Charlize keppir við Nicole 18. ágúst 2004 00:01 Hin yndisfríða suður-afríska leikkona Charlize Theron hefur skrifað undir samning hjá Christian Dior. Það þýðir að Theron er hið nýja andlit metsöluilmvatnsins þeirra Dior-manna, Jadore. Theron mun því heyja hatramma baráttu við óskarsverðlaunahafann Nicole Kidman sem verður hið nýja andlit Chanel. Theron mun bæði leika í auglýsingum og sitja fyrir á myndum fyrir Jadore og mun allsherjarherferð hefjast seinnipart hausts. Ekki eru til staðfestar tölur um upphæðina sem Theron fær fyrir þennan samning en kvisast hefur út að hún fái eitthvað á milli 210 og 360 milljónir íslenskra króna. Hollywood-stjörnurnar virðast næstum því vera að koma í staðinn fyrir fyrirsæturnar vestan hafs. Óskarsverðlaunahafinn Hilary Swank auglýsir Calvin Klein-nærföt eins og óð manneskja á meðan Scarlett Johansson er aðalstjarnan í haustlínu Louis Vuitton. Mest lesið Val Kilmer er látinn Lífið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið Giskaði sig í eina milljón Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Lífið Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Tónlist Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Fleiri fréttir Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira
Hin yndisfríða suður-afríska leikkona Charlize Theron hefur skrifað undir samning hjá Christian Dior. Það þýðir að Theron er hið nýja andlit metsöluilmvatnsins þeirra Dior-manna, Jadore. Theron mun því heyja hatramma baráttu við óskarsverðlaunahafann Nicole Kidman sem verður hið nýja andlit Chanel. Theron mun bæði leika í auglýsingum og sitja fyrir á myndum fyrir Jadore og mun allsherjarherferð hefjast seinnipart hausts. Ekki eru til staðfestar tölur um upphæðina sem Theron fær fyrir þennan samning en kvisast hefur út að hún fái eitthvað á milli 210 og 360 milljónir íslenskra króna. Hollywood-stjörnurnar virðast næstum því vera að koma í staðinn fyrir fyrirsæturnar vestan hafs. Óskarsverðlaunahafinn Hilary Swank auglýsir Calvin Klein-nærföt eins og óð manneskja á meðan Scarlett Johansson er aðalstjarnan í haustlínu Louis Vuitton.
Mest lesið Val Kilmer er látinn Lífið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið Giskaði sig í eina milljón Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Lífið Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Tónlist Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Fleiri fréttir Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira