einar Örn Jónsson 2-2 (1) Róbert Gunnarsson 1/1-2/2 (0) Dagur Sigurðsson 1-4 (3) Snorri Steinn Guðjónsson 1-4 (1) Gylfi Gylfason 0-1 (2) Ásgeir Örn Hallgrímsson 0-1 (0) Markverðir Skot/víti-varin (hlutfall) Guðmundur Hrafnkelsson 1-19/1 (5%) Roland Valur Eradze 6-22/1 (27%) Tölfræðin Ísland–KróatíaHraðaupphlaupsmörk: 7–11 (Guðjón 3, Sigfús 2, Ólafur, Garcia). Vítanýting (fiskuð): 3 af 5 (Guðjón 4, ÓIafur). Varin skot í vörn: 2–7 (Guðjón, Sigfús). Tapaðir boltar: 15–12 Brottvísanir (í mín): 16–18
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Leik lokið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sport Leik lokið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Fleiri fréttir „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Leik lokið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Leik lokið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Leik lokið: Keflavík-Haukar 117-85 | Afhroð hjá gestunum Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Í beinni: Grótta - Haukar | Tvö lið í basli FH-ingar í fínum gír án Arons Í beinni: Grikkland - England | Ensku ljónin eiga harma að hefna Í beinni: Írland - Finnland | Írar stefna á annan sigur gegn Finnum Leik lokið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sinnir herskyldu á netinu Fertug Vonn ætlar aftur á flug eftir sex ára hlé Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Gagnrýnir Paul fyrir að berjast við afann Tyson Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Tyson vill berjast við Tyson Fury Sjá meira