Vandamál að týna vegabréfi 18. ágúst 2004 00:01 Að glata vegabréfinu sínu í útlöndum getur verið stórvandamál og jafn gott að geyma það á öruggum stað meðan á ferðalaginu stendur. Þjófar hafa miklar mætur á vegabréfum, sem þeir geta auðveldlega komið í verð, og sá sem verður fyrir því að tapa vegabréfinu sínu breytist samstundis í vegalaust barn í útlöndum. Það fyrsta sem fólk á að gera er að leita að íslensku sendiráði en ef ekki er sendiráð í landinu þarf að fara á næstu lögreglustöð og gefa skýrslu sem síðan er farið með á þá ræðismannsskrifstofu sem næst manni er. Þar getur oft verið um langt ferðalag að ræða þó að ræðismenn Íslands séu víða. Elín Arnþórsdóttir hjá vegabréfaútgáfu Útlendingastofnunar segir aldrei nægilega brýnt fyrir fólki að passa upp á vegabréfin sín á ferðalögum. "Íslendingar þurfa að læra að bera virðingu fyrir vegabréfinu sínu. Það getur kostað mikla fyrirhöfn að fá neyðarvegabréf og algengast að ræðismannsskrifstofurnar gefi út pappíra sem eru svokallað "heimfararleyfi". Þá pappíra er ekki hægt að nota ef fólk er á leiðinni eitthvert annað en til Íslands," segir Elín og segir það misskilning að ekki þurfi vegabréf innan Schengen. "Fólk getur alltaf átt von á að vera spurt um skilríki og ekkert víst að önnur skilríki en vegabréfið séu tekin gild. Flugfélögin geta átt á hættu háar sektir ef þau taka skilríkjalausa farþega í vélar sínar og jafnvel þó að fólk hafi einhver skilríki er ekkert víst að það sé nóg." Elín segir nýju vegabréfin betri en þau gömlu að mörgu leyti, meðal annars í því tilfelli að vegabréf týnist. "Nýju vegabréfin eru tölvukeyrð þannig að við erum með allar upplýsingar hér inni í tölvu meðan við höfum engar upplýsingar um eldri týpuna, þar sem hvert embætti fyrir sig geymir þær upplýsingar. Nýju vegabréfin eru líka mun öruggari því ef þau glatast erum við látin vita og það skráð inn í vegabréfakerfið og tilkynnt til Schengen. En til að spara sér ómælda fyrirhöfn og ergelsi á ferðalaginu ráðlegg ég fólki að taka ljósrit af vegabréfinu sínu til að hafa meðferðis, og eins og fyrr segir, að bera virðingu fyrir vegabréfinu sínu." Ferðalög Mest lesið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Lífið Stjörnurnar flyktust á frumsýningu einnar mest spennandi bíómyndar ársins Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Fleiri fréttir Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Að glata vegabréfinu sínu í útlöndum getur verið stórvandamál og jafn gott að geyma það á öruggum stað meðan á ferðalaginu stendur. Þjófar hafa miklar mætur á vegabréfum, sem þeir geta auðveldlega komið í verð, og sá sem verður fyrir því að tapa vegabréfinu sínu breytist samstundis í vegalaust barn í útlöndum. Það fyrsta sem fólk á að gera er að leita að íslensku sendiráði en ef ekki er sendiráð í landinu þarf að fara á næstu lögreglustöð og gefa skýrslu sem síðan er farið með á þá ræðismannsskrifstofu sem næst manni er. Þar getur oft verið um langt ferðalag að ræða þó að ræðismenn Íslands séu víða. Elín Arnþórsdóttir hjá vegabréfaútgáfu Útlendingastofnunar segir aldrei nægilega brýnt fyrir fólki að passa upp á vegabréfin sín á ferðalögum. "Íslendingar þurfa að læra að bera virðingu fyrir vegabréfinu sínu. Það getur kostað mikla fyrirhöfn að fá neyðarvegabréf og algengast að ræðismannsskrifstofurnar gefi út pappíra sem eru svokallað "heimfararleyfi". Þá pappíra er ekki hægt að nota ef fólk er á leiðinni eitthvert annað en til Íslands," segir Elín og segir það misskilning að ekki þurfi vegabréf innan Schengen. "Fólk getur alltaf átt von á að vera spurt um skilríki og ekkert víst að önnur skilríki en vegabréfið séu tekin gild. Flugfélögin geta átt á hættu háar sektir ef þau taka skilríkjalausa farþega í vélar sínar og jafnvel þó að fólk hafi einhver skilríki er ekkert víst að það sé nóg." Elín segir nýju vegabréfin betri en þau gömlu að mörgu leyti, meðal annars í því tilfelli að vegabréf týnist. "Nýju vegabréfin eru tölvukeyrð þannig að við erum með allar upplýsingar hér inni í tölvu meðan við höfum engar upplýsingar um eldri týpuna, þar sem hvert embætti fyrir sig geymir þær upplýsingar. Nýju vegabréfin eru líka mun öruggari því ef þau glatast erum við látin vita og það skráð inn í vegabréfakerfið og tilkynnt til Schengen. En til að spara sér ómælda fyrirhöfn og ergelsi á ferðalaginu ráðlegg ég fólki að taka ljósrit af vegabréfinu sínu til að hafa meðferðis, og eins og fyrr segir, að bera virðingu fyrir vegabréfinu sínu."
Ferðalög Mest lesið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Lífið Stjörnurnar flyktust á frumsýningu einnar mest spennandi bíómyndar ársins Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Fleiri fréttir Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira