Sport

Úlfarnir steinlágu gegn City

Eftir að hafa orðið Englandsmeistari fjögur ár í röð endaði Manchester City í 3. sæti ensku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabil. Liðið mætti í hefndarhug inn í nýtt tímabil.

Enski boltinn

Marka­laust á Villa Park

Aston Villa og Newcastle United gerðu markalaust jafntefli í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Gestirnir voru manni fleiri síðustu 23 mínútur leiksins.

Enski boltinn

Fáar spilað leik á þessum velli

„Mér líður rosalega vel og þetta er eitthvað sem við erum búnar að vera bíða eftir síðan við unnum undanúrslitaleikinn,“ segir Arna Eiríksdóttir fyrir bikarúrslitaleikinn sem fram fer á Laugardalsvelli klukkan fjögur í dag.

Íslenski boltinn

Dag­skráin: Enski boltinn rúllar í DocZone

Enski boltinn byrjaði að rúlla í gær og verður ekki stöðvaður úr þessu. Fimm leikir fara fram í dag og DocZone-ið mun fylgjast með öllu sem um er að vera. Ásamt því má finna fleiri leiki og viðburði á íþróttarásum Sýnar.

Sport

„Eigin­lega al­veg viss“ um að Rashford megi spila á morgun

Eftir langa viku er Joan Laporta, forseti Barcelona, lentur á Mallorca fyrir fyrsta leik liðsins í spænsku úrvalsdeildinni. Hann hefur staðið í ströngu við að ganga frá skráningu leikmanna en er „eiginlega alveg viss“ um að nú sé allt að smella og Marcus Rashford verði með á morgun.

Fótbolti

„Ég hélt að við værum komin lengra“

Antoine Semenyo, leikmaður Bournemouth, varð fyrir kynþáttaníði af hálfu áhorfanda á Anfield í opnunarleik liðsins gegn Liverpool. Borin voru kennsl á sökudólginn strax og hann var fjarlægður úr stúkunni af lögreglu.

Enski boltinn

„Betra er seint en aldrei“

Federico Chiesa skoraði gríðarmikilvægt þriðja mark Liverpool í 4-2 sigri gegn Bournemouth í opnunarleik ensku úrvalsdeildarinnar. Betra seint en aldrei sagði hann og tileinkaði Diogo Jota sigurinn.

Enski boltinn

Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik

Ríkjandi Englandsmeistarar Liverpool fóru með 4-2 sigur gegn Bournemouth í opnunarleik ensku úrvalsdeildarinnar. Liverpool komst tveimur mörkum yfir, Bournemouth jafnaði en Liverpool setti svo tvö mörk til viðbótar á lokamínútum leiksins.

Enski boltinn

Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin

Kristall Máni Ingason breytti leiknum með sinni innkomu og skoraði mark fyrir Sönderjyske, sem þurfti svo að sætta sig við svekkjandi 3-2 tap gegn Fredericia eftir að hafa fengið á sig mark á lokamínútunum í fimmtu umferð dönsku úrvalsdeildarinnar.

Fótbolti