Menning

Líður nú eins og karli

Ég á Opel Astra 2003 og það besta við hann er að það er ennþá ný bílalykt í honum. Það er alveg æðislegt. Síðan spillir ekki fyrir að hann er bara ekinn tveggja stafa tölu," segir Magni Ásgeirsson, söngvari í hljómsveitinni Á móti sól. "Mér finnst bíllinn minn gjörsamlega frábær því ég hef aldrei átt svona nýjan bíl. Ég hef alltaf verið á strákabílum eins og tveggja dyra Corollu í einhverri vitleysu með alltof mörg hestöfl. Núna passaði ég mig á því að kaupa frekar kraftlítinn bíl svo ég myndi ekki freistast til að keyra alltof hratt eins og vitleysingur. Mér líður eins og karli en ég þarf allavega ekki að hafa áhyggjur af hraðaksturssektum," segir Magni um þennan sannkallaða draumabíl. "Ég keypti hann glænýjan þegar hann var bara keyrður tæplega þrjátíu kílómetra. Það var ótrúlega gaman að ná í hann. Mjög skemmtilegt að keyra út úr umboðinu á bíl sem varla er búið að keyra," segir Magni sem notar þó bíllinn minna til gamans en alvöru. "Er maður ekki alltaf í bíl hér í borginni? Ég er alltaf á ferðinni en ekki uppá djókið," segir Magni en hann notar bíllinn til að komast á milli staða í sinni vinnu meira en að rúnta um borg og bæ - eins og flestir. Þó að bíllinn hafi gjörsamlega heillað Magna og margt sé ómissandi í honum þá er það bílalyktin sem hefur vinninginn. "Nýja bílalyktin er gjörsamlega yndisleg. Ég hef aldrei kynnst henni áður."





Fleiri fréttir

Sjá meira


×