Vill eitthvað fljótlegt í kvöldmat 14. október 2004 00:01 Dæmigerð nútímakona í krefjandi vinnu og með börn sem eru komin nokkuð á legg ver æ minni tíma við matargerð. Guðrún Ebba Ólafsdóttir borgarfulltrúi er dæmi um svona konu því hún vinnur oft langan vinnudag og er ekki komin heim fyrr en langt er liðið fram yfir hefðbundinn kvöldverðartíma. "Ég er með tvær hálffullorðnar stelpur heima sem eru í menntaskóla og háskóla og þær eru auðvitað ekki í bráðri lífshættu þótt mamma komi ekki heim og eldi. Þær vilja samt gjarnan að eitthvað sé til svo ég er dugleg að fylgjast með tilboðum á frosnum og tilbúnum réttum sem eru margir hverjir alveg prýðilegir og úrvalið hefur aukist gríðarlega. Ég er alltaf tilbúin að prófa eitthvað nýtt, en svo kaupi ég líka oft tilbúna kjúklingabita." Guðrún Ebba hefur þó ekki alveg snúið baki við matseldinni því um helgar finnst henni skemmtilegt að hafa meira við. "Það eru reyndar langmest kjúklingabringur, sem eru bæði fljótlegar og hollar. Ég læt bringurnar liggja í olíu, ediki, hunangi, sinnepi og sojasósu, og þetta þarf ekki að liggja nema í korter, hálftíma áður en það er steikt. Svo fer þetta á rifflaða pönnu sem ég keypti ódýrt í IKEA. Með þessu kaupi ég oftast salat í pokum og bæti svo einhverju í það eins og til dæmis berjum," segir Guðrún Ebba hlæjandi. "Ef við erum ekki með kjúklingabringur er Nóatúnskryddað lambakjöt alveg eðal." Hún segist í ljósi breyttra tíma vera hætt að skammast sín fyrir að vera ekki ofurkona í eldhúsinu. "Ég reyni að sameina þetta tvennt, fljótlegt og ódýrt. Börn og fullorðnir fá líka flestir mat í hádeginu í skólum og vinnustöðum þannig að kvöldmaturinn er ekki orðinn eins mikilvægur og hann var." Matur Mest lesið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Dæmigerð nútímakona í krefjandi vinnu og með börn sem eru komin nokkuð á legg ver æ minni tíma við matargerð. Guðrún Ebba Ólafsdóttir borgarfulltrúi er dæmi um svona konu því hún vinnur oft langan vinnudag og er ekki komin heim fyrr en langt er liðið fram yfir hefðbundinn kvöldverðartíma. "Ég er með tvær hálffullorðnar stelpur heima sem eru í menntaskóla og háskóla og þær eru auðvitað ekki í bráðri lífshættu þótt mamma komi ekki heim og eldi. Þær vilja samt gjarnan að eitthvað sé til svo ég er dugleg að fylgjast með tilboðum á frosnum og tilbúnum réttum sem eru margir hverjir alveg prýðilegir og úrvalið hefur aukist gríðarlega. Ég er alltaf tilbúin að prófa eitthvað nýtt, en svo kaupi ég líka oft tilbúna kjúklingabita." Guðrún Ebba hefur þó ekki alveg snúið baki við matseldinni því um helgar finnst henni skemmtilegt að hafa meira við. "Það eru reyndar langmest kjúklingabringur, sem eru bæði fljótlegar og hollar. Ég læt bringurnar liggja í olíu, ediki, hunangi, sinnepi og sojasósu, og þetta þarf ekki að liggja nema í korter, hálftíma áður en það er steikt. Svo fer þetta á rifflaða pönnu sem ég keypti ódýrt í IKEA. Með þessu kaupi ég oftast salat í pokum og bæti svo einhverju í það eins og til dæmis berjum," segir Guðrún Ebba hlæjandi. "Ef við erum ekki með kjúklingabringur er Nóatúnskryddað lambakjöt alveg eðal." Hún segist í ljósi breyttra tíma vera hætt að skammast sín fyrir að vera ekki ofurkona í eldhúsinu. "Ég reyni að sameina þetta tvennt, fljótlegt og ódýrt. Börn og fullorðnir fá líka flestir mat í hádeginu í skólum og vinnustöðum þannig að kvöldmaturinn er ekki orðinn eins mikilvægur og hann var."
Matur Mest lesið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira