Miðinn á 29.900 krónur 13. október 2004 00:01 Farið verður að selja dýrustu aðgöngumiða á tónleika hérlendis til þessa á föstudaginn þegar forsala hefst á tónleika tenórsins José Carreras sem haldnir verða í Háskólabíói 5. mars. Miðar á dýrasta stað eiga að kosta 29.900 krónur stykkið sem er fimm þúsund krónum dýrara en á tónleika Carreras í Laugardalshöllinni árið 2001. Þrátt fyrir hæsta miðaverð í Íslandssögunni fram að því var húsfyllir, eða 2,900 manns, en nú komast aðeins 900 manns á tónleikana. Carreras er fæddur árið 1946 og byrjaði mjög ungur að syngja. Hann náði fljótt ótrúlegum árangri en árið 1987 greindist hann með hvítblæði og var um tíma vart hugað líf. Á meðan á meðferðinni við því stóð varð til hugmyndin um tenórana þrjá - Carreras, Placido Domingo og Luciano Pavarotti - en þeir höfðu áður barist um toppsæti tenóralistans. Skemmst er frá því að segja að þeir slógu í gegn og náði hylli þeirra langt út fyrir raðir óperuunnenda, enda er talið að þetta framtak þeirra sé langáhrifaríkasta auglýsing sem óperuheimurinn hefur fengið í áratugi. Tónlist Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Farið verður að selja dýrustu aðgöngumiða á tónleika hérlendis til þessa á föstudaginn þegar forsala hefst á tónleika tenórsins José Carreras sem haldnir verða í Háskólabíói 5. mars. Miðar á dýrasta stað eiga að kosta 29.900 krónur stykkið sem er fimm þúsund krónum dýrara en á tónleika Carreras í Laugardalshöllinni árið 2001. Þrátt fyrir hæsta miðaverð í Íslandssögunni fram að því var húsfyllir, eða 2,900 manns, en nú komast aðeins 900 manns á tónleikana. Carreras er fæddur árið 1946 og byrjaði mjög ungur að syngja. Hann náði fljótt ótrúlegum árangri en árið 1987 greindist hann með hvítblæði og var um tíma vart hugað líf. Á meðan á meðferðinni við því stóð varð til hugmyndin um tenórana þrjá - Carreras, Placido Domingo og Luciano Pavarotti - en þeir höfðu áður barist um toppsæti tenóralistans. Skemmst er frá því að segja að þeir slógu í gegn og náði hylli þeirra langt út fyrir raðir óperuunnenda, enda er talið að þetta framtak þeirra sé langáhrifaríkasta auglýsing sem óperuheimurinn hefur fengið í áratugi.
Tónlist Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira