Hið sérstaka í skápnum 25. ágúst 2004 00:01 "Ég á buxur sem eru frekar sérstakar. Þær eru karrígular og eru í miklu uppáhaldi hjá mér," segir Brynja Valdís Gísladóttir, leikkona. "Ég keypti þessar buxur á útimarkaði í Brussel þegar ég var í bekkjarferð með Leiklistarskólanum árið 2001. Ég kom strax auga á þær og það skemmtilega er að þær voru einu sinni gardínur í einhverri stofnun þar í borg. Þegar gluggatjöldin voru tekin niður voru búnar til buxur úr þeim. Þær eru frekar þykkar með blómamynstri og úr ekta gluggatjaldaefni," segir Brynja Valdís og bætir við að buxurnar hafi verið þær einu sem búnar voru til úr þessum frægu gardínum. Það er alls ekki amalegt að eiga svona einstakar buxur sem enginn annar á. Brynja Valdís segist þó ekki nota þær mjög mikið þar sem þær veki verðskuldaða athygli. "Ég nota þær endrum og eins við sérstök tækifæri." Annars er nóg að gera hjá Brynju Valdísi um þessar mundir og kannski ekki tími til að klæðast karrígulu buxunum. "Það er rokna stuð í sýningunni Happy End hjá Sumaróperunni sem ég leik í þessa dagana. Það er mikil leikgleði og góður mórall," segir Brynja Valdís glöð í bragði en annars er hægt að fylgjast grannt með henni á vefsíðunni brynjavaldis.com. Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Fleiri fréttir „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira
"Ég á buxur sem eru frekar sérstakar. Þær eru karrígular og eru í miklu uppáhaldi hjá mér," segir Brynja Valdís Gísladóttir, leikkona. "Ég keypti þessar buxur á útimarkaði í Brussel þegar ég var í bekkjarferð með Leiklistarskólanum árið 2001. Ég kom strax auga á þær og það skemmtilega er að þær voru einu sinni gardínur í einhverri stofnun þar í borg. Þegar gluggatjöldin voru tekin niður voru búnar til buxur úr þeim. Þær eru frekar þykkar með blómamynstri og úr ekta gluggatjaldaefni," segir Brynja Valdís og bætir við að buxurnar hafi verið þær einu sem búnar voru til úr þessum frægu gardínum. Það er alls ekki amalegt að eiga svona einstakar buxur sem enginn annar á. Brynja Valdís segist þó ekki nota þær mjög mikið þar sem þær veki verðskuldaða athygli. "Ég nota þær endrum og eins við sérstök tækifæri." Annars er nóg að gera hjá Brynju Valdísi um þessar mundir og kannski ekki tími til að klæðast karrígulu buxunum. "Það er rokna stuð í sýningunni Happy End hjá Sumaróperunni sem ég leik í þessa dagana. Það er mikil leikgleði og góður mórall," segir Brynja Valdís glöð í bragði en annars er hægt að fylgjast grannt með henni á vefsíðunni brynjavaldis.com.
Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Fleiri fréttir „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira