Silfur á netinu 7. október 2004 00:01 7. október 2004 Það er kannski rétt að hafa nokkur orð um þennan vef. Silfur Egils opnaði fyrst á veraldarvefnum í febrúar 2000, á strik.is, og hef ég skrifað greinar þar allar götur síðan, stundum þó nokkuð stopult. Strikið má muna sinn fífil fegurri, það opnaði rétt um aldamótin 2000, í því glaða góðæri, en flugið á því hefur daprast síðustu misseri. Nú hefur vefurinn semsagt fengið inni hér á vísi.is sem er gott og þakkarvert. Hér er kraftur og metnaður í mönnum. Og þá er varla ástæða til annars en að reyna að gera þetta með stæl. Góður ásetningur fer reyndar oft fyrir lítið á internetinu, bloggarar skjóta upp kollinum en hverfa svo jafnóðum, en ég hef hugsað mér að uppfæra pistlana nokkuð oft, varla sjaldnar en fimm sinnum í viku. Að auki birtast hér blaðagreinar eftir mig, skrif um bækur og kannski kvikmyndir og leikhús og annað menningarlegt. Svo verður hægt að skoða sjónvarpsþættina mína hérna á vefnum stuttu eftir að þeir eru sýndir á Stöð 2 á sunnudögum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson Skoðun
7. október 2004 Það er kannski rétt að hafa nokkur orð um þennan vef. Silfur Egils opnaði fyrst á veraldarvefnum í febrúar 2000, á strik.is, og hef ég skrifað greinar þar allar götur síðan, stundum þó nokkuð stopult. Strikið má muna sinn fífil fegurri, það opnaði rétt um aldamótin 2000, í því glaða góðæri, en flugið á því hefur daprast síðustu misseri. Nú hefur vefurinn semsagt fengið inni hér á vísi.is sem er gott og þakkarvert. Hér er kraftur og metnaður í mönnum. Og þá er varla ástæða til annars en að reyna að gera þetta með stæl. Góður ásetningur fer reyndar oft fyrir lítið á internetinu, bloggarar skjóta upp kollinum en hverfa svo jafnóðum, en ég hef hugsað mér að uppfæra pistlana nokkuð oft, varla sjaldnar en fimm sinnum í viku. Að auki birtast hér blaðagreinar eftir mig, skrif um bækur og kannski kvikmyndir og leikhús og annað menningarlegt. Svo verður hægt að skoða sjónvarpsþættina mína hérna á vefnum stuttu eftir að þeir eru sýndir á Stöð 2 á sunnudögum.
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun