Spilað eftir eyranu 15. september 2004 00:01 Tónheimar í Fákafeni 9 hafa þá sérstöðu á meðal tónlistarskólanna að þar er nemendum kennt að spila á píanó eftir eyranu. Hann hefur starfað í þrjú ár og er Ástvaldur Traustason skólastjóri. Nemendur geta valið að leika sín uppáhaldslög, hvort sem þau eru eftir Beethoven eða Bítlana, og boðið er upp á ólíka stíla, svo sem djass, blús, popp og dægurlög. Skipt er niður í fjögurra manna hópa eftir aldri, getu og áhugasviði og Ástvaldur lýsir kennslunni nánar. "Hver nemandi hefur rafmagnspíanó og bæði hann og kennarinn setja upp heyrnartól því þannig getur kennarinn hlustað á hvern nemanda fyrir sig og og talað við hann án þess að trufla aðra. Nemandinn lærir að spila á sama hátt og hann lærir að syngja eða tala, það er með því að prófa sig áfram óhræddur við að gera mistök." Hann segir áherslu einnig lagða á spuna og skapandi hugsun við námið. "Við notum aðgengilegar aðferðir við kennsluna og teljum námið alveg kjörið fyrir fólk sem langar að geta spilað sér og öðrum til ánægju og það hentar öllum, ungum og eldri, byrjendum og lengra komnum," fullyrðir hann og tekur sem dæmi að yngsti nemandinn til þessa hafi verið sjö ára og sá elsti áttræður. Víst er að marga dreymir um að geta spilað undir fjöldasöng og haldið uppi skemmtan í góðra vina hópi og þarna virðist vera kominn lykill að því. Að sögn Ástvalds bjóða Tónheimar upp á nám fyrir tónlistar- og tónmenntakennara og margir úr þeirra röðum hafa nýtt sér það. Nánari upplýsingar má finna á vefnum tonheimar.is Nám Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Superstore-leikari látinn Lífið Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Tónheimar í Fákafeni 9 hafa þá sérstöðu á meðal tónlistarskólanna að þar er nemendum kennt að spila á píanó eftir eyranu. Hann hefur starfað í þrjú ár og er Ástvaldur Traustason skólastjóri. Nemendur geta valið að leika sín uppáhaldslög, hvort sem þau eru eftir Beethoven eða Bítlana, og boðið er upp á ólíka stíla, svo sem djass, blús, popp og dægurlög. Skipt er niður í fjögurra manna hópa eftir aldri, getu og áhugasviði og Ástvaldur lýsir kennslunni nánar. "Hver nemandi hefur rafmagnspíanó og bæði hann og kennarinn setja upp heyrnartól því þannig getur kennarinn hlustað á hvern nemanda fyrir sig og og talað við hann án þess að trufla aðra. Nemandinn lærir að spila á sama hátt og hann lærir að syngja eða tala, það er með því að prófa sig áfram óhræddur við að gera mistök." Hann segir áherslu einnig lagða á spuna og skapandi hugsun við námið. "Við notum aðgengilegar aðferðir við kennsluna og teljum námið alveg kjörið fyrir fólk sem langar að geta spilað sér og öðrum til ánægju og það hentar öllum, ungum og eldri, byrjendum og lengra komnum," fullyrðir hann og tekur sem dæmi að yngsti nemandinn til þessa hafi verið sjö ára og sá elsti áttræður. Víst er að marga dreymir um að geta spilað undir fjöldasöng og haldið uppi skemmtan í góðra vina hópi og þarna virðist vera kominn lykill að því. Að sögn Ástvalds bjóða Tónheimar upp á nám fyrir tónlistar- og tónmenntakennara og margir úr þeirra röðum hafa nýtt sér það. Nánari upplýsingar má finna á vefnum tonheimar.is
Nám Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Superstore-leikari látinn Lífið Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira