Draumabíll útvarpsmannsins 8. október 2004 00:01 Þegar Andri Viðarsson, eða Freysi eins og flestir þekkja hann, útvarpsmaður á X-inu 97.7 er spurður um draumabílinn sinn þá er það aðeins einn bíll sem kemur upp í hugann. "Ég myndi segja að draumabíllinn minn væri svona "old-school" gamaldags líkbíll. Svartur, stór og flottur. Mig hefur langað í svona bíl síðan ég var lítill því þeir eru svo virðulegir. Svo getur maður sofið í þessu og borðað þannig að svona bílar eru mjög handhægir. Það er líka eitthvað svolítið drungalegt við þá." Það ríkir vissulega ró yfir líkbílum og ekki margir sem vilja abbast upp á þá. Það er auðvitað annar kostur sem myndi eflaust gleðja Freysa ef hann fengi tækifæri til að keyra um á svona glæsikerru. "Maður getur náttúrlega keyrt eins hægt og maður vill og enginn segir neitt," segir Freysi en hefur þó ekki látið drauminn rætast og fjárfest í slíkum eðalvagni. "Það er mjög erfitt að fá svona gamla bíla. Mig langar ekkert í svona nýja bíla. Ég sá einu sinni svona bíla á Egilsstöðum fyrir nokkrum árum en hef ekkert rekist á þá aftur. Kannski kemur að því einn daginn." Þó að draumabíllinn fáist ekki þá á Freysi samt bíl sem er frekar ólíkur drauminum. "Ég keyri um á Nissan Sunny og svo sem ekki annars kosta völ. Það er ekki eins og ég syndi í seðlum." Bílar Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Þegar Andri Viðarsson, eða Freysi eins og flestir þekkja hann, útvarpsmaður á X-inu 97.7 er spurður um draumabílinn sinn þá er það aðeins einn bíll sem kemur upp í hugann. "Ég myndi segja að draumabíllinn minn væri svona "old-school" gamaldags líkbíll. Svartur, stór og flottur. Mig hefur langað í svona bíl síðan ég var lítill því þeir eru svo virðulegir. Svo getur maður sofið í þessu og borðað þannig að svona bílar eru mjög handhægir. Það er líka eitthvað svolítið drungalegt við þá." Það ríkir vissulega ró yfir líkbílum og ekki margir sem vilja abbast upp á þá. Það er auðvitað annar kostur sem myndi eflaust gleðja Freysa ef hann fengi tækifæri til að keyra um á svona glæsikerru. "Maður getur náttúrlega keyrt eins hægt og maður vill og enginn segir neitt," segir Freysi en hefur þó ekki látið drauminn rætast og fjárfest í slíkum eðalvagni. "Það er mjög erfitt að fá svona gamla bíla. Mig langar ekkert í svona nýja bíla. Ég sá einu sinni svona bíla á Egilsstöðum fyrir nokkrum árum en hef ekkert rekist á þá aftur. Kannski kemur að því einn daginn." Þó að draumabíllinn fáist ekki þá á Freysi samt bíl sem er frekar ólíkur drauminum. "Ég keyri um á Nissan Sunny og svo sem ekki annars kosta völ. Það er ekki eins og ég syndi í seðlum."
Bílar Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira