Jenni í Brain Police 25. ágúst 2004 00:01 "Ég man ekki mikið eftir kennurunum mínum þar sem ég var alltaf frekar utan við mig í skólanum. En það er einn kennari sem stendur vafalaust uppúr," segir Jens Ólafsson, eða Jenni eins og margir þekkja hann, söngvari hljómsveitarinnar Brain Police og Hot Damn aðspurður um eftirminnilegasta kennarann. "Ég var með kennara í Verkmenntaskólanum á Akureyri sem kenndi mér sálfræði eina önn. Hann var mjög utan við sig og frekar vandræðilegur alltaf hreint í tímum. Það var mjög skrýtið. Alltaf þegar hann var að skrifa á töfluna með bláum tússpenna þá studdi hann hendinni við töfluna og máði út textann. Síðan þurrkaði hann sér í framan með henni og varð allur blár í framan þar sem höndin var öll út í tússi," segir Jens. Öll höfum við haft kennara sem koma okkur til að hlægja í hverjum tíma en það er alltaf eitt atvik sem stendur upp úr. "Í einum tíma þá tók þessi tiltekni kennari eftir því að hann var með opna buxnaklauf. Í staðinn fyrir að renna upp þá opnaði hann sálfræðibókina sem hann kenndi upp úr og stillti henni upp á kennaraborðinu. Síðan færði hann sig mjög laumulega á bak við bókina og renndi upp buxnaklaufinni. Það var frekar fyndið að vera í tíma hjá honum þar sem allir biðu eftir því að hann gerði eitthvað skemmtilegt. Og hann brást bekknum aldrei í þeim málum," segir Jens og bætir við að hann muni ekkert hvað kennarinn heitir. "Ég man ekkert hvort við kölluðum hann eitthvað sérstakt eða neitt svoleiðis. Hann var ekki með neitt gælunafn held ég." Nám Mest lesið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Bíó og sjónvarp Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
"Ég man ekki mikið eftir kennurunum mínum þar sem ég var alltaf frekar utan við mig í skólanum. En það er einn kennari sem stendur vafalaust uppúr," segir Jens Ólafsson, eða Jenni eins og margir þekkja hann, söngvari hljómsveitarinnar Brain Police og Hot Damn aðspurður um eftirminnilegasta kennarann. "Ég var með kennara í Verkmenntaskólanum á Akureyri sem kenndi mér sálfræði eina önn. Hann var mjög utan við sig og frekar vandræðilegur alltaf hreint í tímum. Það var mjög skrýtið. Alltaf þegar hann var að skrifa á töfluna með bláum tússpenna þá studdi hann hendinni við töfluna og máði út textann. Síðan þurrkaði hann sér í framan með henni og varð allur blár í framan þar sem höndin var öll út í tússi," segir Jens. Öll höfum við haft kennara sem koma okkur til að hlægja í hverjum tíma en það er alltaf eitt atvik sem stendur upp úr. "Í einum tíma þá tók þessi tiltekni kennari eftir því að hann var með opna buxnaklauf. Í staðinn fyrir að renna upp þá opnaði hann sálfræðibókina sem hann kenndi upp úr og stillti henni upp á kennaraborðinu. Síðan færði hann sig mjög laumulega á bak við bókina og renndi upp buxnaklaufinni. Það var frekar fyndið að vera í tíma hjá honum þar sem allir biðu eftir því að hann gerði eitthvað skemmtilegt. Og hann brást bekknum aldrei í þeim málum," segir Jens og bætir við að hann muni ekkert hvað kennarinn heitir. "Ég man ekkert hvort við kölluðum hann eitthvað sérstakt eða neitt svoleiðis. Hann var ekki með neitt gælunafn held ég."
Nám Mest lesið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Bíó og sjónvarp Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“