25.000 manna samsöngur í Tallin 18. ágúst 2004 00:01 Hrafnhildur Blomsterberg kórstjóri er svo heppin að vinnan hennar og áhugamálið fara saman. Hún fór með Kór Flensborgarskólans á kóramót á vegum Europa Cantat í lok júní. "Þessi mót hafa verið haldin áratugum saman í Evrópu og að þessu sinni var mótið haldið í Eistlandi, nánar tiltekið í Tartu, sem er vinabær Hafnarfjarðar. Eistar eiga gífurlega sterka sönghefð og fyrir sjálfstæðið 1991 var þriðji hver Eisti í kór og kórsöngur var skyldufag í skóla. Þetta hefur auðvitað breyst í dag en samt er hefðin rík og mörg kórverk samin í landinu. Við urðum óþyrmilega vör við hvað stutt er síðan landið fékk sjálfstæði undan sósíalismanum. Aðbúnaður kórsins var afar slæmur og við gistum í heimavist í niðurníddum herbergjum sem eistneskir námsmenn nota enn í dag. Það var áfall fyrir krakkana að komast að því hvernig sumir jafnaldrar þeirra í Eistlandi búa. Hinsvegar fengu þau tækifæri til að syngja í og kynnast tónleikasölum sem ekki eiga sinn líka á Íslandi. Mótið hófst á skrúðgöngu þar sem allir kórar á mótinu og allir kórar í nágrenni Tartu auk allra lúðrasveita staðarins gengu saman eftir götum bæjarins. Allir voru í sínum viðhafnarbúningum og þetta var mjög hátíðleg og falleg stund. Vikan gekk út á æfingar, tónleika og að hlusta á tónlist meira eða minna. Á kvöldin hittust kórarnir, sungu saman og skoðuðu Tartu sem er fallegur gamall bær. Svo fórum við til Tallinn þar sem við tókum þátt í 150 ára gamalli hefð en frá 1864 hafa kórar komið saman fimmta hvert ár og sungið á útivistarsvæðinu í Tallinn. Þrátt fyrir að Eistar hafi gengið gegnum miklar raunir þá héldu þeir alltaf þessari hefð og sumir Eistar segja að þeir hafi sungið sig til sjálfstæðis. Þarna sungu 25.000 kórsöngvarar fyrir 200.000 áhorfendur. Þó þetta hafi verið erfið ferð og mikil vinna var þessi upplifun fyrir kórinn algerlega ógleymanleg," Ferðalög Mest lesið Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Lífið „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Lífið Komin með nýjan rappara í sigtið Lífið Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Lífið Musk æstur í Reðasafnið Lífið „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ Lífið „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Bíó og sjónvarp „Táknmynd ítalskrar matargerðar“ Matur Fleiri fréttir Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Sjá meira
Hrafnhildur Blomsterberg kórstjóri er svo heppin að vinnan hennar og áhugamálið fara saman. Hún fór með Kór Flensborgarskólans á kóramót á vegum Europa Cantat í lok júní. "Þessi mót hafa verið haldin áratugum saman í Evrópu og að þessu sinni var mótið haldið í Eistlandi, nánar tiltekið í Tartu, sem er vinabær Hafnarfjarðar. Eistar eiga gífurlega sterka sönghefð og fyrir sjálfstæðið 1991 var þriðji hver Eisti í kór og kórsöngur var skyldufag í skóla. Þetta hefur auðvitað breyst í dag en samt er hefðin rík og mörg kórverk samin í landinu. Við urðum óþyrmilega vör við hvað stutt er síðan landið fékk sjálfstæði undan sósíalismanum. Aðbúnaður kórsins var afar slæmur og við gistum í heimavist í niðurníddum herbergjum sem eistneskir námsmenn nota enn í dag. Það var áfall fyrir krakkana að komast að því hvernig sumir jafnaldrar þeirra í Eistlandi búa. Hinsvegar fengu þau tækifæri til að syngja í og kynnast tónleikasölum sem ekki eiga sinn líka á Íslandi. Mótið hófst á skrúðgöngu þar sem allir kórar á mótinu og allir kórar í nágrenni Tartu auk allra lúðrasveita staðarins gengu saman eftir götum bæjarins. Allir voru í sínum viðhafnarbúningum og þetta var mjög hátíðleg og falleg stund. Vikan gekk út á æfingar, tónleika og að hlusta á tónlist meira eða minna. Á kvöldin hittust kórarnir, sungu saman og skoðuðu Tartu sem er fallegur gamall bær. Svo fórum við til Tallinn þar sem við tókum þátt í 150 ára gamalli hefð en frá 1864 hafa kórar komið saman fimmta hvert ár og sungið á útivistarsvæðinu í Tallinn. Þrátt fyrir að Eistar hafi gengið gegnum miklar raunir þá héldu þeir alltaf þessari hefð og sumir Eistar segja að þeir hafi sungið sig til sjálfstæðis. Þarna sungu 25.000 kórsöngvarar fyrir 200.000 áhorfendur. Þó þetta hafi verið erfið ferð og mikil vinna var þessi upplifun fyrir kórinn algerlega ógleymanleg,"
Ferðalög Mest lesið Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Lífið „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Lífið Komin með nýjan rappara í sigtið Lífið Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Lífið Musk æstur í Reðasafnið Lífið „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ Lífið „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Bíó og sjónvarp „Táknmynd ítalskrar matargerðar“ Matur Fleiri fréttir Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Sjá meira