Vinkonur með persónulegan stíl 15. september 2004 00:01 Dís og vinkonur hennar í samnefndri kvikmynd tolla í tískunni en eru ekki tískudrósir og þær fara eigin leiðir í fatastíl segir Bergþóra Magnúsdóttir hönnuður sem sá um búningana í kvikmyndinni sem frumsýnd var á dögunum. Í stuttu máli segir myndin frá bestu vinkonunum Dís og Blævi sem búa og hringsnúast í Reykjavíkurborg nútímans og lenda í hinum skemmtilegustu ævintýrum. "Umfram allt eru Dís og Blær ungar konur sem eru að reyna að finna sig í lífinu, þær eru ekki alveg búnar að finna sinn stíl og taka þar af leiðandi ólíka hluti úr mismunandi áttum og setja í nýtt samhengi," segir Bergþóra. "Blær er svolítill hippi og bóhem, hún spáir lítið í litasamsetningar, blandar öllu saman og brosir framan í lífið. Dís er aðeins óöruggari, áhrifavaldarnir koma héðan og þaðan, hún er afslöppuð en spáir og spekúlerar í hverju hún á að vera. Þær eru þó báðar tiltölulega kærulausar og klæða sig frekar eftir skapi heldur en veðri og vindum sem gerir persónuleika þeirra einmitt svo skemmtilega og áhugaverða. Vinkonurnar eru báðar litríkar á sinn hátt og það var mjög skemmtilegt og skapandi ferli að búa til þeirra heim, en það var gert í náinni samvinnu við leikstjórann Silju Hauksdóttur og hönnuði leikmyndar." Tíska vinkvennanna í Dís lýsir ákveðnu tímaleysi í samtímanum segir Bergdís og bendir á að það sé alltaf viss hópur fólks sem skapar sér sinn persónulega stíl með einskonar hippalegri samsuðutísku. "Að skapa sinn persónulega stíl, það er þeirra tíska". Þessi " hippalega samsuðutíska" er svo í dag mjög mikið í tísku þannig að glögglega má sjá samsvörun á milli tískunnar í myndinni og götutísku Reykjavíkuborgar, sem einkennist þessa dagana meðal annars af samblandi af gömlu og nýju, skrautnælum, hálsklútum, hárskrauti, lopapeysum, ponsjóum og stígvélum. Bergþóra Magnúsdóttir útskrifaðist úr textíldeild Listaháskóla Íslands árið 2002 og hefur haft nóg fyrir stafni síðan. Um þessar mundir starfar hún ásamt Helgu I. Stefánsdóttur við búningahönnun í leikverkinu Úlfhamssögu sem Hafnarfjarðarleikhúsið mun frumsýna nú í október og einnig hefur hún verið að aðstoða Helgu við búningana í bíómynd Baltasars Kormáks "A Little Trip to Heaven". Mest lesið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Lífið Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Lífið Fleiri fréttir Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira
Dís og vinkonur hennar í samnefndri kvikmynd tolla í tískunni en eru ekki tískudrósir og þær fara eigin leiðir í fatastíl segir Bergþóra Magnúsdóttir hönnuður sem sá um búningana í kvikmyndinni sem frumsýnd var á dögunum. Í stuttu máli segir myndin frá bestu vinkonunum Dís og Blævi sem búa og hringsnúast í Reykjavíkurborg nútímans og lenda í hinum skemmtilegustu ævintýrum. "Umfram allt eru Dís og Blær ungar konur sem eru að reyna að finna sig í lífinu, þær eru ekki alveg búnar að finna sinn stíl og taka þar af leiðandi ólíka hluti úr mismunandi áttum og setja í nýtt samhengi," segir Bergþóra. "Blær er svolítill hippi og bóhem, hún spáir lítið í litasamsetningar, blandar öllu saman og brosir framan í lífið. Dís er aðeins óöruggari, áhrifavaldarnir koma héðan og þaðan, hún er afslöppuð en spáir og spekúlerar í hverju hún á að vera. Þær eru þó báðar tiltölulega kærulausar og klæða sig frekar eftir skapi heldur en veðri og vindum sem gerir persónuleika þeirra einmitt svo skemmtilega og áhugaverða. Vinkonurnar eru báðar litríkar á sinn hátt og það var mjög skemmtilegt og skapandi ferli að búa til þeirra heim, en það var gert í náinni samvinnu við leikstjórann Silju Hauksdóttur og hönnuði leikmyndar." Tíska vinkvennanna í Dís lýsir ákveðnu tímaleysi í samtímanum segir Bergdís og bendir á að það sé alltaf viss hópur fólks sem skapar sér sinn persónulega stíl með einskonar hippalegri samsuðutísku. "Að skapa sinn persónulega stíl, það er þeirra tíska". Þessi " hippalega samsuðutíska" er svo í dag mjög mikið í tísku þannig að glögglega má sjá samsvörun á milli tískunnar í myndinni og götutísku Reykjavíkuborgar, sem einkennist þessa dagana meðal annars af samblandi af gömlu og nýju, skrautnælum, hálsklútum, hárskrauti, lopapeysum, ponsjóum og stígvélum. Bergþóra Magnúsdóttir útskrifaðist úr textíldeild Listaháskóla Íslands árið 2002 og hefur haft nóg fyrir stafni síðan. Um þessar mundir starfar hún ásamt Helgu I. Stefánsdóttur við búningahönnun í leikverkinu Úlfhamssögu sem Hafnarfjarðarleikhúsið mun frumsýna nú í október og einnig hefur hún verið að aðstoða Helgu við búningana í bíómynd Baltasars Kormáks "A Little Trip to Heaven".
Mest lesið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Lífið Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Lífið Fleiri fréttir Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira